SSFblaðið - des. 2015, Blaðsíða 21

SSFblaðið - des. 2015, Blaðsíða 21
21 Sauðárkróki. „Starfsumhverfið var skemmtilegt og krefjandi. Þetta var tiltölulega nýtt fyrir mér, þarna ríkti mikil óvissa í rauninni og rennt mjög blint í sjóinn, þar sem takmörkuð þekking flutti með stofnuninni. Hver dagur var ævintýri út af fyrir sig. Við byrjuðum á því að taka upp úr kössum sem aðrir höfði pakkað ofan í og reyndum að koma skipulagi á hlutina. Við fengum sem betur fer smá aðstoð í upphafi frá fráfarandi starfsfólki sem kom norður og leiðbeindi okkur, það var auðvitað nauðsynlegt. Þetta var mjög erfiður tími fyrst um sinn, við unnum frá morgni til kvölds við að standsetja og hvert skref var mikilvægt. Þegar ég lít til baka þá tókst okkur ótrúlega vel að byggja upp stofnunina á nýjum stað með nýju fólki. Það tók um tvö ár að koma þessu í rétt horf, læra og tileinka sér ný vinnubrögð og koma öllu skipulagi og öllum verkferlum á réttan stað. byggðasToFnun Lovísa starfaði hjá Byggðastofnun frá árinu 2001 og fram til síðustu áramóta, 2014/2015. Á þeim tímapunkti var hún eini starfsmaðurinn sem hafði unnið hjá Byggðastofnun fyrir sameiningu stofnunarinnar. „Byggðastofnun hefur breyst gríðarlega á þessum tíma“ segir Lovísa. „Ekki síst á undanförnum árum, eftir að stofnunin varð sjálfstæðari. Ég hafði um tíma á tilfinningunni að stofnunin væri háð, að vissu leyti, pólitískum gæluverkefnum. En í dag er það mitt mat að hún er orðin sjálfstæðari, gagnsæ og mjög fagleg í vinnubrögðum, verkefnum og ákvarðanatökum. Auðvitað breyttist stofnunin alltaf að eitthverju leyti með nýjum stjórnarformönnum.“ Hún segir að tímabilið hjá Byggðastofnun hafi verið frábær tími. „Þetta er mjög góður vinnustaður og ég er gríðarlega stolt af stofnuninni og þeim breytingum sem hún hefur tekið. Þetta er gríðarlega þéttur hópur starfsfólks og hópurinn hefur haldist mjög vel, nánast engin starfsmannavelta sem auðveldar alla teymisvinnu sem er þónokkur. Þetta eru svo fjölbreytt verkefni sem stofnunin vinnur að og allt mjög spennandi verkefni. Það gerir vinnustaðinn svo heillandi.“ ákveðin í að hæTTa „Ég hef alltaf verið ákveðin í að hætta 67 ára“ segir Lovísa. „Ég sé ekki eftir því að hafa hætt á þessum aldri, ég hef nóg fyrir stafni og ég kveið aldrei því að hætta að vinna. Maður á ekki að vera að hanga á eitthverjum vinnustað þangað til maður verður fyrir. Það er ekki mjög spennandi þegar fólk fer að hugsa, ætlar kerlingin ekkert að fara að koma sér héðan út“ segir Lovísa hlæjandi og bætir því við að hún voni að það hafi ekki verið tilfellið hjá sér, „ég varð allavega ekki vör við það, nema þá að allir hafi verið svona hógværir“. „Svo eru allir að spyrja, og hvað ertu svo að gera, hvað gerir þú á daginn og þar fram eftir götunum. Nú, ég segi auðvitað, að ég sé að hvíla mig, loksins, eftir ævistarfið, njóta lífsins og nú geri ég það sem mig langar til að gera þegar mig langar til að gera það. Ég er ekkert að eltast við nein áhugamál, ég sækist sko ekkert í hluti þar sem ég þarf að vera eitthversstaðar á ákveðnum tímapunkti. Ég er frjáls og geri það sem ég vil þegar ég vil“. Lovísa segist þó vera orðin föst á Króknum þrátt fyrir að vera aðflutt og sér fyrir sér að vera þar áfram, þrátt fyrir að synir hennar, sem eru orðnir fullorðnir, séu fyrir sunnan. Hún segir að fólk á sínum aldri sé óþarflega kvíðið því að hætta að vinna. „Það eru alltaf einhverjir sem eru kvíðnir fyrir öllum breytingum en lífið er kaflaskipt og það er ekki til neins að vera kvíðinn breytingum í lífinu. Það á ekki að vera að mikla fyrir sér breytingar eins og mér finnst fólk almennt gera of mikið. Þetta er ekkert til þess að kvíða fyrir, það er svo margt sem lífið hefur upp á að bjóða fyrir fólk á öllum aldri.“ ssF Aðspurð um stéttarfélagið sitt segist hún ánægð með alla þá þjónustu sem hún hefur fengið í gegnum tíðina hjá SSF. Að hennar mati hefur á undanförnum árum „verið erfitt að vera fjármálastarfsmaður, einkum eftir fjármálakreppuna, erfiðara, eflaust, fyrir starfsfólk bankanna og erfiðara en fólk gerir sér almennt grein fyrir. Ég þekki margt fólk sem hefur hætt á undanförnum árum og það hefur talað um það að það gerði sér ekki almennilega grein fyrir því hversu erfitt þetta var fyrr en það var komið annað, vegna áreitisins, innan og utan vinnu og ég óttast að það sé ekki búið ennþá“ segir Lovísa. Hún telur að stytting vinnuvikunnar og aukin vetrarfrí ættu að vera helstu baráttumál SSF á næstu árum. Hún segir að innan fjármálageirans sé mikið af ungu fjölskyldufólki sem þarf á vetrarfríum að halda vegna uppeldisins og aukinnar áherslu á samverustundir fjölskyldunnar. Starfsdagar grunn- og leikskóla leggja einnig aukinn þunga á þetta baráttumál að mínu mati. Hún telur að SSF ætti að vera leiðandi í umræðum um vinnumarkaðinn, styttingu vinnuvikunnar, starfsumhverfi, fjölskylduvænni vinnustaði o.s.frv. „Með því er ég ekki að gagnrýna SSF í dag, að mörgu leyti hefur SSF verið leiðandi í gegnum tíðina en við gætum verið sýnilegri“ segir Lovísa.

x

SSFblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.