Skessuhorn


Skessuhorn - 15.03.2017, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 15.03.2017, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 201730 Á þessu herrans ári fermast tæplega tvöhundruð ung- menni í landshlutanum í tólf prestaköllum. Skessuhorn fór á stúfana og hitti tólf ungmenni sem ýmist undir- búa fermingu eða taka sið- festu. Þau voru meðal annars spurð hvers vegna þau ætla að fermast, hvað verði gert í tilefni dagsins, hvort þau að- stoði við undirbúninginn og hver drauma fermingargjöfin er. Það stóð ekki á svörum. Öll hlakka þau til stóra dagsins og eru sammála um að mikilvægt sé að fermingardagurinn verði ánægjulegur í faðmi fjölskyldu og vina. Heillaðist af trúnni í fermingarfræðslunni Soffía Meldal Kristjánsdóttir ferm- ist 4. júní í Hjarðarholtskirkju í Döl- um. Soffía valdi að fermast en ætlaði í fyrstu að hafa annan hátt á. „Fyrst var ég að hugsa um að láta ferma mig í gegnum Siðmennt en svo ákvað ég að prófa fermingarfræðsluna hér heima og þótti það gott. Ég var ekki viss með trúna en laðaðist að henni í fermingarfræðslunni,“ segir Soffía. „Við erum lítið farin að plana daginn en förum fljótlega í bæinn að skoða fermingarföt. Ég er ekkert búin að ákveða mig hvernig ég vilji hafa fötin. Við verðum örugglega með veislu en það er ekki búið að ákveða hvernig. Mig langar að bjóða mínu nánasta fólki en það verða örugg- lega einhverjir sem ég þekki lítið en mamma og pabbi þekkja vel,“ segir Soffía. Soffía hefur áhuga á fermingar- undirbúningnum og vill taka þátt í honum og segist vera spennt fyr- ir þeirri vinnu. „Ég er að læra söng og er að velta fyrir mér að syngja í veislunni. Það eru líka nokkrir sem vilja að ég geri það. Svo langar mig til að velja skrautið fyrir veisluna og velja litina,“ segir Soffía. Þegar kem- ur að spjalli um gjafirnar þá kemur í ljós að Soffía er ekki búin að mynda sér miklar skoðanir. „Það er ekkert komið á óskalista, ég hef lítið verið að pæla í því. Ef ég þyrfti að nefna eitthvað þá held ég að ég myndi vilja pening. Þá gæti ég notað hann í framtíðinni, t.d. þegar ég fer í fram- haldsskóla eða eiga framtíðarsjóð. Ég veit ekkert hvað ég fæ í ferming- argjöf en grunar einhverja mögu- leika,“ segir Soffía að lokum. Finnst þetta allt skemmtilegt Jóhann Margeir Guðmundsson fermist á skírdag, 13. apríl, í Snóks- dalskirkju í Dölum. Hann fermist einn og segir það leggjast vel í sig. „Það er gaman að fermast og öll eldri systkini mín eru búin að láta ferma sig. Ég trúi á Guð og finnst þetta allt skemmtilegt. Það er gaman að hitta alla í veislunni og fá gott að borða og það er líka alltaf gaman að fá gjafir,“ segir Jóhann. Hann hefur skoðanir á því hvað skuli vera á boðstólnum í veislunni. „Ég er búinn að ákveða að það verður hamborgarhryggur og lambasteik og svo náttúrulega kök- ur. Mamma þekkir mann sem sér um matinn fyrir okkur.“ Það er farið að styttast í ferminguna og greinilega komin talsverð tilhlökkun í Jóhann. „Ég er spenntur fyrir þessu. Mamma er að kaupa skyrtu á mig og svo fæ ég fermingarbuxur bróður míns, það þarf aðeins að stytta þær. Mig lang- ar til að vera með bindi, nema ég fái bara slaufuna hans Sindra bróður líka. Ég tek kannski þátt í undirbún- ingi. Ég myndi vilja raða borðum og hjálpa til við að leggja á borð,“ seg- ir Jóhann en veislan verður í félags- heimilinu Árbliki. Margir hafa lita- þema í fermingarveislum og Jóhann er löngu búinn að velja sinn lit: „Ég ætla að hafa rauðan. Það er af því að fótboltaliðið mitt er með rautt í sínu merki en það er Manchester Uni- ted. Og Manchester United verður líka á kökunni minni. Það er verst að ég held að pabbi minn vilji ekki kökuna,“ segir Jóhann og glottir ei- lítið. Þegar hann er beðinn um skýr- ingu segir hann: „Pabbi heldur með Liverpool. En það verður örugglega nóg af öðrum kökum líka. Hann er líka ekki svo mikill kökukarl.“ Jóhann hlakkar mjög til að hitta frændsystkini sín og hafa gaman með þeim á fermingardaginn. Hann segir að það sé örlítið stressandi að þurfa að halda ræðu en hann heldur að það gangi vel fyrir framan fólk sem hann þekkir vel. „Draumafermingargjöfin mín er fartölva og ég held að á fái hana frá mömmu og pabba. Ef ég ætti að velja hvort ég fengi gjafir eða peninga þá væri það ábyggilega pen- ingur því mig langar til að safna fyrir fjórhjóli,“ bætir Jóhann við. Fermist á Selfossi Katrín Súsanna Björnsdóttir er eitt af fermingarbörnunum í Grunn- skóla Grundarfjarðar en hún ferm- ist 13. maí á Selfossi. „Ég er í ferm- ingarfræðslu hérna í Grundarfirði en ég bjó áður á Selfossi og fermist þar,“ segir Katrín í stuttu spjalli við fréttaritara Skessuhorns. „Við verð- um á Selfossi viku fyrir ferminguna við undirbúning. Ég var í grunnskól- anum þar og þekki því þó nokkuð af fermingarsystkinum mínum.“ Hún segist sjálf taka mikinn þátt í und- irbúningi fyrir stóra daginn. „Það verður þokkalega stór veisla. Það er búið að leigja sal nálægt Selfossi og við verðum með mat og kökur á eft- ir.“ Aðspurð um draumafermingar- gjöfina stendur ekki á svörum: „Mig dreymir um að fá utanlandsferð í fermingargjöf og ég veit að ég fæ svoleiðis frá pabba mínum, en hann ætlar að bjóða mér í helgarferð. Svo fer ég með mömmu og fósturföður mínum til Portúgals í sumar,“ seg- ir hún. „Og ef ég fæ pening, þá ætla ég að spara hann,“ bætir hún við að endingu. Langar mest í myndavél Einar Bjarnason fermist á Hvíta- sunnudag 4. júní í Grundarfjarðar- kirkju. Eftir athöfnina verður haldin veisla í Samkomuhúsi Grundarfjarð- ar, þar sem ættingjar og vinir munu samgleðjast með fermingarbarninu og fjölskyldu hans. „Ég tek einhvern þátt í undirbúningi veislunnar,“ seg- ir Einar. Hann segist einnig hafa eitt- hvað að segja um skreytingar og veit- ingar í veislunni. „Það verður boðið upp á kökur og jafnvel mat líka. Það á samt eftir að taka ákvörðun um það,“ segir hann. Draumafermingargjöf Einars tengist áhugamáli hans. „Mig langar mest í stóra SLR myndavél en ég hef verið að taka myndir á símann minn. Annars hef ég ekki hugmynd um hvað ég fæ í fermingargjöf,“ segir Einar Bjarnason að lokum. Hlakkar mikið til Heiðar Páll Hilmisson fermist 26. mars næstkomandi í Akraneskirkju. „Ég ákvað að fermast því ég vildi staðfesta skírnina,“ segir Heiðar Páll. Hann segir að veislan sjálf verði ekki haldin sama dag og athöfnin verður. „Veislan verður haldin í Reykjavík 8. apríl. Við ákváðum að halda veisluna í sal í Reykjavík því að ég á marga ætt- ingja þar. Það var hægt að fá þennan sal þann dag og þá höfðum við lengri tíma til undirbúnings,“ útskýr- ir hann. Heiðar reiknar með mörg- um gestum en yfir 70 manns er boð- ið í veisluna. „Það koma samt örugg- lega ekki allir, það eru alltaf einhver forföll. Við ætlum að bjóða gestun- um upp á kjúklingasúpu og ístertu.“ Heiðar segist ekki taka mikinn þátt í undirbúningnum fyrir fermingar- veisluna. „En ég mun alveg hjálpa til þegar þar að kemur. Ég fékk líka að velja litinn sem verður notaður við skreytingar, ég valdi fjólubláan af því að mér finnst það flottur lit- ur og svo hvítan til að hafa með því að hvítt passar við allt.“ Hann seg- ist þó einnig fá að velja fermingar- fötin sjálfur. „Við erum búin að vera að skoða fermingarföt en erum ekki búin að kaupa neitt. Mig langar að vera í jakkafötum.“ Heiðar segist ekki hafa hugmynd um hvað hann fær í fermingargjöf en er alveg með það á hreinu hvað er efst á óskalist- anum. „Mig langar pottþétt í vespu. Ég veit samt ekki hvað ég fæ, foreldr- ar mínir hafa verið að hugsa um að fara í utanlandsferð en það er ekk- ert ákveðið.“ Heiðar Páll er spennt- ur fyrir stóra deginum. „Ég hlakka rosalega til fermingardagsins,“ seg- ir hann. Hrædd um að detta Guðný Sigurrós Jóhannsdóttir býr á Akranesi og fermist í Akraneskirkju á Pálmasunnudag, 9. apríl næst- komandi. Hún var í ekki í vafa um að fermast. „Ég ákvað að fermast út af því að ég trúi á Guð og langar að fermast. Það er öll fjölskyldan búin að láta ferma sig og ég vildi halda í þessa hefð,“ útskýrir Guðný í samtali við Skessuhorn. Hún hefur haft gam- an af fermingarfræðslunni og seg- ir hana hafa verið fróðlega. „Ég hef lært mikið þar, maður fer líka að trúa meira þegar maður lærir meira um þetta.“ Fermingarveislan sjálf verður haldin í heimahúsi á skírdag. Guðný segist ekki vera búin að ákveða alveg hvernig fermingardagurinn verður. Hún ætlar þó að hjálpa til við und- irbúninginn fyrir veisluna. „Það er samt mikið að gera hjá mér, þannig að mamma og pabbi gera mest. Við erum búin að kaupa fullt af litlum hlutum, kerti og alls konar smá- hluti. Ég fékk að velja margt af því og skrautið ætla ég að hafa ljósbleikt, hvítt og svart. Boðið verður upp á litla rétti í veislunni; pasta, salat og fleira sem ég man ekki alveg. Mamma er alveg með þetta á hreinu,“ segir hún og brosir. Fermingarkjóllinn er kom- inn í hús en Guðný segir að það hafi tekið smá tíma að finna rétta dress- ið. „Ég valdi hvítan kjól sem er með gylltu hálsmáli og frekar þröngur. Ég var búin að skoða frekar mikið en er mjög ánægð með þennan kjól.“ Hún segist ekki vita hvað hún fær í ferm- ingargjöf og á enga sérstaka drauma- gjöf. „Ég væri samt mjög mikið til í að fá MacBook eða einhverja aðra tölvu.“ Hún reiknar með því að fá mest af peningum og ætlar að nota hluta af þeim á árinu. „Ég fer til út- landa tvisvar á þessu ári og ætla að nota eitthvað af fermingarpening- unum þar,“ segir hún. Guðný hlakk- ar til fermingardagsins, þó að hún sé örlítið kvíðin. „Ég er smá stress- uð. Ég er hrædd um að ruglast í ein- hverju eða um að detta eða eitthvað vandræðalegt. En ég hlakka mik- ið til, þetta verður örugglega mjög skemmtilegt.“ Langar mest í rúm Jason Jens Illugason er búsettur í Ólafsvík. Hann er einn af níu börn- um sem fermast á hvítasunnudag, 4. júní, í Ólafsvíkurkirkju. „Ég ákvað að fermast af því að allir aðrir í fjöl- skyldunni hafa látið ferma sig,“ seg- ir Jason Jens í samtali við Skessu- horn. Fermingarveisla Jasonsar verð- ur haldin í íþróttahúsinu í Ólafsvík og á Jason von á því að margir vin- ir og ættingjar mæti til að samgleðj- ast með honum og fjölskyldunni, eða um hundrað manns. Aðspurður um hvort hann hjálpi til með undirbún- ing fermingarinnar segist hann koma til með að aðstoða lítið. Jason Jens hlakkar til fermingardagsins og á sér draumafermingargjöf. „Mig langar að fá nýtt rúm,“ segir hinn hressi Jas- on að lokum. Á von á 100 manns Tvær fermingarathafnir verða í Ólafs- víkur- og Ingjaldshólsprestakalli í ár. Önnur þeirra verður í Ingjaldshóls- kirkju á skírdag 13. apríl næstkom- andi. Margret Vilhjálmsdóttir verð- ur fermd í þeirri athöfn. „Ég vil láta ferma mig af því að ég trúi á Guð og svo hafa allir í fjölskyldunni fermst og ég vil halda í hefðina,“ segir Margr- et. Veisla Margretar verður haldin í björgunarsveitarhúsinu í Rifi sem ber nafnið Von. Margret á von á því að margir vinir og ættingjar mæti til að samgleðjast henni á fermingardag- inn. „Ég á von á því að um 100 manns mæti í veisluna. Ég tek virkan þátt í að undirbúa daginn, baka kökur og mun hjálpa til við að leggja á borð og skreyta salinn,“ útskýrir Margr- et. Draumafermingargjöf Margret- ar er utanlandsferð til Bandaríkjanna. „En ég veit hvað ég fæ í fermingar- gjöf frá mömmu og pabba og einn- ig frá ömmu og afa í Ólafsvík,“ segir Margret að endingu. Meira spenntur fyrir ásatrúnni Snemma í júní komandi mun Elías Andri Harðarson á Grímsstöðum í Reykholtsdal í Borgarfirði taka sið- festu hjá Ásatrúarfélaginu. Foreldr- ar hans eru Hörður Guðmunds- son og Jóhanna Sjöfn Guðmunds- dóttir. Elías er sá eini í sínum bekk í Grunnskóla Borgarfjarðar á Klepp- járnsreykjum sem tekur siðfestu. „Það er nokkuð síðan ég ákvað að gera þetta. Þegar ég var svona 7-8 ára fannst mér kristin trú ekki meika sens og var einfaldlega meira spenntur fyrir ásatrúnni,“ segir Elí- as. „Ég gekk svo að í Ásatrúarfélag- ið í vetur og hef verið í undirbún- ingi hjá Jónínu Berg í Borgarnesi,“ bæti hann við, en Jónína er Þórs- nessgoði hjá Ásatrúarfélaginu og fer með Vesturlandsgoðorð. Elías seg- ir undirbúninginn hafa falist í því að kynna sér vel ásatrúna og fræð- ast um goðin. Hávamál skipa einn- ig sérstak sess. „Ég mun velja tvö erindi úr Hávamálum fyrir athöfn- ina og lesa þau upphátt. Ég á eftir að velja erindin en það er erfitt að velja úr svona merkilegum texta,“ seg- ir Elías. Athöfnin fer fram í félags- heimlinu Logalandi og eftir hana verður efnt til veislu. „Við ætlum að bjóða gestunum upp á kjötsúpu og svo verða kökur í eftirrétt. Það verð- ur vonandi góð stemning en ég mun bjóða fjölskyldu og ættingjum og nánustu vinum.“ Elías hefur áhuga á hestamennsku og því er hnakkur of- arlega á blaði á óskalistanum þegar hann er spurður út í fermingargjafir. „Ég á eina meri heima á Grímsstöð- um og finnst mér gaman að fara í út- reiðatúra. Ég væri því mjög glaður að fá hnakk. Síðan langar mig líka í dróna. Það er ekki leiðinleg græja að eiga,“ segir Elías að lokum. Rætt við fermingarbörn á Vesturlandi um stóra daginn Soffía Meldal Kristjáns- dóttir fermist 4. júní í Hjarðarholts- kirkju í Dölum. Ljósm. sm. Jóhann Margeir Guðmundsson fermist á skírdag. Ljósm. sm. Katrín Súsanna Björnsdóttir ætlar að spara fermingarpen- ingana. Ljósm. tfk. Einar Bjarna- son hefur ekki hugmynd um hvað hann fær í fermingargjöf en langar mest í myndavél. Ljósm. tfk. Heiðar Páll Hilmisson hlakkar til ferm- ingardagsins. Ljósm. grþ. Guðný Sigur- rós Jóhanns- dóttir fermist í Akraneskirkju á Pálma- sunnudag, 9. apríl. Ljósm. grþ. Fermingar- veisla Jasons Jens Illugasonar verður haldin í íþróttahúsinu í Ólafsvík og er von á mörgum gestum. Ljósm. af. Margret Vil- hjálmsdóttir tekur virkan þátt í að undir- búa fyrir ferm- ingardaginn. Ljósm. af. Elías Andri Harðarson mun taka siðfestu í júní. Ljósm. hlh.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.