Heimsmynd - 01.11.1991, Blaðsíða 26
FJÁRMÁL: ÚT ÚR SKULDAFENINU
Þegar mánaðarlaunin fara í að borga rafmagn, hita og greiðslukortareikninginn er
tœplega um annað að rceða en að taka kortið fram að nýju til að framfleyta fjölskyld-
unni nœsta mánuðinn, eða hvað ? Er leið út úr skuldafeninu ? Garðar Björgvinsson
gefur holl ráð og miðlar af eigin reynslu í glímunni við heimilisbókhaldið.
Undanfarin tvö ár hefur Garðar Björgvinsson aðstoðað fólk
í greiðsluörðugleikum. Sjálfur varð hann illa úti þegar skuldir
uxu honum og fjölskyldu hans yfir höfuð en honum tókst að
vinna sig út úr örðugleikunum og hefur nú sett á stofn fyrir-
tæki, Fjármálaþjónustuna, sem sérhæfir sig í ráðgjöf fyrir fólk
sem lent hefur í svipuðum ógöngum. „Allir þurfa að ganga í
gegnum ákveðinn þroskaferil til að læra að feta sig í frumskógi
fjármálanna. Fólk þarf að geta horfst í augu við vandann,
samið við lánardrottna og rofið þann vítahring sem það að lifa
um efni fram er.“ Ólíkt því sem margir gætu haldið bendir
Garðar á að vandinn sé ekki bundinn við tekjulága einstakl-
inga. „Það hafa komið til mín hjón sem hafa fimm til sex
hundruð þúsund krónur í mánaðarlaun en gátu ekki látið
enda ná saman og virtust ekki sjá leið út úr skuldasúpunni. A
hinn bóginn má benda á að ekki alls fyrir löngu leituðu til mín
hjón með eitt einstakt afmarkað vandamál. Bæði eru með um
sjötíu þúsund krónur á mánuði. Þau eiga tvö ung börn, nýjan
bíl, skuldlausa fjögurra herbergja íbúð og fara í Spánarferð
annað hvert ár. Fjármál þeirra eru í jafnvægi fyrir utan þetta
eina afmarkaða atriði því þau hafa lært að samræma útgjöld
og tekjur. Þessi dæmi sýna hversu mikilvægt er að fólk læri að
stjórna fjármálum sínum.“
Garðar hefur skipt þroskaferlinum niður í sjö stig. Fyrsta
stigið kallar hann ölmusustig en því lýkur þegar fólk hættir að
þiggja af öðrum, til dæmis foreldrum, og fer að afla tekna
sjálft. Þá tekur óreiðustig við. Á því stigi ákveða
flestir að ráðast í húsnæðiskaup og marka
sér lífsstíl, það er að segja ákveða hvað
þeim finnst eðlilegt að þeir leyfi sér og
taka að lifa lífinu samkvæmt því. „A
þessu stigi kann fólk ekkert annað en að
auka tekjur sínar til að mæta útgjöldum.
Staðreyndin er að við eyðum því sem við
höfum og því fer svo að flestir lenda fljót-
lega í þeim vítahring að lifa um efni fram
vegna þess að launin duga ekki til að borga
afborganir eða standa undir því sem fólki
finnst sjálfsagt að veita sér.“ Þegar fólk síðan
fer að verða hrætt, sumir þegar þeir fá fyrstu til
kynningu um vanskil, aðrir ekki fyrr en heim-
ilið er komið á þriðja og síðasta uppboð,
vill það fara að koma fjármálunum í
betra horf. Þetta kallar Garðar
skuldastig og á þessu stigi segir
hann það fólk vera sem leitar til
hanQ
hans
Mikilvægt er að hjón séu
samstiga í viðleitni sinni til að
ná tökum á vandanum. I upp-
hafi námskeiðsins er því
markvisst reynt að bæta sam-
skiptamunstur hjónanna.
„Það er oft mjög erfitt fyrir
fólk að nálgast hvort annað
þegar ræða þarf fjármál og
yfirleitt óttast það viðbrögð
hins aðilans. Ég byrja því á að
tala vítt og breitt um þessi mál og
útskýri fyrir fólki hvað það er sem við
erum að gera og að finna þurfi leið til að
ð
það geti rætt málin án þess að öðrum hvorum aðilanum finnist
að á sinn hlut sé gengið. Sú aðferð sem mér hefur fundist gef-
ast best er að biðja fólk um að skrifa hvort öðru ástarbréf þar
sem það ræðir hlutina. í bréfi ertu annars vegar að segja
hvernig þér líður en um leið ertu að leggja hlutina niður fyrir
þér. Síðan er skipst á bréfum og þau rædd í um það bil tíu
mínútur, ekki lengur, svo fólk taki ekki að horfa um of á smá-
atriðin. Þetta hefur gefið mjög góða raun því sá sem les bréf
er einhver besti hlustandi sem hægt er að hugsa sér.“
Verstu gryfjurnar eru að mati Garðars allt það sem gerir
fólki kleift að eyða um efni fram. Hann bendir þó einnig á að
allir smáu hlutirnir, sem kosta ekki nema tvö eða fjögur
hundruð krónur, geti oft leikið heimilisbókhaldið illa. Það
fyrsta sem hann ráðleggur fólki er að borga niður ávísana- og
greiðslukortareikninga þannig að það geti byrjað að standa í
skilum með afborganir og jafnvel farið að borga niður skulda-
halann. Margir mikla þetta fyrir sér en með því að áætla
ákveðna upphæð í byrjun mánaðar til að lifa af og semja um
raunhæfa leið við lánardrottna til að borga skuldir og afborg-
anir er það hægt. „Flestir sem leita til mín sjá ekki fram á að
þeir getir minnkað neitt við sig. Þegar síðan á hólminn er
komið og fólk hefur aðeins vissa upphæð til að lifa af þá verð-
ur það að láta hana nægja og einhvern veginn hefst það alltaf.
Ef hins vegar greiðslukortið liggur uppi í skáp er freistingin
mikil að grípa til þess þegar pyngjan er farin að léttast í lok
mánaðarins. Láti fólk það eftir sér er hætt við að allt kerfið
fari í handaskolum á ný.“ Markmiðið er ekki aðeins að auka
við tekjurnar heldur að ráða fram úr málum þannig að eyðsla
og útgjöld haldist í hendur. Þegar því er náð er komið á jafn-
vægi, eins og Garðar kallar fjórða þroskaskeiðið. Flestum
reynist nógu erfitt að halda í horfinu eftir að slíku jafnvægi í
heimilisbúskapnum er náð. Margir taka víxlspor öðru hverju
eins og að skella sér í sólarlandaferð án þess að eiga fyrir
henni en hafi þeir náð tökum á fjármálunum ættu þeir að geta
unnið sig út úr skuldunum á nokkrum mánuðum.
Þrjú efstu stigin nefnir Garðar áhættu, ástríðu og velmegun.
Á þeim stigum hefur fólki tekist að safna fé sem það þarf
ekki að nota til daglegrar neyslu. Flestum
reynist erfitt að leggja fyrir því auðveldara
er að eyða peningum en afla þeirra.
Grétar gefur þeim sem vilja reyna
að safna inn á bók það ráð að
borga inn á reikninginn í byij-
un mánaðar líkt og ef um
afborgun af láni væri að
ræða en hugsa ekki
sem svo að verði
eitthvað eftir í
lok mánaðarins
þá skuli það
leggjast inn á
bók. Staðreyndin
er að við eyðum því
sem við höfum til ráð-
stöfunar þannig að sjaldn-
ast verður nokkuð eftir.D
Það er ekki eingöngu lágtekjufólk sem leitar
til Garðars vegna þess að það ræður ekki við
heimilisbókhaldið.
26 HEIMSMYND