Skessuhorn - 15.03.2017, Blaðsíða 45
MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2017 45
Óska eftir í Borgarnesi
Hjón með 4 börn óska eftir
húsnæði til langtímaleigu í
Borgarnesi. Reglusöm, heiðar-
leg, snyrtileg og allur pakkinn.
Halli s: 821-5283.
Íbúð óskast til leigu í
Borgarnesi
Hjón með eitt barn óska eftir
3-4 herbergja íbúð til leigu í
Borgarnesi, helst langtíma-
leigu. Erum reglusöm og skilvís.
Svar óskast í síma 848-2318
Þórir, 849-2835 María, eða á net-
fangið majahrund@simnet.is.
Viltu losna við bjúg, sykurþörf
og léttast?
Þá er Oolong- og Pu-erh teið eitt
það albesta. Pakki með 100 te-
pokum er á 4.300. Ef keyptir eru
2 pk. er verðið 7.800. Sykurþörfin
minnkar og hverfur oftast eftir
stuttan tíma og bjúgurinn fer
mjög fljótt. Gott fyrir líkamlega
og andlega heilsu. S: 845-5715
Nína.
Tjaldvagn
Til sölu Camp let concord
tjaldvagn árg. 2005. For-
tjald tjaldast með, eldhús
með 3 hellum, yfirbreiðsla,
geymslukassi. Er í geymslu,
losnar um miðjan maí. Uppl. í
s. 866-2151.
Markaðstorg Vesturlands
LEIGUMARKAÐUR
Borgarbyggð -
miðvikudagur 15. mars
Skallagrímur - Haukar mætast í
Domino‘s deild kvenna kl. 19:15 í
íþróttahúsinu í Borgarnesi.
Borgarbyggð -
miðvikudagur 15. mars
Kvæðamannafélagið Snorri í
Reykholti. Opin æfing og fundur
kl. 20. Allir velkomnir. Kvæða-
mannafélagið Snorri í Reykholti
var stofnað í Reykholti 18. maí
2016 og heldur opna fundi og
æfingar í Bókhlöðu Snorrastofu
þriðja miðvikudag hvers vetrar-
mánaðar.
Borgarbyggð -
fimmtudagur 16. mars
Ungmennafélagið Dagrenning
kynnir Hafið, margverðlaunað
leikrit eftir Ólaf Hauk Símon-
arson. Sýnt í félagsheimilinu
Brautartungu kl. 20:30 fimmtu-
dag og föstudag. Pantanir í síma:
892-9687 / 868-7996.
Grundarfjörður -
fimmtudagur 16. mars
Aðalfundur Listvinafélags Grund-
arfjarðarkirkju verður haldinn í
Safnaðarheimili Grundarfjarðar-
kirkju kl. 20. Á dagskrá eru: 1.
Skýrsla stjórnar, 2. Ársreikningur,
3. Kosning nýrrar stjórnar, 4.
Önnur mál. Léttar veitingar í
boði og allir hvattir til að mæta.
Stjórn Listvinafélags Grundar-
fjarðarkirkju.
Borgarbyggð -
fimmtudagur 16. mars
Rauða Kross deild Borgarfjarðar
heldur aðalfund sinn í húsa-
kynnum björgunarsveitarinnar
Brákar í Brákarey kl. 20. Dagskrá
fundar er svohljóðandi: 1. Fundur
settur, 2. Kosning fundarstjóra,
3. Skýrsla stjórnar, 4. Reikningar
lagðir fram, 5.
Stjórnarkosning, 6. Önnur mál.
Allir velkomnir.
Borgarbyggð -
laugardagur 18. mars
Skallagrímur - Njarðvík mætast í
Domino‘s deild kvenna kl. 16:30 í
íþróttahúsinu í Borgarnesi.
Borgarbyggð -
sunnudagur 19. mars
Messa á þriðja sunnudegi í föstu
í Borgarneskirkju. Organisti
Steinunn Árnadóttir. Prestur Þor-
björn Hlynur Árnason.
Borgarbyggð -
sunnudagur 19. mars
Helgihald á Gilsbakka kl. 11. 3.sd.
í föstu.
Borgarbyggð -
sunnudagur 19. mars
Guðsþjónusta í Hvanneyrarkirkju
kl. 11. 3. sunnudagur í föstu.
Reykhólahreppur -
mánudagur 20. mars
Til stendur að halda námskeið
í jarðræktarforritinu jörð.is ef
næg þátttaka fæst. Námskeiðið
verður haldið í Reykhólaskóla kl.
13 - 17 (athugið að tímasetning
gæti breyst). Sendið skráningu
á netfangið bekka@simnet.
is eða hringið í Rebekku í síma
894-9123.
Stykkishólmur -
þriðjudagur 21. mars
Snæfell - Keflavík mætast í
Domino‘s deild kvenna kl. 19:15
í íþróttamiðstöðinni í Stykkis-
hólmi.
Nýfæddir Vestlendingar
TIL SÖLU
Á döfinni
26. febrúar. Drengur. Þyngd
3.306 gr. Lengd 50 sm. Foreldrar:
Sara Katrín Benediktsdóttir og
Fjalar Örn Sigurðsson, Akranesi.
Ljósmóðir: Hafdís Rúnarsdóttir.
11. mars. Drengur. Þyngd 3.180
gr. Lengd 48 sm. Foreldrar:
Gunnþórunn Valsdóttir og Gísli
Freyr Brynjarsson, Akranesi.
Ljósmóðir: Elísabet Harles.
Drengurinn hefur fengið nafnið
Brynjar Logi Gíslason.
13. mars. Drengur. Þyngd 4.484
gr. Lengd 55 sm. Foreldrar: Aníta
Rún Guðnýjardóttir og Daníel
Þór Hafsteinsson, Hafnarfirði.
Ljósmóðir: Elísabet Harles.
Pennagrein
Reiði almennings er eðlileg þar sem
gífurleg uppsöfnuð þörf er í við-
haldi vega og nýframkvæmdum og á
það sama við um hafnir landsins og
flugvelli. Álag á vegi landsins heldur
áfram að aukast með gríðarlegri auk-
inni umferð og til landsins streyma
ferðamenn sem aldrei fyrr. Áætlað
er að á þessu ári komi 2,3 milljón-
ir ferðamanna til landsins sem mun
þýða enn frekara álag á vegakerfi
landsins sem víða stenst ekki lág-
marks öryggiskröfur og uppsöfnuð
viðhaldsþörf orðin mikil. Og fólki er
sannarlega nóg boðið yfir ástandinu.
Fjárveitingar og geð-
þóttaákvarðanir
Fyrir síðustu kosningar töluðu allir
flokkar um að nú þyrfti virkilega að
spýta í lófana og setja meiri fjármuni
í fjársveltar samgöngur og innviði al-
mennt. Samgönguáætlun til fjögurra
ára var loks afgreidd eftir mikið þóf.
Þar var horfst í augu við vandann og
forgangsraðað í þágu þeirra land-
svæða þar sem þörfin var brýnust.
Að kosningum loknum afgreiddi
þingið fjárlög sem endurspegluðu
ekki samgönguáætlun en niðurstaðan
byggðist á því að ný ríkisstjórn myndi
taka upp fjárlögin og fullfjármagna
samþykkta samgönguáætlun. Það
varð nú aldeilis ekki raunin heldur
tók samgönguráðherra með ábyrgð
ríkisstjórnarinnar sér það geðþótta-
vald að gjörbreyta þeirri forgangs-
röðun sem Alþingi hafði samþykkt
með samgönguáætlun sinni sem hef-
ur að sjálfsögðu lögformlegt gildi.
Það vantar 10 milljarða til að fjár-
magna samgönguáætlun og menn
geta ekki boðið almenningi upp á
þann málflutning að engir fjármun-
ir séu til framkvæmda þegar upplögð
tækifæri til að afla nægra fjármuna til
framkvæmda blasa við.
Það þarf stefnufestu, vilja
og einurð til uppbygg-
ingar
Ferðaþjónustan, sem er orðin stærsti
atvinnuvegur þjóðarinnar, þarf að
leggja meira til sameiginglegra verk-
efna á borð við samgöngur, enda er
uppbygging á þessu sviði beinlínis í
þágu þessarar starfsgreinar. En stjórn-
völd skortir vilja og einurð til að afla
meiri tekna eins og hægt væri að gera
t.d. með komugjöldum á flugfarseðla,
álagi á veiðigjöld stórútgerðarinnar
eða með auðlegðarskatti. Markaðir
tekjustofnar til vegamála hafa ekki ver-
ið færðir upp til samtímaverðlags en
ríkið hefur þess í stað aukið hlut sinn í
hinu almenna bensíngjaldi sem renn-
ur beint í ríkissjóð og er ekki skylt að
verja til vegamála enda hefur því ver-
ið varið til ýmissa verkefna sem ekkert
hafa með samgöngumál að gera.
Rúmlega 20 milljarða vantar til að
mæta uppsafnaðri fjárfestingaþörf í
vegakerfinu. Vestfirðir finna mest fyr-
ir niðurskurðarhnífnum á Vestfjarð-
arvegi og á Dynjandisheiði er skorið
niður um 1,6 milljarð. Næstmest er
skorið niður á sunnanverðum Aust-
fjörðum, í Berufjarðarbotni og vegna
brúar yfir Hornafjarðarfljót. Fjölda
annarra framkvæmda mætti nefna
eins og Skógarstrandarveg, Vatnsnes-
veg, Strandirnar, vegi í uppsveitum
Borgarfjarðar, Kjalarnesveg, Skaga-
strandarveg og Dettifossveg. Áfram
mætti telja í langan lista því viðhald
vega hefur verið vanrækt lengi og
hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu til
samgöngumála dregst stöðugt saman;
hefur farið úr 1,5% niður í 1% sem er
sögulegt lágmark.
Sveitastjórnir og íbúar hafa mót-
mælt harðlega niðurskurði til sam-
gangna og undirskriftarsöfnun er í
gangi þar sem skorað er á ríkisstjórn
Íslands og Alþingi að standa við vega-
bætur á Vestfjarðarvegi 60 um Gufu-
dalssveit þar sem byggð á sunnanverð-
um Vestfjörðum á allt sitt undir því
að þar byggist upp heilsársvegur. Sá
dráttur sem hefur verið á samgöngu-
bótum á því svæði er ekki boðlegur.
Það þýðir ekkert að flagga því fram-
an í almenning að skoða eigi fjármögn-
un með auknum álögum á almenning
í formi vegatolla eða selja ríkiseignir
sem er einskiptisaðgerð og er eins og
að pissa í skóinn sinn.
Nú er lag, notum það
Hvenær í ósköpunum höfum við
efni á að taka til hendinni í fjársvelt-
um samgöngum ef ekki nú þegar all-
ar efnahagslegar aðstæður eru hag-
stæðar þannig að nú ætti að vera lag.
Það verður enn dýrara að takast á við
vandann ef honum er áfram ýtt á und-
an sér og varla gerist mikið ef efna-
hagsástandið versnar.
Stjórnvöld verða að taka upp fjár-
lögin og koma til móts við háværar
kröfur almennings um stóraukið fé
til vegamála og gera þarf átak í sam-
göngubótum almennt bæði til hafna-
framkvæmda og viðhalds flugvalla ef
ekki á illa að fara því við erum komin
yfir öll þolmörk og þolinmæði lands-
manna á þrotum.
Lilja Rafney Magnúsdóttir.
Höf. er alþingismaður VG í Norð-
vesturkjördæmi.
Fólki er nóg boðið!
Það logar allt í samfélaginu yfir sveltistefnu
stjórnvalda í samgöngumálum
Umræðan síðastliðnar vikur hefur
beinst að samgönguáætlun og hvern-
ig eigi að fjármagna öll þau mikil-
vægu verkefni sem þar eru. Það er
ljóst að það vantar fjármagn og það
þarf að finna það á einhvern hátt og
sýnist mér á umræðunni að vegtoll-
ar verði fyrir valinu í einhverjum til-
fellum a.m.k. Ég spyr af hverju er
ekki sett komugjald á ferðamenn sem
hingað koma? Hætta þeir allir við að
koma?
Dæmi um vegtoll og
komugjald.
Ferðamenn (4 saman í bíl) aka í
gegnum Hvalfjarðargöng í mars
2017 og greiða fyrir það 1.000 kr
.og ætla má að þau taki Hvalfjörð-
inn aðra leiðina eða fara hring-
inn í kringum landið og greiða
þar af leiðandi ekki frekari gjöld.
Niðurstaða: Spölur ehf. fær
1.000 kr. í kassann frá ferða-
mönnunum í mars 2017.
Íslendingur sem sækir nám eða
vinnu í Reykjavík fimm daga vik-
unnar kaupir fyrirfram 100 ferð-
ir á 28.300 kr. og fær ferðina á 283
kr. eða 566 kr. fram og til baka.
Niðurstaða: Spölur ehf fær
13.018 kr í kassann frá Ís-
lendingnum í mars 2017.
Komugjald 5.000 ISK pr.
ferðamann (4 saman í bíl)
Niðurstaða: Ríkissjóður fær 20.000
kr. í kassann frá ferðamönnunum í
gegnum komugjöld í mars 2017.
Mín persónu-
lega skoðun er
sú að hætta með
vegtolla og leggja
á komugjald sem yrði 5.000 kr. pr.
ferðamann sem kemur til Íslands hvort
sem það sé með flugi eða sjóleiðina.
Ýmsar útfærslur er hægt að hafa s.s.
börn greiða ekkert komugjald, komu-
gjaldið gildir í ákveðinn tíma o.s.frv.
Ef þetta gjald hefði verið sett á 2011,
á sama tíma og samgönguáætlun var
gefin út og gildir fyrir árin 2011-2022,
má gera ráð fyrir 22.682.439 ferða-
mönnum sem gerir tekjur af komu-
gjaldi rúmlega 113 milljarðar króna,
með fyrirvara þó um að einhver hluti
af þessum ferðamönnum eru börn
yngri en 18 ára og myndi þetta þá
lækka eitthvað ef börn fá afslátt af
gjaldinu.
Við getum ekki lagt þetta gjald á
afturvirkt, en gætum byrjað í dag og
þá má gera ráð fyrir að árin 2017-2022
komi u.þ.b. 16,5 milljón ferðamenn
til landsins sem skila þá tæpum 83
milljörðum í komugjöld sem mætti
nýta í uppbyggingu á ferðamanna-
stöðum og í vegaframkvæmdir.
Árið 2017 eru settir 17 milljarð-
ar í vegaframkvæmdir. Þó vantar
10 milljarða til að uppfylla samgön-
guáætlun sem samþykkt var á þingi
fyrir áramót. Það fjármagn væri hægt
að fá með komugjöldum þar sem spár
gera ráð fyrir 2,4 milljónum ferða-
manna árið 2017 sem gera 12 millj-
arða íslenskra króna í komugjöld árið
2017.
Björn Fálki
Nei vegtollar –
Já komugjöld
Pennagrein