SSFblaðið - des. 2015, Blaðsíða 38

SSFblaðið - des. 2015, Blaðsíða 38
38 kapphlaupið um að hanna snjöllusTu og noTendavænusTu snjallsímagreiðslulausnina er í Fullu gangi. Það hefur einkennt þróunina hingað til að erfitt er að öðlast yfirsýn yfir markaðinn. Mörg ólík fyrirtæki vinna að þróun ólíkra lausna sem byggja á ólíkri tækni. Virðiskeðjan er flókin og langt frá því að vera fullþróuð. Scharning fylgist náið með þróuninni, ásamt samstarfsfólki sínu hjá Nets. Það er ómögulegt að spá fyrir um hverjir muni standa eftir og hverjir hverfa á braut. Lykillinn að velgengni er að þróa afburða notendavænar lausnir sem eru jafnframt stöðugar og öruggar í rekstri. líTill greiðsluvilji „Nets hefur í gegnum tíðina þróað vönduð greiðslumiðlunarkerfi í nánu samstarfi við banka á Norðurlöndunum. Aðal verkefni okkar hefur verið að tryggja stöðugan og öruggan rekstur þessara kerfa. Nú höfum við þróað kerfi fyrir snjallsímagreiðslur sem allir bankar geta tekið í notkun og mun verða mikilvægur grunnur fyrir frekari þróun snjallsímagreiðslna hér í landi“, segir Scharning. En þrátt fyrir að viðskiptavinirnir geti glaðst yfir sífellt fleiri nýjum snjallsímagreiðslulausnum eru fáir tilbúnir að greiða fyrir að standa straum af kostnaði við þessar nýjungar. Á byrjunarreit: Snjallsímagreiðslur munu tröllríða öllu en ekki fyrr en allir geta nýtt sér tæknina, segir Tom Scharning í Nets. kaPPHlauP um snjallsímaGrEiÐslur „aðEinS Eitt af 1000 fyrirtækjum SEm bjóða uPP á grEiðSlulauSnir fyrir Snjalltæki mun ná árangri. SnjallSímagrEiðSlur vErða Ekki vErulEgur Hluti grEiðSlna fyrr En komið vErður á SamEiginlEgu kErfi fyrir SnjallgrEiðSlur óHáð Því Hvaða banki á í Hlut, Hvaða Snjalltæki Er notaSt við og á Hvaða tæknilEgu lauSn Er byggt“, SEgir tom ScHarning, framkvæmdaStjóri uPPlýSingatækniÞjónuStudEildar Hjá grEiðSlumiðlunarfyrirtækinu nEtS í norEgi.

x

SSFblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.