Heimsmynd - 01.11.1991, Side 70

Heimsmynd - 01.11.1991, Side 70
þar til Egilsstaðaheimilið varð eitt af þeim fremstu á Héraði. Jörðin var líka þannig í sveit sett, eins og Jón Bergsson hafði séð fyrir, að þar voru krossgötur fyrir Héraðsbúa. Smátt og smátt urðu Egilsstaðir því mið- punktur mannlífsins eystra. Þangað komu menn til mannfunda, sem stundum stóðu allt að viku, og þar gistu menn er þeir fóru í kaupstað niður á Fjörðun- um. Mikil gestanauð varð brátt hjá þeim hjónum, en þau töldu slíkt ekki eftir sér. Allir voru velkomnir á Egilsstöðum. Þar var og póstafgreiðsla og á fyrstu ár- um 20. aldar var eins og allar samgöngur leituðu brennipunkts á Egilsstöðum. Par varð símstöð og þegar Fagradalsbraut, sem fær var hestvögnum, var lögð niður til Reyðarfjarðar og Lagarfljótsbrúin komu var séð hvert stefndi um framtíð staðarins. Árið 1903 réðst Jón Bergsson í það stórvirki að reisa sér tvflyft steinsteypuhús með kjallara undir og var það fyrsta steinsteypta húsið á Austurlandi og eitt af þeim fyrstu á landinu. Varð að flytja allt efni í það í klyfjum á hestum því að vagnfær vegur var þá ekki enn kominn um Fagradal. Petta stóra hús var í og með byggt vegna gestagangsins á Egilsstöðum. Árið 1914 var enn bætt um betur því að þá var álíka stórt viðbótarhús reist og var þá formlega sett á stofn gistihús hjá þeim hjónum. Gestanauðin var þá orðin slík að nauðsyn þótti að greina á milli búskapar og greiðasölu. Jafnframt rak Jón verslun á Egilsstöðum fyrir bændur á Héraði þó að ekki væri hún stór í sniðum. Eftir 1914 var orðið meira húsrými á Egilsstöðum en á nokkru öðru býli á landinu og heimilið annálað fyrir rausn og stórmennsku. Gestir voru leiddir inn í upphit- aðar stofur, sem þá var ekki algengt, og þar ræddu húsbóndinn og frú hans við gesti sína, glöð og hlý í viðmóti. „Mikið græðir þú á gestunum hérna,“ mælti kunningi Jóns Bergssonar eitt sinn við hann. „Já, það ætti öllum að vera auðskilið," var svarið. Sá sem spurði var stórbóndi á Héraði, ferðaðist mikið og gisti ætíð sjálfur á Egilsstöðum án þess að vera nokk- urn tíma krafinn gjalds. MAÐUR HINS NÝJA TÍMA Jón Bergsson var sannkallaður bænda- og héraðs- höfðingi. Þrátt fyrir einkaverslun sína á Egilsstöðum var hann einlægur kaupfélagsmaður og var aftur fenginn til að hlaupa í skarðið sem forstöðumaður Pöntunarfélags Fljótsdalshéraðs. Pað var 1898 til 1899. Félagið fór svo á hausinn 1910, en jafn- harðan var nýtt félag stofnað, Kaupfélag Héraðsbúa, og enn var Jón einn af forystumönnum þess. Að þessu sinni voru höf- uðstöðvar félagsins settar niður á Reyðarfirði, enda lá hann betur við verslun Héraðsbúa en Seyðisfjörður eftir að Fagra- dalsbrautin kom. Jón varð forstöðumaður kaupfélagsins allt til 1917 að Þorsteinn, sonur hans, tók við því. Á þessum tíma varð Reyðarfjörður í fyrsta sinn í sögunni verulegur verslunar- staður, en allar vörur voru þó fluttar til Egilsstaða og dreift þaðan um héraðið. Jón Bergsson var maður hins nýja tíma. Hann tók virkan þátt í öllum helstu framfaramálum á Héraði um sína daga. Hann sat í hreppsnefnd og sýslunefnd og skólanefnd Eiða- skóla. Hann beitti sér fyrir stofnun hlutafélagsins Lagarfljóts- ormsins sem keypti vélbát sem var í förum með vörur á Lag- arfljóti. Þegar bflar komu svo til sögu varð hann fyrstur manna til að leggja fé í einn slíkan til að liðka fyrir flutningum á Fagradalsbraut. Jón Bergsson bauð sig fram til þings árið 1908 en náði ekki kjöri. Menn bjuggust þó við skjótum frama hans á vettvangi landsmála, en um svipað leyti fór hann að kenna sjóndepru, aðeins fimmtugur að aldri, og leiddi það til fullkominnar blindu eftir nokkur ár. Hann lést árið 1924 og þá skrifaði Jón- as frá Hriflu minningargrein um hann. Hann sagði: „Það er gaman að koma að Egilsstöðum og sjá hvað Jón og 7. Ólöf Bjarnadóttir, móðir Margrétar, sem bjó hjá dóttur sinni á Egilsstöðum í hárri elli, er hér með dótturdóttur sinni Sigríði, sem var næst elst Egils- staðasystkinanna. 8. Hjónin Þorsteinn Jónsson kaupfélagsstjóri og Sigríður Þorvarðardóttir Kjerúlf. 9. Bræðurnir Sveinn og Þorsteinn Jónssynir á Eg- ilsstöðum á fjórða áratugnum. 10. Hermes, heimili Þorsteins og Sigríðar á Reyð- arfirði. 11. Sigríður Fanney Jónsdóttir, sem rak gistihúsið á Egilsstöðum frá 1920 til 1970. 12. Sveinn Jónsson bóndi á Egilsstöðum.

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.