Heimsmynd - 01.11.1991, Page 89

Heimsmynd - 01.11.1991, Page 89
flestir forvera hans. Hann hefur hvað eftir annað ráðið fólk til starfa í ráðu- neytinu án þess að auglýsa stöðurnar. Bæði á nótum fjölskyldutengsla og vegna pólitískra tengsla. Finnbogi Rútur Arn- arsson er náfrændi Jóns og starfar í utan- ríkisráðuneytinu. Hann státaði sig af því í Morgunblaðinu á dögunum að hafa borgað skólagjöld sín í diplómataskóla er nefnist Europian College. Gunnar Gunnarsson stjórnmálafræðingur og fyrrum starfsmaður öryggismálanefndar er einn af gæðingum utanríkisráðherra sem nú starfar í þjónustunni. Þrátt fyrir faglegan bakgrunn Gunnars er hann eins og svo margir með ættartengsl við rétta menn því bróðir hans er Styrmir Gunn- arsson ritstjóri Morgunblaðsins sem kvæntur er dóttur Finnboga Rúts föður- bróður Jóns Baldvins. Jón réð einnig til sín Stefán Friðfinnsson sem aðstoðar- mann sinn og nú forstjóra Islenskra að- alverktaka en Stefán og Jón eru syst- kinabörn. Og áfram mætti lengi telja. Bjarni Guðnason prófessor skrifaði um þetta athyglisverða grein í Morgun- blaðið á dögunum er hann nefndi Illgresi í utanríkisráðuneytinu. Hann komst svo að orði um ráðningarregluna í utanríkis- þjónustunni: „Maður tók í mann sem tók í svein.“ Samkvæmt ofangreindu hefur hann hitt naglann á höfuðið. Þær ráðningar sem almenningi eru kunnastar í utanríkisráðuneytinu eru lík- legast þær sem notaðar eru til að leysa innri flokkspólitísk vandamál. Þekktustu dæmin í seinni tíma eru þegar Albert Guðmundsson var gerður að sendiherra í Frakklandi og þegar Kjartan Jóhanns- son fór til starfa í Genf. En honum bauðst sú staða eftir að Jón Baldvin velti honum úr sessi í slagnum um formanns- sætið í Alþýðuflokknum. Ennfremur eru mýmörg dæmi þess að utanríkisþjónust- an hafi beinlínis verið notuð sem elli- heimili fyrir uppgjafa stjórnmálamenn. Nú kunna menn að spyrja, er ekkert í lögum landsmanna sem hamlar utanrík- isráðherra í því að ráða til sín einkaþjóna með þessum hætti? Nei, svo er ekki. Lögin frá 1954 um réttindi og skyldur op- inberra starfsmanna segja að öll störf hjá hinu opinbera skuli auglýst nema hjá ut- anríkisþjónustunni. Þær hafa þó verið auglýstar endrum og sinnum. Það hefur hins vegar verið algert einkamál utanrrk- isráðherra hvernig hann færir menn frá einni stöðu til annarrar. Venjan er sú að diplómatískir fulltrúar og ritarar fari ut- an eftir 3ja til 4ra ára starf á íslandi og séu 3 til 4 ár á hverjum stað sem kallar oft á mikla hreyfingu innan þjónustunn- ar. Þegar einn er fluttur þarf annan í hans stað og svo koll af kolli: „Það er einmitt þessi hreyfanleiki sem gerir utanríkisþjónustuna svona eftir- sóknarverða. Á Islandi er ekki mikið um slík störf. Launin erlendis eru nokkuð góð en kvöðin er að starfsmenn utanrík- isþjónustunnar vinni jöfnun höndum hér heima á launum sem bundin eru í hér- lenda kjarasamninga - BHM og BSRB. Þeir sem búa erlendis fá greiddar staðar- uppbætur, fólki er séð fyrir húsnæði og svo framvegis,“ sagði háttsettur starfs- maður utanríkisþjónustunnar. Víða í hinum siðmenntuðu löndum Vestur-Evrópu er inntaka í utanríkis- þjónustuna miklu strangari. Þar eru bæði námskeið og inntökupróf og því er sam- keppnin mun meiri. Pólitískar ráðningar Amerísku „Sealy" rúroin eru alveg ómótstæðileg. Þau eru hönnuð í samróði við færustu beinasérfræðinga Bandaríkjanna. Tvær þykkar dýnur, undir- og yfirdýna, sem fjaðra saman og nó þannig að gefa þér góðan nætursvefn ón bakverkja að morgni. 5—15 óra óbyrgð. Höfum einnig rúmgafla, nóttborð og rúmföt í miklu úrvali. Marco, Langholtsvegi 111, sími 680690. Opið alla virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 11-14 HEIMSMYND 89

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.