Heimsmynd - 01.11.1991, Qupperneq 89

Heimsmynd - 01.11.1991, Qupperneq 89
flestir forvera hans. Hann hefur hvað eftir annað ráðið fólk til starfa í ráðu- neytinu án þess að auglýsa stöðurnar. Bæði á nótum fjölskyldutengsla og vegna pólitískra tengsla. Finnbogi Rútur Arn- arsson er náfrændi Jóns og starfar í utan- ríkisráðuneytinu. Hann státaði sig af því í Morgunblaðinu á dögunum að hafa borgað skólagjöld sín í diplómataskóla er nefnist Europian College. Gunnar Gunnarsson stjórnmálafræðingur og fyrrum starfsmaður öryggismálanefndar er einn af gæðingum utanríkisráðherra sem nú starfar í þjónustunni. Þrátt fyrir faglegan bakgrunn Gunnars er hann eins og svo margir með ættartengsl við rétta menn því bróðir hans er Styrmir Gunn- arsson ritstjóri Morgunblaðsins sem kvæntur er dóttur Finnboga Rúts föður- bróður Jóns Baldvins. Jón réð einnig til sín Stefán Friðfinnsson sem aðstoðar- mann sinn og nú forstjóra Islenskra að- alverktaka en Stefán og Jón eru syst- kinabörn. Og áfram mætti lengi telja. Bjarni Guðnason prófessor skrifaði um þetta athyglisverða grein í Morgun- blaðið á dögunum er hann nefndi Illgresi í utanríkisráðuneytinu. Hann komst svo að orði um ráðningarregluna í utanríkis- þjónustunni: „Maður tók í mann sem tók í svein.“ Samkvæmt ofangreindu hefur hann hitt naglann á höfuðið. Þær ráðningar sem almenningi eru kunnastar í utanríkisráðuneytinu eru lík- legast þær sem notaðar eru til að leysa innri flokkspólitísk vandamál. Þekktustu dæmin í seinni tíma eru þegar Albert Guðmundsson var gerður að sendiherra í Frakklandi og þegar Kjartan Jóhanns- son fór til starfa í Genf. En honum bauðst sú staða eftir að Jón Baldvin velti honum úr sessi í slagnum um formanns- sætið í Alþýðuflokknum. Ennfremur eru mýmörg dæmi þess að utanríkisþjónust- an hafi beinlínis verið notuð sem elli- heimili fyrir uppgjafa stjórnmálamenn. Nú kunna menn að spyrja, er ekkert í lögum landsmanna sem hamlar utanrík- isráðherra í því að ráða til sín einkaþjóna með þessum hætti? Nei, svo er ekki. Lögin frá 1954 um réttindi og skyldur op- inberra starfsmanna segja að öll störf hjá hinu opinbera skuli auglýst nema hjá ut- anríkisþjónustunni. Þær hafa þó verið auglýstar endrum og sinnum. Það hefur hins vegar verið algert einkamál utanrrk- isráðherra hvernig hann færir menn frá einni stöðu til annarrar. Venjan er sú að diplómatískir fulltrúar og ritarar fari ut- an eftir 3ja til 4ra ára starf á íslandi og séu 3 til 4 ár á hverjum stað sem kallar oft á mikla hreyfingu innan þjónustunn- ar. Þegar einn er fluttur þarf annan í hans stað og svo koll af kolli: „Það er einmitt þessi hreyfanleiki sem gerir utanríkisþjónustuna svona eftir- sóknarverða. Á Islandi er ekki mikið um slík störf. Launin erlendis eru nokkuð góð en kvöðin er að starfsmenn utanrík- isþjónustunnar vinni jöfnun höndum hér heima á launum sem bundin eru í hér- lenda kjarasamninga - BHM og BSRB. Þeir sem búa erlendis fá greiddar staðar- uppbætur, fólki er séð fyrir húsnæði og svo framvegis,“ sagði háttsettur starfs- maður utanríkisþjónustunnar. Víða í hinum siðmenntuðu löndum Vestur-Evrópu er inntaka í utanríkis- þjónustuna miklu strangari. Þar eru bæði námskeið og inntökupróf og því er sam- keppnin mun meiri. Pólitískar ráðningar Amerísku „Sealy" rúroin eru alveg ómótstæðileg. Þau eru hönnuð í samróði við færustu beinasérfræðinga Bandaríkjanna. Tvær þykkar dýnur, undir- og yfirdýna, sem fjaðra saman og nó þannig að gefa þér góðan nætursvefn ón bakverkja að morgni. 5—15 óra óbyrgð. Höfum einnig rúmgafla, nóttborð og rúmföt í miklu úrvali. Marco, Langholtsvegi 111, sími 680690. Opið alla virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 11-14 HEIMSMYND 89
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.