SSFblaðið - des. 2015, Blaðsíða 33

SSFblaðið - des. 2015, Blaðsíða 33
33 garnkaupa og lá garn, prjónar og uppskriftir frammi fyrir hvern sem vildi prjóna á starfsstöð Útibúaþjónustunnar að Lynghálsi. Verkefnið hlaut mikið lof frá Suður- Afríku m.a. á Facebook- síðu alþjóðasamtaka Agora Club þar sem ljósmæður og starfsfólk fæðingardeilda í Suður Afríku þökkuðu fyrir þessa nytsamlegu sendingu frá Íslandi. verkeFnið vaTT upp á sig Fljótlega eftir að prjónaverkefnið fór af stað og fjallað var um það í upphafi árs í SSF- blaðinu óskuðu starfsmenn Borgunar eftir því að fá að leggja verkefninu lið. Það var að sjálfsögðu auðsótt. Í byrjun október hófust svo að berast vettlingar, húfur og sokkar frá starfsfólki Borgunar. Nú er svo komið að sending nr. 2 af fatnaði og teppum fór frá Íslandi í byrjun október til Botswana, Suður- Afríku og Rúmeníu og því óhætt að segja að þetta gjafmilda góðverk hafi undið upp á sig. Þess má geta að eftir að starfsfólk Borgunar fór af stað í þetta verkefni hefur þeim gengið mjög vel að fá fólk til að taka þátt enda mjög gefandi. Nú hefur starfsfólk Borgunar svarað ákalli hjálparbílsins í Reykjavík, en hann ekur um og aðstoðar fólk sem er utan húsaskjóls, með því að prjóna hlífðarfatnað fyrir þau. Ingibjörg Birna segist hafa skynjað á þessari vegferð gríðarlegan samhug og samvinnu. Það var unnið að verkefninu af heilum hug þar sem þessar konur vissu að tilgangurinn með litlu prjónaflíkunum er að freista þess að halda lífi í litlu barni. Rannsóknir hafa sýnt að það að finna tilgang með því sem viðkomandi er að gera, finna samhug og samkennt  eykur vellíða, gefur fólki orku og eflir það á svo margan hátt. Tilfinning Ingibjargar var að þetta hafi bætt annars góðan vinnuanda umtalsvert hjá ákveðnum hópi, eða eins og ein góð kona sagði sem kom mikið að þessu verkefni: „Manni líður svo vel í hjartanu“.

x

SSFblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.