Heimsmynd - 01.11.1991, Síða 91

Heimsmynd - 01.11.1991, Síða 91
framvegis. Hann var Framsóknarmaður framan af og mikill fylgismaður Tryggva Þórhallssonar. Þegar Sveinn Olafsson í Firði hætti þingmennsku 1933 mun Sveinn hafa talið það líklegt að hann yrði valinn sem eftirmaður hans. En annað kom í ljós. Ungur skattstjóri í Reykjavík varð fyrir valinu. Hann hét Eysteinn Jónsson. Mun Sveini hafa sárn- að þetta mjög og það var meðal annars af þeim orsökum sjálfgefið fyrir hann að fylgja Tryggva Þórhallssyni í Bænda- flokkinn þegar hann var stofnaður. Var hann í framboði fyrir Bændaflokkinn 1934 og 1937, en náði ekki kjöri enda við ramman reip að draga þar sem Fram- sóknarmenn voru annars vegar. Sveinn var álitinn hættulegur maður og Jónas frá Hriflu, formaður Framsóknarflokks- ins, réðst á hann hvað eftir annað í Tím- anum eins og honum var einum lagið. Voru það mjög persónulegar árásir sem Fanney, kona Sveins, fór jafnvel ekki varhluta af. Þegar Bændaflokkurinn lagði upp laupana hafði Sveinn því ekki skap í sér til að ganga aftur til liðs við Framsóknarflokkinn - og Jónas frá Hriflu - og gekk í Sjálfstæðisflokkinn. Hann var síðan frambjóðandi hans í kjördæminu, en átti enga möguleika að ná kjöri vegna þess hve Framsóknar- mennirnir voru sterkir. Við kjördæma- breytinguna 1959 áttu Sjálfstæðismenn loks möguleika á einum þingmanni í sameinuðu Austurlandskjördæmi og hugði Sveinn á efsta sætið. Urðu miklar deilur því að Einar ríki Sigurðsson í Vestmannaeyjum, sem hafði verið í framboði í Norðursýslunni, vildi líka efsta sætið. Að lokum greip flokksforyst- an í Reykjavík inn í þessar deilur og þriðji maður var valinn. Þetta gat Sveinn ekki sætt sig við. Hann var of stórlátur. Hann lagði af öll opinber afskipti af stjórnmálum og var dálítið kalinn á hjarta eftir. STÓRBÚIÐ OG HÓTELIÐ Árið 1955 stofnaði Sveinn félagsbú með tveimur sonum sínum, Jóni Agli og Ingimar, og hófu þeir þá meðal annars akuryrkju og síðar svínarækt. Akuryrkj- an hófst 1956 og var það brautryðjenda- verk á Héraði. Sveinn og synir hans komu sér meðal annars upp kornbindi- vél og afkastamikilli sláttuþreskivél sem skilaði korninu sekkjuðu um leið og sleg- ið var. Mest uppskera var 1961 eða 700 tunnur af byggi. Síðan lagðist þessi korn- yrkja niður vegna kólnandi veðráttu. Eg- ilsstaðabúið var ávallt í fremstu röð og teknar þar upp ýmsar nýjungar í búskap sem hvergi höfðu tíðkast áður hér á landi. Má þar nefna fyrsta saxblásarann á landinu 1953 og fyrsta rörmjaltakerfið 1962. Þá er búið annálað fyrir snyrti- mennsku svo að unun er að koma þang- að í heimsókn. Þar voru árið 1981 56 mjólkandi kýr, um 200 holdanaut, 35 kálfar, um 225 fjár og 7 gyltur. Árlega var þá slátrað um 100 grísum. Sveinn var kvæntur Sigríði Fanneyju Jónsdóttur og mæddi gistihúsreksturinn á henni á árunum 1920 til 1970. Hótelið er í gömlum sveitastíl. Gestirnir sátu til borðs í stofum heimilisins og nutu menn- ingarlegra samræðna við húsráðendur. Fanney tók einnig mjög þátt í félags- málastörfum í héraðinu, var meðal ann- ars formaður Sambands austfirskra kvenna í mörg ár. Þú heldur það hátíðlegt á Hótel Loftíeiðum Brúðkaup, brúðkaupsnótt, stórafmceli, brúðkaups- afmœli, merkisdagar innan fjölskyldunnar. Pað er sama hvert tilefnið er. Á Hótel Loftleiðum leggjum við okkur öll fram til þess að gera stóru stundimar í lífi þínu ógleymanlegar. Aðstaða til hvers konar veislu- halda, fyrsta flokks veitingar og góð þjónusta. Pegar stendur eitthvað til hjá þér skaltu hafa samband strax við okkur hjá Hótel Loftleiðum. FLUGLEIÐIR rV11 fi' [ n ri' m 1 ri' [ n ilfilj l J i' I _j_li _ 11 _ 11 Reykjavíkurflugvelli, sími 91-22322 HEIMSMYND 91
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.