Skessuhorn


Skessuhorn - 15.03.2017, Blaðsíða 41

Skessuhorn - 15.03.2017, Blaðsíða 41
MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2017 41 Jákvæðni, metnaður og víðsýniwww.akranes.is SK ES SU H O R N 2 01 7 Laus störf hjá Akraneskaupstað Eftirfarandi störf eru laus til umsóknar hjá Akraneskaupstað Leikskólinn Garðasel Starf leikskólakennara Sumarstörf Starf bókavarðar á Bókasafni Akraness Störf á tjaldsvæðinu í Kalmansvík Störf flokkstjóra (100% og 50% störf) við Vinnuskólann, fyrir 20 ára og eldri. Starf verkstjóra við almennt viðhald og umhirðu á opnum svæðum, fyrir 20 ára og eldri. Störf við almennt viðhald og umhirðu á opnum svæðum, fyrir 18 ára og eldri. Starf í þjónustuveri Akraneskaupstaðar Nánari upplýsingar um fyrrgreind störf er að finna á heimasíðu Akraneskaupstaðar, www.akranes.is en þar skal jafnframt sækja um störfin rafrænt á þar til gerðum eyðublöðum. Umsóknarfrestur er til og með 26. mars. Undankeppnin Skólahreysti grunn- skólanna hófst í gær. Nemendur frá ellefu skólum á Vesturlandi kepptu í fyrsta riðli keppninnar sem fram fór í TM höllinni í Garðabæ. Þar réð- ist hvaða skóli verður fulltrúi Vest- urlands í lokakeppninni sem fram fer í Laugardalshöllinni 26. apríl þar sem tólf skólar keppa til úrslita. Úrslit úr Vesturlandsriðlinum urðu þau að Grunnskóli Stykkishólms bar sigur úr býtum með 38,5 stig og er því verðugur fulltrúi Vesturlands að þessu sinni. Í öðru sæti, með ein- ungis hálfu stigi minna, var Brekku- bæjarskóli á Akranesi. Í þriðja til fjórða sæti urðu Grunnskóli Húna- þings vestra og Grunnskóli Snæ- fellsbæjar með 36 stig hvor skóli. Í sætum þar á eftir komu (í réttri röð): Heiðarskóli, Grundaskóli, Grunn- skóli Borgarfjarðar, Grunnskólinn í Borgarnesi og Auðarskóli. mm Grunnskólinn í Stykkishólmi sigraði í Skólahreysti Lið Grunnskólans í Stykkishólmi skipa: Birta Sigþórsdóttir, Heiðrún Edda Páls- dóttir, Tinna Alexandersdóttir og Ari Bergmann Ægisson sem öll koma úr 8. bekk og þau Einar Bergmann Daðason og Ayushtseren Khash-Erdene úr 10. bekk. Ljósm. Stykkishólmspósturinn. Brekkubæjarskóli á Akranesi varð í öðru sæti, einungis hálfu stigi á eftir sigurvegur- unum. Ljósm. Grundaskóli. Mikill munur er á reglum sveitarfé- laga um niðurgreiðslu vegna gæslu ungra barna hjá dagforeldrum í heimahúsum. Í nýrri könnun verð- lagseftirlits ASÍ í fimmtán stærstu sveitarfélögunum kemur fram að kostnaður foreldra er mjög mis- jafn eftir búsetu og er víða á bilinu 50.000-70.000 krónur á mánuði auk fæðiskostnaðar. Einungis fjögur af 15 stærstu sveitarfélögum lands- ins eru með reglur um hámarks- gjald fyrir þjónustu dagforeldra. Í öðrum sveitarfélögum er gjaldtaka dagforeldra með þjónustusamning við sveitarfélögin frjáls. Mjög takmarkaðar upplýsingar er hægt að nálgast af heimasíðum sveitarfélaganna varðandi heildar- kostnað fyrir gæslu hjá dagforeldr- um. Þessar upplýsingar voru ein- ungis tiltækar á heimasíðum fjög- urra af 15 stærstu sveitarfélagum landsins og var þá um gjald án fæð- is að ræða. „Það má gera ráð fyrir að þjónustusamingar sem sveitar- félögin geri séu jafn mismunandi og þau eru mörg. Það sama má segja um niðurgreiðslur sem sveit- arfélögin veita af þessari þjónustu. Borgarbyggð niðurgreiðir mest eða 65.270 kr. á mánuði en Sveitar- félagið Árborg minnst; 30.000 kr. Engar upplýsingar var að finna á heimasíðum sveitarfélaganna varð- andi kostnað foreldra vegna fæðis,“ segir í frétt ASÍ. Forgangshópar Viðbótarniðurgreiðsla er veitt til for- gangshópa hjá sveitarfélögunum, en ekki var tilgreint á Akranesi og í Reykjanesbæ hvort um viðbótar nið- urgreiðslur væri þar að ræða. Sveit- arfélagið Árborg og Borgarbyggð greiða viðbótar niðurgreiðslu til þess- ara hópa en ekki var tilgreint hvert viðmiðið væri eða hve há viðbótar- greiðslan er. Hæsta niðurgreiðsla hjá þeim sveitarfélögum sem birta upp- hæð niðurgreiðslna fyrir forgangs- hópa er 87.200 kr. í Hafnarfirði og lægst 43.440 kr. í Vestmannaeyjum. „Sveitarfélögin bera ábyrgð á að umsjón og eftirlit sé haft með starf- semi dagforeldra sem sjá um dag- gæslu barna í heimahúsum sam- kvæmt reglugerð frá félagsmálaráðu- neytinu. Reglugerðin tekur á grund- vallar umgjörð varðandi daggæslu í heimahúsum og hvernig bregð- ast skuli við ef skilyrði sem þar eru sett fram eru ekki uppfyllt. Sveitar- félögin setja sér reglur varðandi nið- urgreiðslur á gjaldi fyrir þessa þjón- ustu og gera þjónustusamninga við dagforeldra. Þessar reglur geta ver- ið mjög mismunandi eftir sveitarfé- lögum og þar af leiðandi mjög mis- jafnt hversu stóran hluta af dagvist- argjaldi foreldrar bera. Fjölskyldu- gerð og aldur barns geta haft áhrif á hversu mikil niðurgreiðslan er, en mörg sveitarfélög veita auka niður- greiðslu eftir að barn er orðið átján mánaða.“ mm Niðurgreiðsla sveitarfélaga með daggæslu er afar mismunandi Sveitarfélögin í þessari úttekt ASÍ greiða frá 30.000 kr. og upp í 65.270 krónur með hverju barni í daggæslu. Mest er greitt með barni í Borgarbyggð. Pauline McCarthy á Akranesi hef- ur hrundið af stað söfnun fyrir vin- konu sína, Anítu Gunnarsdóttur og fjölskyldu hennar. Pauline greinir frá því á söfnunarsíðunni gofundme. com að mikil veikindi hafi hrjáð fjöl- skylduna. Aníta er sex barna móðir. Tvær elstu dætur hennar eru komn- ar yfir tvítugt, eru báðar með sérþarfir og búa á Akranesi ásamt Anítu, Bene- dikt manni hennar og yngstu dætrum þeirra þremur, sem eru tíu ára gaml- ar. Þríburarnir fæddust löngu fyr- ir tímann og tvær þeirra hafa glímt við heilsufarsvandamál frá fæðingu. Sonur Anítu er námsmaður og býr í Reykjavík. Aníta greindist með góðkynja heila- æxli árið 2015. Læknar afréðu að grípa ekki til aðgerðar, þar sem æxlið væri góðkynja og nálægt mjög viðkvæm- um hreyfi- og sjónsvæðum í heil- anum. Síðar þetta sama ár uppgötv- aðist að æxlið var farið að stækka og valda skemmdum og Anítu óbærileg- um verkjum, svo slæmum að nokkr- um sinnum þurfti hún að leggjast inn á spítala til verkjameðferðar. Til stóð að senda Anítu í uppskurð, en það var talið of áhættusamt og þá var afráðið að senda hana til London í laser-að- gerð í október á síðasta ári. Aníta átti að fara aftur til London í svokallaðan jáeindaskanna, eða PET- skanna, í febrúar síðastliðnum til að kanna áhrif aðgerðarinnar, en vegna niðurskurðar í íslenska heilbrigðis- kerfinu voru ekki til peningar til að borga fyrir PET-skönnun fyrir Anítu í London. Þess í stað þarf hún að bíða fram í ágúst, eða þar til eftir að PET- skanninn sem Íslensk erfðagreining ákvað árið 2015 að gefa Landspítal- anum, hefur verið afhentur og tekinn í notkun. Þangað til veit enginn hvort laser-aðgerðin í haust hafi heppnast sem skyldi. „Verkir hennar hafa aukist síðan þá og ef laser-aðgerðin heppn- aðist ekki þá þarf hún að gangast und- ir heilaskurðaðgerð með allri þeirri áhættu sem henni fylgir. Hún hefur miklar áhyggjur af því að blindast eða lamast í aðgerðinni. Þess vegna lang- ar hana að komast með þríburana í frí í Lególand í Danmörku, drauma- áfangastað þeirra, áður en hún þarf að leggjast undir hnífinn, svo þær geti átt góðar stundir og skapað skemmtilegar minningar saman,“ skrifar Pauline á söfnunarsíðuna. „Aníta hefur átt við ýmis heilsu- farsleg vandamál að stríða í mörg ár en engu að síður hefur hún aðstoð- að og litið til með svo mörgum öðr- um,“ skrifar Pauline, en Aníta veitti til dæmis Mæðrastyrksnefnd Vesturlands forstöðu oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. „Fjölskyldan er því miður skuldsett og laun eiginmannsins og örorkulífeyrir hennar nægja aðeins fyrir helstu nauðsynjum. Þess vegna langar mig að hjálpa henni að safna því sem til þarf svo fjölskyldan kom- ist í frí,“ skrifar Pauline. Hún áætlar að safna þurfi rétt tæplega átta hundr- uð þúsund krónum svo fjölskyldan geti farið í vikufrí til Danmerkur og heimsótt draumastað þríburanna, Le- góland. Söfnunin mun standa yfir þar til í byrjun ágústmánaðar. Leggja má söfnuninni lið á síðunni gofundme. com, undir slóðinni: https://www.gof- undme.com/family-holiday-before- brain-surgery. kgk Sex barna móðir á Akranesi gæti þurft í heilaskurðaðgerð Söfnun í gangi svo fjölskyldan komist í frí fyrir aðgerðina Þríburadætur Anítu sem fæddust árið 2007.Söfnun Pauline McCarthy er fyrir Anítu Gunnarsdóttur og fjölskyldu hennar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.