Skessuhorn


Skessuhorn - 15.03.2017, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 15.03.2017, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 20172 Írskir vetrardagar eru á dagskrá á Akranesi næstu daga. Fjölbreyttir menningarviðburðir eru á dagskrá og ættu flestir að geta fundið eitt- hvað við sitt hæfi. Á morgun gengur í norðan 5 til 13 m/s með snjókomu norðan- og austanlands, hvassast verður á annesjum. Þurrt að kalla á sunn- anverðu landinu og éljagangur nyrðra um kvöldið. Frost 0 til 5 stig, en frostlaust allra syðst. Á föstudag verður minnkandi norðanátt. Svo- lítil él við norður- og austurströnd- ina, en víða léttskýjað annars staðar. Frost 0 til 10 stig, kaldast í innsveit- um fyrir norðan. Vaxandi austanátt um kvöldið og fer að snjóa sunn- anlands. Á laugardag spáir norð- austlægri eða breytilegri átt, vægu frosti og snjókomu í flestum lands- hlutum en slyddu og hita í kringum frostmark suðvestan til. Á sunnudag er útlit fyrir stífa norðanátt með snjókomu eða élj- um en þurrt verður á sunnanverðu landinu. frost um allt land. Á mánu- dag er útlit fyrir hæga norðlæga og síðar vestlæga átt með éljum um mest allt land. Kalt verður í veðri. Í síðustu viku voru lesendur vefs Skessuhorns spurðir að því hversu oft þeir týna sjónvarpsfjarstýring- unni. Flestir sögðust aldrei týna henni, eða 44% þeirra sem svöruðu. 28% svarenda sögðust týna henni sjaldan en 11% týna fjarstýring- unni oft. 6% svarenda týna fjarstýr- ingunni nokkrum sinnum í viku en 3% sögðust týna henni oft á dag. Einnig voru það 3% svarenda sem sögðust týna sjónvarpsfjarstýring- unni daglega. Einungis 2% sögðu að fjarstýringin væri týnd og önn- ur 2% svarenda sögðust ekki eiga sjónvarpsfjarstýringu. Í þessari viku er spurt: „Hver er eftirlætis samfélags- miðillinn þinn?“ Matthías Leó Sigurðsson, keiluspil- ari hjá ÍA, setti fjögur Íslandsmet í forkeppni á Íslandsmóti einstak- linga í keilu með forgjöf sem fram fór um liðna helgi. Íslandsmetin eru sett í 5. flokki sem er fyrir leikmenn 10 ára og yngri. Matthías Leó er Vestlendingur vikunnar. Spurning vikunnar Til minnis Veðurhorfur Vestlendingur vikunnar Þrír frá ÍA í U21 landsliðið AKRANES: Skagamennirnir Aron Ingi Kristinsson, Steinar Þorsteinsson og Tryggvi Hrafn Haraldsson hafa verið valdir í hóp U21 landsliðs karla í knatt- spyrnu sem heldur til Georgíu 20. mars næstkomandi. Mun liðið leika tvo æfingaleiki við heimamenn, dagana 22. og 25. mars. Að því loknu verður hald- ið til Ítalíu þar sem liðið mæt- ir Sádi-Aröbum 28. mars. „Við óskum strákunum til hamingju með tækifærið og treystum því að þeir verði sjálfum sér og fé- laginu til mikils sóma,“ segir í tilkynningu á heimasíðu knatt- spyrnufélags ÍA. -kgk Gjaldeyrishöftin afnumin LANDIÐ: Ríkisstjórnin, í sam- ráði við Seðlabanka Íslands, kynnti á sunnudag þá ákvörðun að nú verða fjármagnshöft af- numin á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði. Tók breytingin gildi í gær, þriðjudag. Slíkt var talið nauðsynlegt, ekki síst fyr- ir lífeyrissjóðina sem hafa í ljósi gríðarlegra tekna sinna, tak- markaða möguleika til fjárfest- inga hér á landi. Samhliða af- léttingu hafta er gert samkomu- lag við aflandskrónueigendur og skipuð nefnd sem fara á með endurskoðun peningastefnunn- ar. -mm Áætlun um mat á gróðurauðlindum LANDIÐ: Atvinnuvega- og ný- sköpunarráðuneytið, Bændasam- tök Íslands, Landgræðsla ríkisins og Landssamtök sauðfjárbænda, hafa gert með sér samkomulag til tíu ára um mat á gróðurauð- lindum. Markmið verkefnisins er tvíþætt. Annars vegar að skila með reglubundnum hætti heild- armati á ástandi gróður- og jarð- vegsauðlinda landsins og gera grein fyrir breytingum þar á. Hins vegar að þróa sjálfbærniv- ísa fyrir nýtingu gróður- og jarð- vegsauðlinda landsins. „Til að tryggja sjálfbæra nýtingu gróð- urauðlinda landsins er nauðsyn- legt að koma á heildstæðu ferli um vöktun gróðurs og jarðvegs á Íslandi. Áþekkt fyrirkomulag hefur verið gert við sjávarauð- lindir með góðum árangri,“ seg- ir í tilkynningu frá atvinnuvegar- áðuneytinu. -mm Ræktunarsýning 2017 VESTURLAND: Hrossarækt- arsamband Vesturlands stend- ur fyrir sýningu í reiðhöllinni Faxaborg í Borgarnesi, laugar- daginn 25. mars klukkan 20. Á sýningunni verður m.a. kynn- ing á ræktunarbúum, afkvæma- sýningar ásamt úrvali af stóð- hestum og hryssum af svæðinu. Jafnframt koma fram nokkrir þeirra stóðhesta sem Hrossa- ræktarsamband Vesturlands mun hafa til afnota næsta sum- ar. Allt áhugafólk um ræktun og hestamennsku er hvatt til að taka daginn frá. -fréttatilk. Philippe O‘Quin, sendiherra Frakk- lands á Íslandi, heimsótti Grundar- fjörð síðastliðinn mánudag. Grund- arfjörður hefur mikil tengsl við Frakkland og er Paimpol vinabær þeirra Grundfirðinga. Sendiherr- ann byrjaði á að heimsækja fisk- vinnslufyrirtækið G.Run hf. þar sem Rósa Guðmundsdóttir sýndi honum vinnsluna og fræddi hann um ferlið frá því að fiskurinn kem- ur í land og þar til hann er fluttur út. Því næst var farið út á Grund- arkamb þar sem gömlu verstöðvar Frakka voru skoðaðar og svo minn- ismerki franskra sjómanna á kamb- inum. Að endingu var svo fyrir- lestur í Sögumiðstöðinni þar sem að Björg Ágústsdóttir fjallaði um sögu franskra sjómanna við Grund- arfjörð. Sendiherrann hélt svo aft- ur í franska sendiráðið eftir góða og fræðandi heimsókn til Grundar- fjarðar. tfk Franski sendiherrann heimsótti Grundarfjörð Philippe O‘Quin hlustar af athygli á Rósu Guðmundsdóttur verkstjóra hjá G.Run hf. Hérna er hópurinn við minnismerki franskra sjómanna á Grundarkambi. Frá vinstri eru Sigurlaug R. Sævarsdóttir, Sigríður Hjálmarsdóttir, Benjamín Björns- son, Philippe O‘Quin, Eyþór Garðarsson og Þorsteinn Steinsson. Heilsuvika hefur staðið yfir í Snæ- fellsbæ frá því síðastliðinn fimmtu- dag. Fjölmargar uppákomur hafa verið í boði; allt frá bosnískri pítu- gerð, Zumba, Joga, samfloti í sund- lauginni og Fomeflex til fyrirlestra um kvíða. Um helgina var hægt að láta teyma undir sér á hestbaki í nýrri og glæsilegri reiðskemmu Hesteigendafélagsins Hrings, prófa klifurvegg hjá Björgunarsveitinni Lífsbjörgu og ýmislegt fleira. Einn- ig hafa fyrirtæki í Snæfellsbæ boð- ið upp á ýmis heilsutilboð. Mik- ið af því sem er í boði er á vegum heimafólks. Er Sigrún Ólafsdóttir, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Snæ- fellsbæjar, mjög ánægð með hvað fólk er duglegt að mæta á viðburði og er áhugasamt. Þetta er í þriðja skipti sem staðið er fyrir Heilsuviku í Snæfellsbæ og hefur hún vaxið ár frá ári og notið vinsælda hjá íbúum. þa Heilsuvika í Snæfellsbæ festir sig í sessi Sterkt gengi íslensku krónunnar og viðskiptahindranir með vöruútflutn- ing til Japans eru helstu ástæður þess að veiðar á langreyði verða ekki stund- aðar frá Hvalfirði sumarið 2017. Eng- ar veiðar voru heldur í fyrrasumar, en sumarið 2015 bárust á land 155 lang- reyðar. Allt að 150 manns höfðu þá atvinnu af veiðum og vinnslu hvalaaf- urða og er því um þungt högg að ræða fyrir atvinnulífið á svæðinu að veið- arnar leggjast enn og aftur af. Í Morg- unblaðinu í dag er haft eftir Kristjáni Loftssyni forstjóra Hvals hf. að við- skiptahindranir Japana felist í að þeir noti m.a. yfir 40 ára gamlar rannsókn- araðferðir við efnagreiningar, aðferðir sem séu hvergi notaðar annars staðar í heiminum. Þessi framkoma Japana sé í andstöðu við alþjóðasamninga og hafi kostað Hval hf. fjárhagslegt tjón og tafið afhendingu afurða. Kristján segir að frá árinu 2009 hafi Hvalur hf. flutt út ýmsar hvalaafurðir af um 680 langreyðum. Af þessum afurðum hafi verið tekin, á Íslandi og í Japan, um 20 þúsund sýni til rannsókna með til- heyrandi kostnaði og töfum. mm Hvalveiðar ekki stundaðar næsta sumar Hvalskurður í gangi í Hvalstöðinni í Hvalfirði sumarið 2014.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.