Heimsmynd - 01.11.1991, Page 22
Julia Roberts,
stjarna tíunda ára-
tugarins, notar lít-
inn sem engan
andlitsfarða.
Fölt andlit Audrey Hep-
burn, fyrirmynd kvenna á
sjöunda áratugnum.
Hraustlegt útlit Farrah
Fawcett sló í gegn.
eins fljótir að taka við sér og Frakkar. Par þótti ekki hæfa
sönnum hefðardömum að nota kinnalit eins og almúginn held-
ur var ráðið að klípa létt í kinnarnar. Slíkar fegrunaraðgerðir
dugðu þó skammt auk þess sem þær voru sársaukafullar. Það
leið því ekki á löngu þar til enskar hefðarkonur voru teknar
að seilast í kinnalitadósirnar svo lítið bar á. Allar götur síðan
má segja að kinnalitur hafi þótt sjálfsagður þáttur andlitsförð-
unar. Hins vegar hafa verið skiptar skoðanir um hvað þykir
rétt og rangt varðandi magn og staðsetningu hans.
í kringum fyrri heimsstyrjöldina dró andlitsförðun helst
dám af því sem fyrir augu bar í kvikmyndahúsum. Stjörnur
þöglu myndanna máluðu augu sín dökk, húðina hvíta og settu
roða í kinnarnar sem líktist því einna helst að þær væru með
sótthita. Kvikmyndastjörnur voru þá sem nú fyrirmyndir al-
mennings og konur tóku að mála andlit sitt til samræmis við
þau lögmál sem giltu á hvíta tjaldinu. Útkoman átti lítið sem
ekkert skylt við náttúrulegt útlit heldur líktust konur helst
máluðum postulínsbrúðum. Eftir því sem nær leið miðbiki
aldarinnar tók andlitsförðunin smátt og smátt á sig eðlilegri
blæ. Enn sem fyrr púðruðu
konur andlit sitt hvítt og mál-
uðu varir og kinnar fagurrauð-
ar en mun meira hófs var gætt.
Þegar sænska leikkonan Ingrid
Bergman heillaði Hollywood
með náttúrulegu útliti urðu
straumhvörf. Konur um allan
heim vildu líkjast þessari ungu
leikkonu sem geislaði af heil-
brigði og æskublóma. Með
auknum kvenréttindum varð
andlitsfarðinn frjálslegri þótt
enn ætti ímynd hinnar vel
snyrtu hefðarkonu, með hvítt
andlit og rauðar kinnar í anda
hertogaynjunnar af Windsor,
upp á pallborðið. Hertogaynj-
an varð heimsþekkt þegar Ját-
varður konungur Bretaveldis
afsalaði sér krúnunni til að
kvænast henni. Þegar líða tók á
sjöunda áratuginn má segja að
konur hafi skipst í tvö horn.
Annars vegar þær sem notuðu
engan farða og hins vegar þær
sem þöktu andlit sitt með ljós-
um farða, plokkuðu burt
KINNALITUR I DAG
Náttúrulegt útllt er i tísku. Það er allt í lagi að nota mikinn farða svo
lengi sem enginn veit af því. Litur húðarinnar ætti að vera sem jafnast-
ur og frekar í Ijósara lagi. Kinnalitur samkvæmt þessarl uppskrift þjónar
aðeins þeim tilgangi að gefa andlitinu hlýlegri svip en ekki að forma
það. Þeir litir sem nú eru í tísku eru mildir, brúnir litir og ferskjulitir.
Enn má sjá fallega rauða liti í hillum snyrtivöruverslana en verði þeir
fyrir valinu er vissara að fara hægt í sakirnar og nota þá sparlega. Til
að bera litina á þannig að áferðin verði sem jöfnust og liturinn renni
sem best saman við farðann bendir Sif Guðmundsdóttir föröunarmeist-
ari á að gott sé að nota þykka og breiða bursta. Þá gefur góða raun að
púðra létt yfir á eftir. Kinnaliturinn hefur fenglð nýtt gildi því í dag er
hann gjarnan notaður í stað augnskugga til að gefa augunum mildan
svip. Sanseraðir kinnalitir eru efstir á bannlistanum. Áferð húðarinnar á
að vera mött þannig að glitrandi kinnalitur getur skemmt fyrir og gert
það að verkum að andlitið litur út fyrir að vera þakið svitaperium.
Grundvallaratriðið er þó ávallt að kinnaliturinn sé rétt notaður. Flestum
konum hentar best að bera hann aðeins efst á kinnbeinin, rétt við
gagnaugað. Þær sem eru með sérlega breiðan kjálka ættu að bursta létt
undir kjálkabeinið en gæta þess jafnframt að allt er best í hófi.D
augnabrúnirnar og máluðu strik í staðinn. Augun áttu að vera
dökk og fölsk augnhár seldust eins og heitar lummur.
Með heilsuræktarbylgju áttunda áratugarins tók við tími
hraustlegs útlits. Andlitsfarðinn var notaður til að undirstrika
náttúrulegt yfirbragð og gefa til kynna að í þessum líkama
byggi hraust sál. Ekkert gaf eins góðan árangur og dálítill roði
í kinnum. Margar létu ekki nægja að bursta létt yfir kinnbein-
in með rauða litnum heldur máluðu þykk rauðbrún strik undir
kinnbeinin með þar til gerðum stiftum í þeirri von og trú að
þau litu út fyrir að vera hærri fyrir vikið. Því miður kom þetta
að litlu gagni, árangurinn varð aðeins rauð strik niður eftir
vöngum líkt og hjá indjánum reiðubúnum að leggja til orr-
ustu. Hraustlegt yfirbragð leikkonunnar Farrah Fawcett féll
vel að tíðarandanum líkt og fyrirsætanna Carol Alt og Christy
Brinkley. Andlitsfarða þeirra var ætlað að draga fram og
skerpa náttúrulega fegurð þeirra en vera í aukahlutverki að
öðru leyti.
Á níunda áratugnum var andlitsfarði lítt sparaður. Varalit-
ur, augnskuggar og kinnalitir fengu að njóta sín. Rósrauðar
kinnar Nancy Reagans bar
ósjaldan fyrir augu almennings
á síðum dagblaða og á sjón-
varpsskjánum. Roðinn í kinn-
um forsetafrúarinnar fyrrver-
andi bar vott um hreysti og
þrótt hennar þótt árin væru
tekin að færast yfir. Við upphaf
tíunda áratugarins er annað
upp á teningnum. Iðulega birt-
ast myndir af Hollywood-stjöm-
um eins og þeim Juliu Roberts,
Daryl Hannah og Debra Winger
á gangi, hálf tætingslegum til
fara. Það má víst segja að mesti
glansinn sé farinn af kvikmynda-
stjömunum sem taka gallabuxur
og boli fram yfir klæðnað tísku-
húsanna og berjast fyrir friðun
náttúra og dýra í stað þess að
stunda næturklúbbana. Mikill
andlitsfarði er nánast bannorð í
þessum hópi því nú vilja allir
geta státað af náttúrulegri feg-
urð sem ekki þarf hjálpar við.
Töfraorðið er ekki þykkur farði
og rósrauðar kinnar heldur fegr-
unaraðgerðir.D
22 HEIMSMYND