Skessuhorn


Skessuhorn - 15.03.2017, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 15.03.2017, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2017 9 Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is VILT ÞÚ HAFA ÁHRIF Á NÝTINGU, VERNDUN OG VIÐHALD NÁTTÚRUNNAR? Kynntu þér spennandi nám í Landbúnaðarháskóla Íslands þar sem nálægðin við viðfangsefnið og kennara er í forgrunni. Lítill skóli með mikla sérstöðu! HÁSKÓLADEILD Umhvefisskipulag, Náttúru- & umhverfisfræði, Skógfræði & landgræðsla, Hestafræði og Búvísindi STARFSMENNTUNARDEILD Skrúðgarðyrkja, Skógur & náttúra, Blómaskreytingar, Garðyrkjuframleiðsla og Búfræði WWW.LBHI.IS | LANDBÚNAÐARHÁSKÓLI ÍSLANDS | HVANNEYRI, 311 BORGARNESI | 433 5000 | LBHI@LBHI.IS UMSÓKNARFRES TUR 5. JÚNÍ UM HV ER FI S- SK IP UL AG BÚ VÍ SI ND I HE ST AF RÆ ÐI FR AM HA LD SN ÁM ST AR FS - & EN DU RM EN NT UN NÁ TT ÚR U- & UM HV ER FI SF RÆ ÐI SK ÓG FR Æ ÐI & LA ND GR Æ ÐS LA UMHVERFIS- SKIPULAG NÁTTÚRU- & UMHVERFISFRÆÐI SKÓGFRÆÐI- & LANDGRÆÐSLA HESTAFRÆÐI BÚVÍSINDI GARÐYRKJA BÚFRÆÐI Aðalfundur Jaðars félag stjórnenda á Akranesi verður haldinn í kaffistofu HB Granda Bárugötu 8-10 Akranesi, mánudaginn 20. mars 2017 kl. 20:00. • Venjuleg aðalfundarstörf a. Skýrsla stjórnar. b. Reikningar félagsins. c. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga. d. Kosning stjórnarmanna og varamanna. e. Kosning skoðunarmanna reikninga. f. Ákvörðun um mánaðargjöld til félagsins. g. Tilnefning á aðal og varafulltrúa í stjórn Samband stjórnendafélaga. • Lagabreytingar • Sumarhús félagsins að Norðurási 9, Kambshólslandi Svínadal, 301 Akranes. a. Bjarni Kristófersson fer yfir störf Orlofsnefndar. b. Önnur mál varðandi sumarbústað. • Skúli Sigurðsson forseti Sambands stjórnendafélaga flytur erindi um störf STF. • Önnur mál • Kaffiveitingar -Stjórnin. Það mátti heyra smiðshögg og gröfuhljóð við Hraunfossa í Borg- arfirði þegar blaðamaður Skessu- horns var þar á ferð í síðustu viku. Eins og Skessuhorn greindi frá í upphafi ársins þá standa yfir fram- kvæmdir við nýjan veitingastað og eru þær á vegum fjölskyldufyrir- tækisins Hraunfossar-Barnafoss ehf. Það er í eigu Snorra Jóhannes- sonar og Jóhönnu Björnsdóttur á Augastöðum og Kristrúnar dótt- ur þeirra og Arnar Eyfjörð Arnar- sonar á Laxeyri. Fjölskyldan vinnur sjálf við bygginguna ásamt góðum mönnum úr nágrenninu. Ragnar Sigurðssonur smiður á Kirkjubóli, Sigurður Gunnarsson á Bjarna- stöðum og Jóhannes Kristleifsson á Sturlu-Reykjum hafa unnið við smíðarnar. Þá sér Halldór Sigurðs- son á Þorvaldsstöðum um pípu- lagnir og Rafþjónusta Þorsteins Húsafelli um rafmagnið. „Framkvæmdir hafa gengið vel fyrir sig. Húsið er nánast tilbúið og bíðum við nú eftir því að fá gólf- efnin í hendurnar og að málningin þorni í eldhúsinu,“ segir Kristrún í samtali við Skessuhorn. Hún segir að stefnt sé að ljúka framkvæmdum í apríl. „Það tekur sinn tíma að afla allra leyfa fyrir svona rekstur. Ef allt gengur að óskum þá munum við opna í byrjun maí,“ bætir hún við. Hjá Hraunfossum verður lagt upp úr sjálfsafgreiðslu og boðið upp á tilbúna rétti, bæði heita og kalda af hlaðborði, súpur og ný- bakað brauð, ásamt kaffi og kökum. Einnig verða minjagripir til sölu, þar á meðal listmunir úr smiðju Kristrúnar sjálfrar. Hún segir að stöðugur straum- ur ferðafólks hafi verið að Hraun- fossum í vetur. „Fólk kemur hingað nánast stanslaust og eiginlega alveg óháð veðri. Um leið og birtir koma rútur og bílaleigubílar. Þessi nátt- úruperla hefur mikið aðdráttarafl,“ segir hún. hlh Styttist í opnun á nýjum veitingastað við Hraunfossa Veitingahúsið nýja er hið reisulegasta og með stórum sólpalli.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.