Heimsmynd - 01.11.1991, Page 53

Heimsmynd - 01.11.1991, Page 53
KARLMENN OG KYNÞOKKI - Heiðar Jónsson snyrtir tjáir sig um íslenska karlmanninn út frá huglægu mati - og þeim upplýsingum sem hann hefur viðað að sér í starfi sínu með konum. Myndarlegir, karlmannlegir rolegir sterklegir en hvað skortir 3 Fáir hafa kynnst konum eins náið í gegnum starf sitt og Heiðar Jónsson snyrtir. I nær tuttugu ár hefur hann leiðbeint konum í tengslum við allskyns námskeið, uppfrætt þær um útlit þeirra, framkomu, fas og klæðaburð. Hann hefur brýnt fyrir þeim sjálfsöryggi, leitt þær inn á nýjar brautir sjálfstúlkunar, umgengist ráð- herrafrúr og bankameyjar, tískudömur, feg- urðardísir og konur á framabraut sem vinkon- ur - lagt þeim lífsreglurnar og ljáð þeim eyra þegar vandi steðjar að. í þessum samskiptum hefur hann öðlast innsýn í líf íslensku konunn- ar og komist að ýmsu í sambandi við viðhorf hennar til hins kynsins. Heiðar Jónsson er nú 43 ára gamall. Hann rekur eigið fyrirtæki þar sem hann ráðleggur fólki af báðum kynjum hvernig betrumbæta megi útlitið og framkomuna svo lífið verði auð- veldara og ánægjulegra. Heiðar hefur sætt for- dómum í gegnum tíðina og það er ekki fyrr en undanfarin ár að þjóðin virðist hafa tekið hann í fulla sátt, sem er ef til vill vísbending breytta siði og breytta tíma. Sem yngri maður var hann lagður í einelti sakir útlits síns þess að hann hafði áhuga á fegurð og snyrt- ingu sem þótti sérvettvangur kvenna. Hann fékk yfir sig háðsglósur um að hann væri hommi og stóð þær ætíð sér, rólega og án nokkurra yfirlýsinga. Hann og kona hans Bjarkey Magnúsdóttir eiga þrjú börn og búa í lítilli íbúð í Breiðholti. Nú um jólin er væntanleg bók frá Iðunni um líf og störf Heiðars Jónssonar og vekur hún án efa forvitni margra. Heiðar hefur margoft tjáð sig hispurslaust um íslenskar konur, útlit þeirra og klæðaburð en hér á eftir fjallar hann um íslenska karlmanninn, útlit hans, klæðaburð, framkomu og kynþokka. Heiðar byggir þessi viðhorf sín bæði á eigin hug- lægu mati og einnig á þeim upplýsingum sem hann hefur sankað að sér í samskiptum við ótal íslenskar konur en þær skipta tugum, sem hafa trúað honum fyrir sínum hjartans málum. Þá hafa stöðugt fleiri karlar bæst í hóp þeirra sem leita ráða hjá Heiðari Jónssyni og hann segir að þar séu bæði lögmenn, forstjórar, menn úr fjármála- og viðskiptalífi, þjónustustörfum auk bænda og sjó- manna. Heiðar fullyrðir að sjálfsímynd karlmanna hafi breyst mjög í kjölfar opnara samfélags. Karl- menn hiki ekkert síður við að koma fram opin- berlega sem kynverur en konur, sem löngum sættu fordómum fyrir slíkt. Algengt sé orðið að sjá hálfnakta karlmenn í tímaritaauglýsingum fyrir tísku- og snyrtivöruframleiðendur enda eru karl- menn í æ ríkara mæli að hasla sér völl í störfum tengdu útliti. HEIMSMYND 53

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.