SSFblaðið - des. 2015, Blaðsíða 46
46
ÚThluTað var Úr sjóðnum
ForriTarar FramTíðarinnar Fyrir
árið 2015 í upphaFi okTóber sl. í ár
bárusT sjóðnum alls 42 umsóknir,
FlesTar Frá grunnskólum. Virði
styrkjanna er samtals ríflega ellefu
milljónir króna. Styrkirnir eru í formi
tölvubúnaðar og þjálfunar kennara til
forritunarkennslu fyrir nemendur.
Styrkirnir skiptast að þessu sinni á
milli sextán skóla: Egilsstaðaskóla,
Grunnskóla Reyðarf jarðar,
Hrafnagilsskóla, Glerárskóla,
Brekkuskóla, Árskóla, Grunnskólans
austan Vatna, Hólabrekkuskóla,
Hlíðaskóla, Laugalækjaskóla, Árbæjarskóla, Vættaskóla, Rimaskóla,
Hagaskóla, Foldaskóla og Grunnskóla Ísafjarðar.
Í skýrslu evrópska skólanetsins (European Schoolnet) frá því í
október 2014 kemur fram að forritun er í auknum mæli að verða
lykilfærni sem allir skólakrakkar ættu að tileinka sér á einn eða
annan hátt. Auk þess sem þessi færni er orðin mjög mikilvæg á
vinnumarkaði í hinum ýmsu greinum. Forritun er þar skilgreind
sem rökhugsun sem er orðin ein mikilvægasta færni tuttugustu
og fyrstu aldarinnar. Í skýrslunni kemur einnig fram að kennarar
hafa almennt ekki verið nægilega vel undirbúnir fyrir að forritun
sé sett á námskrá.
Í þessari úthlutun fengu rúmlega 100 kennarar þjálfun til að kenna
forritun og verða 75 tölvur afhentar. Þjálfun kennara skiptir miklu
máli því þar styður sjóðurinn einna best við innviðina í skólunum
þar sem hún ýtir undir áhuga á forritunar- og tæknimenntun innan
skólanna auk þess að auka og byggja upp þekkingu. Þörf fyrir góðar
tölvur er mikil í skólakerfinu en ekki er óalgengt að skólar landsins
notist við 6-8 ára gamlar vélar í kennslu, jafnvel eldri, vélar sem
segja má að séu orðnar úreldar.
Þess ber að geta að skólarnir sem fengu styrk að þessu sinni
skuldbinda sig til þess að setja forritun á námsskrá í að minnsta
kosti 2 ár. Þessi skuldbinding tryggir að jafnt stúlkur og drengir fái
kennslu í forritun sem vonandi skilar sér til lengri tíma í fjölgun
kvenna í tæknigeiranum.
Í skýrslu sem unnin var af starfshópi á vegum Mennta- og
menningarmálaráðuneytis, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og
Samtaka iðnaðarins kemur fram að Ísland stendur frammi fyrir skorti
á tæknimenntuðu fólki en samkvæmt henni útskrifast um 500 manns
á ári af raungreina- og tæknisviðum Háskóla landsins á meðan þörfin
er um 1.000 manns. Sjóðurinn Forritarar framtíðarinnar
var að hluta til stofnaður til þess að mæta þessari þörf en
hann hóf starfsemi sína í byrjun árs 2014. Megin hlutverk
sjóðsins að efla forritunar- og tæknimenntun í grunn- og
framhaldsskólum landsins. Skólar og sveitarfélög geta sótt
um styrki úr sjóðnum til að efla tæknikennslu og notkun
á tækni í skólastarfi og fá til þess þjálfun og tækjabúnað,
allt eftir þörfum hvers og eins. Þetta er í þriðja sinn
sem úthlutað var úr sjóðnum. Árið 2014 var úthlutað
styrkjum að verðmæti átta milljónir króna. Samtals hefur
því sjóðurinn úthlutað virði tæpra 20 milljóna króna í
styrki til skóla árin 2014 og 2015.
Frábærar viðTökur
Guðmundur Tómas Axelsson, stjórnarmaður í Forriturum
framtíðarinnar, segist ánægður með viðtökurnar sem sjóðurinn
hefur fengið og þann fjölda umsókna sem hafa borist. Við erum
stolt af því að hafa náð að úthluta styrkjum að verðmæti 20 milljóna
á fyrstu tveimur starfsárum hans. Við höfum fengið til samstarfs
við okkur góða hollvini, bæði einkafyrirtæki sem og Mennta-
og menningarmálaráðuneytið og Samtök iðnaðarins sem sýnir
okkur hvernig atvinnulífið og hið opinbera geta unnið saman á
farsælan hátt. Starf sjóðsins skiptir skólana greinilega miklu máli.
Styrkirnir hafa komið af stað snjóboltaáhrifum og má nefna að skóli
á Vestfjörðum sem fékk úthlutað í fyrra og fór á fullt í að innleiða
forritun í skólanum smitaði aðra skóla í nágrannabæjum sínum
sem fóru líka af stað.“
ómeTanlegur sTuðningur
Kjartan Kjartansson, skólastjóri Kirkjubæjarskóla, fékk úthlutað
úr sjóðnum árið 2014. Hann segir að „fyrir Kirkjubæjarskóla er
11 MILLJÓNIR VEITTAR
Í STYRKI TIL SKÓLA
- FORRITARAR FRAMTÍÐARINNAR EFLA TÆKNI- OG
FORRITUNARKENNSLU Í GRUNN- OG FRAMHALDSSKÓLUM
Guðmundur Tómas Axelsson