SSFblaðið - des. 2015, Blaðsíða 9
9
árið 1955 var TímamóTaár í íslenskri bankasögu því þá varð
bankablaðið og síb 20 ára, landsbanki íslands 70 ára,
ÚTvegsbanki íslands 25 ára og bÚnaðarbanki íslands 25 ára.
Útgáfa Bankablaðsins þessi tuttugu fyrstu ár þess reyndist brösótt
á köflum en það kom þó að jafnaði út tvisvar til fjórum sinnum á
ári. Ritnefnd stýrði blaðinu framan af en að því kom að Þorsteinn
Jónsson úr Landsbankanum var ráðinn fyrsti ritstjóri Bankablaðsins.
Bjarni G. Magnússon, sem var ritstjóri blaðsins í 28 ár, segir í grein
í afmælisblaðinu 1955:
„Bankablaðið er og verður sá vettvangur, sem líklegastur er að
verði okkur drýgstur í baráttunni. Í gegnum það eigum við að
kynna sjónarmið okkar, gera grein fyrir málefnum hverju sinni. Með
hógværð og rökvísi. Samfara ákveðnum og réttmætum kröfum til
betra og lífvænlegra lífs – betri starfsskilyrða – og aukinnar menntunar
bankamanna – mun blaðið í framtíðinni sem hingað til verða bestur
málsvari íslenskra bankamanna.“
Meiri ítök við samningsgerð
Þegar Samband íslenskra bankamanna
hélt upp á 20 ára afmælið árið 1955
voru félagar þess 300 talsins en höfðu
verið 128 árið 1935.
Einvarður Hallvarðsson ræddi m.a.
launamál í afmælishófinu og taldi
eðlilegt að SÍB færi ekki með þann
þátt heldur einstök starfsmannafélög
bankanna, „enda virðist það eðlilegt, þegar þess er gætt, að hver
banki hefur sínar sérreglur um þessi mál, sem framkvæmdar eru af
stjórn hvers banka fyrir sig.“
Þetta viðhorf átti þó eftir að breytast innan SÍB því nú fóru í hönd
tímar þar sem sambandið þróaðist hraðfluga í átt til þess að verða
raunverulegt stéttarfélag bankamanna í landinu. Síðla árs 1956 settu
bankarnir sameiginlega reglugerð um störf og launakjör bankamanna
í kjölfar nýrra laga um laun starfsmanna ríkisins. Og þótt ekki sé
tekið fram í reglugerðinni að hún sé afrakstur viðræðna við samtök
bankamanna, litu þau svo á að SÍB hafi í raun verið viðurkennt sem
samningsaðili að nokkru leyti.
„Elektronic“ kemur til sögu
Í Bankablaðinu árið 1957 er viðtal við Ottó A. Michelsen og skýrir
hann lesendum þar frá helstu nýjungum sem þá eru að ryðja sér
til rúms í skrifstofutækni.
Honum farast svo orð:
„Ég get ekki skilið svo við
þetta, að ég minnist ekki á
þá gleðilegu frétt, að nú er
farið að nota „Electronic“
í rafritvélar. Er það IBM
sem ríður á vaðið og hefur
sjálflesandi auga í sambandi
við dálkafærslur. Þetta er að vísu nýlega komið á markaðinn en
einmitt „Electronic“ á eftir að minnka vélarnar, gera þær hljóðari,
fljótari og öruggari, en það er næsti áfanginn í skrifstofuvélatækninni.“
Óhætt er að segja að Ottó hafi þarna reynst sannspár þótt nokkur
ár hafi átt eftir að líða uns tölvur urðu ómissandi í bönkum.
Að bisa við bankastörfin
Sverrir Thoroddsen, sem lengi starfaði í Útvegsbankanum, orti
ljóðabálk um stúlkurnar í bankanum árið 1939 en birti í 25 ára
afmælisriti ÚÍ árið 1958. Þar segir í fyrsta erindi:
„Í bankanum okkar búa sprund,
sem bisa við að reikna út pund;
þola hungur, þreyta sund,
þenja sig á alla lund:
aðrir sofa í morgunmund,
matast á við smalahund;
og allt er þetta af einni grund:
Ekki eru pundin sterling.
Þau eru frekar þeirra und.
Þið getið spurt hann Erling!“
Skóli bankanna settur á laggirnar
Eins og áður hefur komið fram höfðu forystumenn SÍB lengi haft
áhuga á að koma á fót skóla fyrir íslenska bankamenn. Málinu var
hreyft margsinnis en verulegur skriður komst ekki á málið fyrr en
eftir að Jóhannesi Nordal, þá starfsmanni Landsbankans, var falið
á félagsfundi í SÍB í september 1958, að semja álitsgerð og tillögur
DRAUMARNIR RÆTAST
– 1955-1965 –