Heimsmynd - 01.11.1991, Síða 42

Heimsmynd - 01.11.1991, Síða 42
KARLMENN OG KYNÞOKKI - Hvað gerir það að verkum að sumir karlmenn geta fengið hjörtu Klúrir vœmnir klárir, eða eru þetta Hvað er Útlit, gáfur, peningar, vöðvar og völd, allt einskis virði nema annað og meira komi til. Kynþokki er nokkuð sem sumum karlmönnum er gefið en öðrum ekki. Kynþokki er eftirsóknarverð- ur og þeir eru ófáir karlmennirnir sem hafa brotið heilann um hvað geri það að verkum að konur lað- ast að ákveðnum mönnum en öðrum alls ekki. „Some guys have all the luck, some guys have all the brakes, “ syngur Rod Stewart og margir hafa tekið undir með honum. Það er alls ekki jafn auðvelt og margir vilja vera láta að útskýra hvað felst í kynþokka. Engu að síður er kynþokki áþreifanleg staðreynd og afskaplega verðmætur eiginleiki sé rétt með hann farið. Það getur verið eitthvað í augnaráðinu, röddinni, því hvernig karlmaður ber sig, stendur, situr, hvern- ig hann horfir á konu, talar og brosir til hennar. Stundum fer þetta allt saman, stundum aðeins eitt, tvennt eða þrennt, en staðreyndin er eftir sem áður sú að sumir karlmenn eru kyn- þokkafullir en aðrir ekki. Þeir sem falla í síðari hópinn virðast lítið geta gert til að breyta þeirri staðreynd á sama hátt og þeir kynþokkafullu eru og verða kynþokkafullir. Kynþokki umlykur menn líkt og ára. Athygli kvenna dregst ósjálfrátt að þeim hvar sem þeir koma, í Hagkaupum, Lands- bankanum, í fiskbúðinni og á barnum. Alls staðar taka konur eftir þeim. Þetta eru mennirnir, andlitin, sem ekki gleymast, nöfn þeirra koma ótrúlega oft upp í samræðum kvenna, hvort sem er í vinnunni eða saumaklúbbnum. Eitthvað í fari þeirra vekur áhuga og forvitni, löngun til að kynnast manninum nán- ar. Þessir menn þurfa ekki nauðsynlega að vera sykursætir, fullkomnir í vextinum eða klæddir samkvæmt nýjustu tísku, þótt það spilli vissulega ekki fyrir og sé yfirleitt mikilvægur þáttur kynþokkans. Galdurinn felst fyrst og fremst í því að kunna að gefa umhverfi sínu örlítið undir fótinn, daðra við það. Það er einhver dulúð sem býr að baki hreyfingunum og augnaráðinu sem rafmagnar andrúmsloftið og gefur til kynna að undir yfirborðinu ólgi rauðglóandi eldhaf. Konur sækjast eftir návist við þessa menn, ekki eingöngu í þeirri von að kló- festa þá líkt og svo margir telja heldur er ástæðan í raun sú að návist þeirra gefur konunni staðfestingu á eigin kynþokka, að hún sé aðlaðandi. Kynþokki byggist á samspili karls og konu. Kynþokkafullur maður gefur umhverfinu ákveðin merki um reisn, sjálfsöryggi og lífshamingju. Umhverfið, sem í þessu til- felli væri konan, sér og nemur merkin og hrífst af viðkomandi. Hann fær til baka jákvæð skilaboð aðdáunar og eftirtektar, og við það styrkist sjálfsímynd hans og sjálfstraust. Það er hárfín lína milli þess að kunna að beita kynþokka sér til framdráttar í samskiptum við hitt kynið og þess að vera beinlínis ágengur, reyna við konuna. Kynþokki er eins og hálfkveðin vísa, gefur hugmyndafluginu byr undir báða vængi án þess að afhjúpa neitt. Þeir sem kunna listina spila út þeim trompum sem þeir hafa án þess að skjóta yfir markið. Ung reykvísk kona í áhrifastöðu lét þau orð falla á dögunum að hún nýtti sér kyn- þokkann óspart þegar hún þyrfti að semja við karlmenn í við- skiptaheiminum. Arangurinn léti ekki á sér standa, viðræð- urnar yrðu persónulegri og í alla staði ánægjulegri. Að beita kynþokka er ekki það sama og að reyna við konu. Þarna fara margir karlmenn flatt. Þeir vilja ganga í augu kvenna en kunna ekki að feta réttu leiðina. Þótt ekki séu allir karlmenn fæddir með þetta sjötta skilningarvit, lærist sumum þeirra að beita því með árunum um leið og sjálfsöryggi þeirra vex. Við það virðist kynþokkinn smám saman einnig færast yfir. Sá sem einu sinni hefur náð tökum á þeirri list sem beiting kyn- þokka er tapar þeirri kunnáttu seint. Hvað sem öðru líður verður því ekki neitað að gott útlit ræður hvað mestu um hvort karlmaður telst kynþokkafullur eða ekki. Mikið hefur verið um það rætt hversu laglegt ís- lenskt kvenfólk er en oft vill gleymast að geta þess að íslenskir 42 HEIMSMYND eftir LAUFEYJU ELÍSABETU LÖVE
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.