Skessuhorn


Skessuhorn - 15.03.2017, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 15.03.2017, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 201714 Háskóladagurinn var haldinn í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi að morgni síðasta föstu- dags. Fulltrúar allra háskóla lands- ins slógu upp kynningarbásum á sal FVA og kynntu nemendu fjöl- brautaskólans námsframboð sitt. Þar var af nógu að taka, enda má gróflega áætla að um og yfir 500 ólíkar námsleiðir séu í boði við há- skólana í landinu. Einnig var 10. bekkingum boðið að líta við og kynna sér það fjöl- breytta úrval námsleiða sem há- skólar landsins bjóða upp á. Mæt- ing á Háskóladaginn var góð og ekki annað að merkja en nem- endur væru margs vísari um starf- semi háskólanna, enda voru þeir ófeimnir við að gefa sig á tal við fulltrúa skólanna, spyrja spurninga og fræðast. Á næstu tveimur vikum verða fulltrúar háskólanna á ferð um landið og kynna námsframboð á háskólastigi og starfsemi skólanna fyrir nemendum framhaldsskóla í öllum landshlutum. kgk Fjölmennt á Háskóla- deginum í FVA Steinunn Matthíasdóttir í Búðardal sýnir glaðleg portrett af eldri borg- urum á sýningu sem opnuð verð- ur í Gerðarsafni um næstu helgi. Í kynningu segir að sýningunni sé ætlað að draga athygli að virðingu fyrir þeim sem eldri eru og lífs- gæðum þeirra, mikilvægi þess að finna gleðina sama hvernig lífið leikur okkur og vekja fólk til um- hugsunar um hvernig við getum öll átt þátt í að veita gleði. „Gleðin er allsráðandi í verkunum og skila- boð send til áhorfenda þar sem þeir eru hvattir til að finna gleðina, taka sjálfsmyndir hjá myndunum og deila með heiminum í gegnum samfélagsmiðla. Hvers vegna? Jú, galdurinn felst í því að draga enn frekar athygli að eldri borgurum með hjálp samfélagsmiðla, alveg óháð stað og stund - og eru gestir Gerðubergs hvattir til að taka þátt í þeim gjörningi.“ Gleðin sem gjöf sýnir myndir Steinunnar sem hluta af Inside Out Project. Það verkefni er gert út frá New York af franska listamanninum JR í samvinnu við Ted Prize verð- launin. Markmið verkefnisins er að vekja athygli á völdum málstað með hjálp portrett ljósmynda hvað- anæva að úr heiminum. Inside Out project Steinunnar var framkvæmt í Búðardal sumarið 2016 þar sem ri- samyndir af 64 eldri borgurum voru límdar á húsveggi við þjóðveginn. Einnig var 14 mynda úrtak sett upp við kirkjutröppur Akureyrarkirkju sem hluti af Listasumri og í nóvem- ber síðastliðnum voru myndirnar til sýnis í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri. Nú er það Menningar- húsið Gerðuberg sem tekur þátt í þessu líflega verkefni með Stein- unni og er það vel við hæfi þar sem félagsstarf aldraðra fer einnig fram í húsakynnum Gerðubergs. Steinunn er fædd á Ísafirði 1976. Hún er kennari að mennt en er sjálflærð í ljósmyndun. Hún býr ásamt eiginmanni og börnum í Búðardal þar sem hún starfar í fjöl- skyldufyrirtæki þeirra hjóna auk þess að stunda ljósmyndun og taka að sér verkefni sem fréttaritari fyrir Skessuhorn. Í heimi ljósmyndunar heillar fjölbreytileikinn Steinunni en hún hefur þó aðallega einbeitt sér að því að mynda fólk ásamt því að vinna með landslag. mm Gleðin sem gjöf nefnist sýning Steinu í Gerðarsafni „Yfir vorgrænan völl...“ er yfirskrift tónleika sem sönghópurinn Hljóm- eyki heldur í Safnaðarheimilinu Vinaminni á Akranesi mánudags- kvöldið 20. mars kl. 20.30. Á efn- isskránni er m.a. tónlist eftir Emil Thoroddsen og Hildigunni Rún- arsdóttur auk verka eftir ítalska tón- skáldið Bruno Bettinelli og Eng- lendinginn Ralph Vaughan Willi- ams. Þá verða fluttar þjóðlagaút- setningar eftir Snorra Sigfús Birg- isson og Ungverjann György Li- geti auk nýrra útsetninga á tveimur sönglögum Emils Thoroddsen eft- ir listaháskólanemana Leif Kristján Gjerde og Jóhönnu G. Sigurðar- dóttur sem verða frumfluttar á tón- leikunum. Stjórnandi Hljómeyk- is á tónleikunum er Marta Guðrún Halldórsdóttir. Miðaverð er 2500 kr. en kr. 1500 fyrir eldri borgara. Allir tónlistarnemendur fá frítt á tónleikana. -fréttatilkynning Sönghópurinn Hljómeyki á Akranesi Það var líf og fjör í Fjölbrauta- skóla Akraness á mánudaginn. Þá tók starfsfólk og nemendur á móti nemendum úr 10. bekk á Akra- nesi og í Hvalfjarðarsveit. Nem- endurnir komu saman á sal FVA þar sem flutt voru stutt ávörp. Að því loknu var gestunum skipt í litla hópa sem gengu um skólann í fylgd leiðsögumanna úr hópi nemenda FVA. Kennarar, ráðgjafar og fleiri starfsmenn voru svo hér og þar um skólann, kynntu fög sín og svör- uðu spurningum. Auk þess upplýsti stjórn nemendafélagsins gestina um félagslífið í skólanum. Heimsókn- inni lauk með því að nemendum og starfsfólki grunnskólanna var boðið í hádegisverð í mötuneyti skólans. Meðfylgjandi myndir tók starfs- fólk FVA og birtust fyrst á Facebo- ok síðu skólans. mm Kynntu skólann fyrir væntanlegum nemendum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.