SSFblaðið - des. 2015, Blaðsíða 36

SSFblaðið - des. 2015, Blaðsíða 36
36 samsTarF samTaka sTarFsmanna FjármálaFyrirTækja á norðurlön- dum á sér langa sögu. Fyrsta samnorræna ráðstefna stéttarfélaga bankastarfsfólks var haldin í Gautaborg í Svíþjóð árið 1923. Ísland kom inn í norrænt samstarf stéttarfélaga í fjármálageiranum strax árið 1937 þegar Samband íslenskra bankamanna (SÍB), sem þá var aðeins tveggja ára, sameinaðist samtökunum sem þá hétu NBU – Norrænt samband bankamanna. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Samband íslenskra bankamanna breytti síðar nafni sínu í Samtök starfsmanna fjár- málafyrirtækja (SSF). NBU varð að sama skapi að NFU – Nordic Financial Unions – árið 1999. Nú á dögum samanstendur NFU af sjö aðildarsamtökum í fimm ríkjum Norðurlandanna og eru meðlimir þeirra innan banka- og tryggingastarfsemi samtals um 150.000 talsins. Sá aðili sem fer með ákvarðanatöku innan sambandsins er ráð þess, sem ákvarðar langtí- mastefnu NFU. Dagleg pólitísk störf NFU eru í höndum stjórnar sambandsins, en í henni eru níu fulltrúar frá aðildarsamtökunum. Stjórnarstarfið leiðir forseti NFU, Michael Budolfsen frá Samtö- kum starfsmanna fjármálafyrirtækja í Danmörku. Varaformaður SSF, Anna Karen Hauksdóttir, er fulltrúi Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja á Íslandi í stjórn NFU. Dagleg störf NFU eru í höndum þriggja starfsmanna með skrifstofu í Stokkhólmi og eins starfsmanns í Brussel. í áranna rás heFur norræn samvinna Tekið breyTingum NFU hefur ávallt lagt ríka áherslu á samræður milli aðildarsam- takanna með því að skipuleggja sameiginlega viðburði – halda málstofur og námskeið, miðla reynslu og skapa ný tengsl hvað varðar málefni innan fjármálageirans með samnorrænan vinkil. Í fjölda ára hefur einlæg og framsýn stefna um að styrkja tengslin milli aðildar- samtakanna gert NFU að þéttriðnu neti samtaka með sameiginlega hagsmuni sem njóta góðs af því að samnýta auðlindir sínar. Þegar þróunin varð sú að fjármálafyrirtæki tóku að sameinast og breiða úr sér þvert á landamæri, allt fram á fyrsta tug 21. aldar, kom NFU í kjölfarið og vann að því að byggja upp sterkt samstarf stéttarfélaga landa á milli og auka samræmi í fyrirtækjaskipulagi og viðburðum milli landa í norræna fjármálageiranum. Gangur sögunnar er þó sjaldnast áfallalaus. Árið 2008 skall á fjármálakreppa um heim allan sem við reyndum öll á eigin skinni. Hún hafði gífurlegar afleiðingar fyrir NFU, sem náðu bæði til forms og innviða NFU-samstarfsins. Allt frá upphafi fjármálakreppunnar hafa löggjafar innan Evrópu- sambandsins lagt kapp á að gera endurbætur á fjármálageiranum í eitt skipti fyrir öll. Yfir 40 nýjar lagagerðir hafa verið gefnar út sem munu breyta rammaskilyrðum fyrir starfsmenn fjármálafyrirtækja í öllum norrænu ríkjunum fimm. Þetta ferli hefur orðið til þess að NFU hefur varið umtalsverðum tíma og kröftum í að hafa áhrif á Evrópusambandið og endurbætur á fjármálageiranum í Evrópu. Sú vinna hefur skilað sér í nýjum reglum sem standa vörð um rétt til kjarasamningagerðar innan fjármálageirans á Norðurlöndu- num. Evrópusambandið viðurkennir að þátttaka starfsmanna í ákvarðanatöku fyrirtækja, ekki síst innan stjórna fyrirtækja, stuðlar að góðum stjórnarháttum. Nú hafa einnig verið settar reglur um sölu og ráðgjöf sem hvetja til jafnvægis í sölumarkmiðum og efla neytendavernd með því að tryggja að starfsmenn fjármálafyrirtækja fái nægan tíma til að veita góða ráðgjöf og þjónustu. Komið hefur verið á vernd fyrir uppljóstrara í mörgum nýrri lagagerningum sem gerir fólki kleift að tilkynna brot á góðum starfsháttum. Einnig hefur þörfinni á að ríkið eða vinnuveitandi sjái starfsmönnum SSF OG NFU – SAMSTARF Í 77 ÁR – „Í öllu þessu starfi hefur SSF lagt mikið til málanna með ákvarðanatöku sinni í stjórn sambandsins, sem hefur gert þessa vinnu mögulega, auk þess að standa að fjölda funda auk NFU-ráðstefnu á undanförnum fimm árum, sem hafa haft sitt að segja í að ná þessum árangri.“

x

SSFblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.