Skessuhorn


Skessuhorn - 15.03.2017, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 15.03.2017, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 201710 Bændasamtök Íslands sendu í síð- ustu viku út reikninga og greiðslu- seðla upp á 42.000 krónur þar sem innheimt er nýtt Búnaðarsamtaka- gjald. Reikningar voru ekki ein- göngu sendir starfandi bændum, heldur öllum sem eiga aðild að sér- greinafélagi svo sem í garðyrkju, skógrækt, hrossarækt og samtökum ungra bænda. Fyrir þá er hins veg- ar valkvætt að greiða félagsaðild að BÍ og getur fólk ef það kýs svo eytt innheimtukröfunni úr heimabönk- um sínum. Félagatöl aðildarfélag- anna eru nú sá grunnur sem Bænda- samtökin nota til að hefja innheimtu þessa nýja gjalds. Eftir að búnaðargjöld voru dæmd ólögleg hófu Bændasamtökin vinnu við að innleiða aðrar leiðir til að afla tekna fyrir starfsemi samtakanna. Kynnt var í haust sú hugmynd að innleidd yrðu veltutengd félagsgjöld sem kæmu í stað búnaðargjalds. Horfið var frá því og ákvað búnað- arþing þess í stað að innheimta af öllum bændum árlegt félagsgjald, 42 þúsund krónur á ári. Þeir bændur sem eru með minni veltu en 1.200 þúsund á ári geta hins vegar sótt um lækkun á félagsgjöldum og greiði þá 12 þúsund krónur á ári. Gjaldtaka þessi er hins vegar valfrjáls eins og áður segir. Ef t.d. skógarbóndi eða hestamaður vill ekki vera í Bænda- samtökunum, hefur hann val um það. Í bréfi sem skógræktarfólk hefur nú borist frá Landssamtökum skógar- eigenda kemur fram að ef skógrækt- endur kjósa að vera utan BÍ þurfi þeir að senda upplýsingar um það á bondi@bondi.is með ósk um að vera ekki í BÍ. Þá fellur innheimtukrafan niður. Ekki verða send innheimtu- bréf né reiknaðir vextir á kröfuna og hún fellur sjálfkrafa niður ef hún er ekki greidd innan 27. mars nk. Við- komandi er tekinn af félagatali BÍ og fær ekki þjónustu þaðan en getur eftir sem áður verið í sínu sérgreina- félagi án félagsaðildar að BÍ, segir í bréfi LSE. Þjónusta sem bændur og félags- menn ýmissa sérgreinafélaga BÍ eiga að fá með félagsaðild er hagsmuna- gæsla, samningagerð og aðkoma að stefnumótun, starfsmenntastyrkir, afsláttur á gistingu á Hótel Sögu, orlofshús og ýmislegt fleira. Hægt er að kynna sér þann ávinning á vef Bændasamtakanna ef fólk vill taka meðvitaða ákvörðun um félagsaðild að Bændasamtökum Íslands. mm Bændasamtök Íslands hefja innheimtu félagsgjalda Allir sem tilheyra búnaðarsamtökum, búgreinafélögum eða samtökum ungra bænda fá nú reikning fyrir 42 þúsund króna félagsgjaldi að Bændasamtökum Íslands. Í umræðu á Alþingi í liðinni viku um greiðsluþátttöku sjúklinga í heilbrigð- iskostnaði kom fram í máli heilbrigð- isráðherra að árlegt kostnaðarþak yrði á bilinu 50 til 70 þúsund ári frá og með 1. maí næstkomandi. ASÍ kall- ar eftir því að staðið verði við fyrir- heit um 50.000 kr. þak eins og lagt var upp með. „Heilbrigðisráðherra verð- ur að gefa út afdráttarlausa yfirlýsingu um fjárhæð þaksins á almennu gjaldi verði ekki hærri en 50.000 kr. og end- urskoða þakið og reiknireglur í þeim drögum að reglugerð sem nú liggja fyrir. Samkvæmt þeim á þakið að verða 69.700 fyrir almenna sjúklinga en 45.300 kr. fyrir lífeyrisþega og börn. Þetta er allt of hátt þak,“ segir í yfirlýsingu Alþýðusambandsins. ASÍ hefur tekið saman nokkur dæmi um breytingar á kostnaðar- þátttöku ef heilbrigðisráðherra und- irritar drög að reglugerð óbreytta með almennu þaki upp á 69.700 kr. Dæmin sýna m.a. að kostnaðarþátt- taka mun aukast um 10-40% fyrir einstaka heimsóknir almennra sjúk- linga og 70-125% hjá lífeyrisþegum. Börn munu fá gjaldfrjálsa þjónustu hjá sérgreinalæknum að því gefnu að þau fái fyrst tilvísun frá heimilis- lækni. Að öðrum kosti mun kostnað- arþátttaka þeirra hjá t.d. háls-, nef- og eyrnalæknum aukast um rúmlega 600%. „Þessi kostnaðaraukning er óásættanleg og mun að öllum líkind- um valda því að enn fleiri fresti nauð- synlegri læknisþjónustu vegna kostn- aðar en þetta hlutfall er nú þegar mun hærra en á hinum Norðurlöndunum. ASÍ studdi áform um nýtt greiðslu- þátttökukerfi og taldi 50.000 kr. þak á ári fyrir almenna sjúklinga og 33.300 fyrir lífeyrisþega og börn ásættanlegt fyrsta skerf. Ný ríkisstjórn verður að standa við þau fyrirheit. Stefna ASÍ er að heilbrigðisþjónusta verði gjald- frjáls og yrði 50.000 kr. almennt þak fyrsta skrefið í þá átt,“ segir í yfirlýs- ingu ASÍ. mm Mótmælir of háu kostnaðarþaki í greiðsluþátttöku sjúklinga Dæmi um hlutdeild lífeyrisþega í komugjaldi til sérfræðilækna. Mynd: ASÍ. „Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi mótmælir harðlega fyrirhuguðum niðurskurði á fjár- veitingum til vegabóta. Í landshlut- anum voru áætlaðar aðeins tvær ný- framkvæmdir á árinu 2017, annars vegar áframhaldandi framkvæmdir við veg um Uxahryggi og hins veg- ar framkvæmdir við veg um Skóg- arströnd. Samtals voru þetta fram- kvæmdir fyrir um 450 m.kr.,“ segir í upphafi ályktunar sem stjórn SSV samþykkti á fundi sínum 8. mars síðastliðinn. „Á undanförnum árum hefur verið lítið um fjárveitingar til vega- bóta á Vesturlandi og ljóst að ekki eru stórar framkvæmdir fyrirhug- aðar á allra næstu árum samkvæmt áætlunum Vegagerðarinnar. Því er óásættanlegt að horfa upp á það að þær fjárveitingar sem þó áttu að fara til framkvæmda á Vesturlandi séu skornar af. Gríðarleg umferð- araukning hefur orðið í landshlut- anum með fjölgun ferðamanna. Vegur um Skógarströnd og vegur um Uxahryggi eru mjög vinsælar ferðamannaleiðir þar sem þörf fyrir endurbætur eru orðnar mjög brýn- ar. Mikið hefur verið um óhöpp á þessum leiðum og má benda á að vegur um Skógarströnd var nán- ast illfær síðastliðið sumar sem or- sakaði fjölda óhappa. Þá mótmæl- ir stjórn SSV þeim niðurskurði sem orðið hefur á fjárveitingum til tengivega. Á Vesturlandi eru 626 km tengivega og framlög til þeirra eru aðeins nokkrar milljónir á árinu 2017 og hafa flestar framkvæmdir við tengivegi verið skornar niður. Vestlendingar hafa lagt mikla vinnu í að búa til sameiginlega sam- gönguáætlun fyrir landshlutann. Í gegnum þá vinnu hafa sveitar- félögin náð að stilla saman strengi og sameinast um forgangsröðun framkvæmda. Vegir um Uxahryggi og Skógarströnd voru meðal þeirra verkefna sem sett voru í forgang og sátt ríkti um mikilvægi þeirra fram- kvæmda. Stjórn SSV hefur skilning á því að fjármagn til samgöngumála sé takmarkað og leita þurfi nýrra leiða til að fjármagna nauðsyn- legar samgöngubætur. Það er hins vegar ólíðandi að allar framkvæmd- ir á Vesturlandi séu skornar niður. Því leggjum við á það ríka áherslu að ákvörðun um niðurskurð fram- kvæmda á Vesturlandi verði endur- skoðuð og fjármagni verði veitt til nýframkvæmda við vegi á Vestur- landi.“ mm SSV ályktar um samgöngumál Í vetur hefur með hléum verið unnið við framkvæmdir í Fossa- brekku í Ólafsvík. Er þetta annar áfangi verks sem byrjað var á 2008 en allt sett á ís eftir hrun. Eina ein- býlishúsið sem stendur við Fossa- brekku seldist fyrr á þessu ári og var þá ákveðið að halda áfram það- an sem frá var horfið. Nú er langt komið með skólplagnir og því sem þeim tilheyrir. Efnið er tekið úr Ólafsvíkurenni. Að sögn Svans hjá TS vélaleigu er fyrirtækið búið að vera heppið með veður því oft getur verið snjóþungt í Ólafsvík á þessum tíma árs. Til stendur að malbika götuna í sumar. þa Framkvæmdir í Fossabrekku í Ólafsvík Sveitarstjórn Borgarbyggðar sam- þykkti samhljóða á fundi sínum síð- astliðinn fimmtudag að lýsa von- brigðum með niðurskurð ríkis- stjórnarinnar til samgöngumála: „Sveitarstjórn Borgarbyggðar lýsir miklum vonbrigðum með þá ákvörðun samgönguyfirvalda að skera alfarið niður allar þær fram- kvæmdir í Borgarbyggð og Vestur- landi öllu sem fyrirhugaðar voru á árinu 2017 samkvæmt nýsam- þykktri Samgönguáætlun. Halda átti áfram langþráðri uppbyggingu Uxahryggjarvegar ásamt því að ljúka lagningu bundins slitlags úr Lund- arreykjadal niður á Borgarfjarðar- braut. Fyrir utan vonbrigði varð- andi niðurskurð nýframkvæmda má benda á þar til viðbótar að í Borg- arbyggð er lengsta malarvegakerfi í einu sveitarfélagi á landinu. Viðhald þeirra vega hefur verið í algeru lág- marki fjölmörg undanfarin ár sem leiðir af sér aukna hættu á umferð- arslysum og gerir íbúum héraðsins, fyrirtækjum og ferðafólki erfitt fyr- ir á margan hátt.“ Þá mótmælir sveitarstjórn þeim harkalega niðurskurði fjármagns til vegaframkvæmda í sveitarfélaginu sem kynntur hefur verið og ger- ir kröfu til að unnið sé á eðlilegan og nauðsynlegan hátt að uppbygg- ingu vegakerfis innan þess og þessi ákvörðun verði því endurskoðuð. „Þær þjóðfélagsbreytingar sem eru að eiga sér stað, t.a.m. með gríð- arlegri aukningu á umferð, gera þá kröfu til ríkisvaldsins að þessi ákvörðun verði endurmetin sem allra fyrst þannig að á árinu 2017 fari framkvæmdir í gang eins og all- ur undirbúningur hafði miðast við. Lélegt og vanburða vegakerfi með tilheyrandi slysagildrum má ekki verða takmarkandi þáttur við frek- ari uppbyggingu og þróun atvinnu- og mannlífs í héraðinu.“ mm „Lélegt og vanburða vegakerfi með tilheyrandi slysagildrum“ „Fyrir utan vonbrigði varðandi niðurskurð nýframkvæmda má benda á þar til viðbótar að í Borgarbyggð er lengsta malarvegakerfi í einu sveitarfélagi á landinu,“ segir í ályktun sveitarstjórnar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.