Heimsmynd - 01.11.1991, Side 77
því að hann var svo fyndinn
og skrítinn.
Þegar tilkynnt var um
ráðningu Heimis var hlegið á
fréttastofu Ríkisútvarpsins,
meira var þó hlegið á frétta-
stofu Sjónvarpsins og hæst
hlógu fréttamenn Stöðvar 2 -
(og hlógu líka lengst).
Ég var staddur á skrifstofu
dagblaðs hér í borginni þegar
kallað var yfir salinn: Markús
Örn Antonsson verður næsti
borgarstjóri. . . Þá var hlegið
vel og lengi.
Sjálfstæðismenn eru að
verða brandarakarlar í
mannaráðningum. Þeir koma
alltaf með óvænt útspil, enda
formaður flokksins gefið lín-
una og hann er frægur spaug-
ari.
Myllan sem leikin var með
nýja útvarpsstjórann byrjaði
auðvitað á landsfundinum.
Þá byrjaði slagurinn.
Geir Haarde vann með
Davíð, konan hans er Inga
Jóna Þórðardóttir sem var
formaður útvarpsráðs, og
Geir Haarde tók við for-
mennsku flokksins af Ólafi
G. Einarssyni. Yfirmaður
hennar var menntamálaráð-
herrann Ólafur G. Einars-
son, stuðningsmaður Þor-
steins Pálssonar, sem sagði
að framboð Davíðs væri
tímaskekkja. Og því var
frúnni fórnað fyrir prest, sem
á vini sem sögðu honum að
sækja um embættið, það
vantaði virðulegan mann til
að vera útvarpsstjóri, eins og
þá Vilhjálm heitinn og Andr-
és Björnsson, en þeir voru
vitrir og spakir. Þannig er
hann Heimir, sögðu þeir,
getur skrifað bréf til útvarps-
réttarnefndar, íslenskrar
málnefndar og fjárveitinga-
nefndar á forn-íslensku og
ávarpað þjóðina á gamlárs-
kvöld. Heimir getur veifað
stuðlum og höfuðstöfum,
biblíuversum og vitnað í
„gömlu konuna og skáldið".
Sennilega önduðu starfs-
menn Ríkisútvarpsins léttar
og tókust í hendur, því nú
gátu þeir haldið áfram að
stjórna sjálfir, því sem þeir
vildu stjórna - eins og þeir
höfðu alltaf gert.
Sumir segja að sjálfstæðis-
mönnum hafi þótt Inga Jóna
sem formaður útvarpsráðs
breytast með tímanum í kerf-
iskellingu og möppudýr ríkis-
ins. Hún sat eins og aftur-
,JÞvífór
hún ekki
og
heimsótd
alla
útuarps-
ráðs-
menninaV‘
haldssamt íhald og passaði
það sem ríkið átti - ekkert
frjálsræðisfjölmiðlasam-
keppniskjaftæði. Þar var ekki
frjálshyggjan, eða opin sam-
keppni.
Og þar með átti hún ekki
möguleika. Varðhundurinn
dillaði ekki rófunni í rétta átt
og gelti á vitlausum stöðum.
Þá var nú presturinn betri.
Skemmtidagskrá Sjón-
varpsins hélt áfram: And-
stutt kurteisisviðtöl og yfir-
drifin tilbúin glaðværð.
Svo kom óvænt söngatriði,
afar frumlegt.
Sigfús Halldórsson tón-
skáld hallaði sér aftur á bak í
risastórum svefn-stól. Hann
var afvelta í leðurstólnum og
gat ekki hreyft sig eða litið til
hægri eða vinstri. Viðtalið
var gleðisnautt og Fúsi byrsti
sig og gaf yfirlýsingar um eig-
ið ágæti og það vottaði ekki
fyrir brosi. Honum leiddist,
eins og mér. Sigfús spilaði
síðan lag eftir sjálfan sig og
söngkona sem misst hafði 20
kíló í megrun, reyndist líka
hafa misst söngröddina.
Teið mitt var orðið kalt og
ég stóð upp úr stólnum og
hækkaði í sjónvarpinu. Ég
fór og straujaði hvíta skyrtu,
burstaði skóna mína, málaði
forstofuna, tók til í ísskápn-
um, umpottaði tvö blóm,
þvoði leikfimifötin mín,
skrifaði bréf, gerði 30 arm-
beygjur, borðaði harðfisk og
stangaði úr tönnunum - og á
meðan hlustaði ég á Sjón-
varpið í afmælisskapi og
hugsaði áfram. . .
Þrátt fyrir að ráðning
framkvæmdastjóra Sjón-
varpsins á sínum tíma hafi
verið furðuleg þá hefur Pétur
Guðfinnsson ekki keyrt sjón-
varpið upp í grýtta fjöru, en
hann hefur heldur ekki flogið
því svo hátt að það bæri við
himin. Þetta hefur yfirleitt
verið lágflug. Þó ekki alltaf.
Sjónvarpið hefur í 25 ár
oftast verið rekið í kyrrþey,
af háttvísi og prúðmennsku.
Þetta hefur þó verið stofnun
sem bylti þjóðlífinu á ýmsa
vegu, m.a. með því að eyði-
leggja allt félagslíf um tíma.
En sjónvarpið hefur átt
sínar stóru stundir - og þær
gleymdust flestar í dagskrá
afmælisdagsins.
Dagskráin einkenndist af
þægilegum strokum um vanga
og enni - notalegu rabbi í
óþægilegum leðursófum.
Hvar var til dæmis myndin
Fiskur undir steini sem
hrærði upp í þjóðlífinu og
kveikti nýjar umræður um
menningu og útkjálka-
mennsku. Af hverju var ekk-
ert minnst á Blóðrautt sólar-
lag sem var tilefni blaðaskrifa
og æsings? Ekki sá ég minnst
á eitt stærsta verkefni Ríkis-
sjónvarpsins í norrænni sam-
vinnu: Brekkukotsannál, eða
fyrstu litkvikmyndina um
Lénharð fógeta, eða stór-
verkefnið Silfurtunglið . . .
og listinn er langur.
Ég var viss um að ég fengi
að sjá sýnishorn úr mörgum
áramótaskaupum, eða úr
Maður er nefndur eða þátt-
unum hans Jónasar R. - eða
úr Kvöldstund í sjónvarpssal.
En það kom ekki, sennilega
of fyndið fyrir afmælisdag-
skrá.
Höfundar þessarar dag-
skrár voru líka seinir af stað.
Andrés Indriðason sagði í
viðtali að hann hefði verið í
mánuð að undirbúa þessa
löngu dagskrá!
Þá brostu nú margir. - Þar
sannaðist það sem gamall
starfsmaður Sjónvarpsins
sagði: Jólin koma ráðamönn-
um Sjónvarpsins alltaf á
óvart. - Og það gerði afmæl-
ið líka. Það bara kom upp á
dagatalinu og enginn hafði
munað eftir því.
Andrés Indriðason og
Bjarni Vestmann unnu að
þessari dagskrá svo úr varð
lapþunn svæfandi löng
kvöldstund. Tekin var sú
stefna að leiða þetta áfram
með viðtölum. Það er svo gott
að teygja tímann með því að
spyrja og láta einhvern svara.
(Góð spurning: Svona að
lokum. Er eitthvað sem þér
er sérstaklega minnisstætt frá
þessum árum?)
Afmælisdagskrá Sjónvarps-
ins átti að segja frá þeim
áhrifum sem Sjónvarpið
hafði á íslenska leikritun og
minnast til dæmis á Jón Þór-
arinsson tónskáld, sem lét
mynda fjöldann allan af
merkilegum verkum, sýndi af
sér þor og kjark. Sýna átti
brot úr sem flestum verkum,
gefa svipmynd af látnum
leikurum og þróun upptöku-
tækninnar. Jón Þórarinsson
framhald á bls.97
HEIMSMYND 77
HEIMSM918-34