SSFblaðið - des. 2015, Blaðsíða 44

SSFblaðið - des. 2015, Blaðsíða 44
44 ssF er aðili að norrænum samTökum sTarFsmanna FjármálaFyrirTækja nFu (nordic Financial unions). Aðilar að þeim ásamt SSF eru samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Hlutverk samtakanna snýr að hagsmunabaráttu fyrir þá 150.000 félagsmenn sem tilheyra samtökunum í gegnum aðildarfélög NFU. Hagsmunasamtökin standa vörð um réttindi starfsmanna í Norðurlöndunum gagnvart ESB reglugerðum, veitir mikinn stuðning í kjaradeilum, einkum með því að tryggja aðgang að öflugum verkfallssjóði og sinnir fræðslu – og tengslamyndum innan Norðurlandanna fyrir félagsmenn og aðildarfélög. Við hittum Arvid Ahrin, framkvæmdastjóra NFU, en hann var ráðinn framkvæmdastjóri samtakanna um miðbik ársins 2013 en hafði starfað hjá samtökunum um nokkurt skeið áður en hann tók við þeirri stöðu. Arvid var svo vingjarnlegur að setjast niður með okkur þrátt fyrir miklar annir og fara yfir starf NFU og samstarfið við SSF. nFu „Meginhlutverk NFU er að sinna hlutverki sínu sem hagsmuna- og regnhlífasamtök norrænu aðildarfélaganna. Það felur í sér að halda upp samskiptaneti og samstarfi milli NFU og aðildarfélaganna annarsvegar og aðildarfélaganna sín á milli hinsvegar. Það er upphafspunkturinn í meginhlutverki samtakanna en í framkvæmd er þetta hlutverk með fjölbreyttum hætti“ segir Arvid. hagsmunavarsla Hinn daglegi rekstur NFU snýst þó meira um hagsmunavörslu, þ.e. að vera umsagnaraðili og þrýstihópur gagnvart regluverki í ríkjum aðildarfélaganna. „Stjórn NFU hefur ákveðið að leggja sérstaka áherslu á þennan þátt þar sem undanfarin fimm ár hafa gríðarlega miklar reglugerðar- og lagabreytingartillögur verið lagðar fram sem snúa að fjármálamarkaðnum og snertir starfsfólk þess með einum eða öðrum hætti.“ Hann segir að höfuðáherslan þar sé að gæta að hagsmunum félagsmanna og þrátt fyrir að Ísland sé ekki í ESB, líkt og Noregur, þá taka reglugerðirnar einnig til Íslands og því ekkert síður mikilvægt að hafa öflugan málsvara í hagsmunagæslu. Hann segir að samtökin hafi náð miklum árangri í að gæta að þessum hagsmunum t.a.m. gagnvart vernd starfsmanna þegar kemur að „whistle blowing“. Hann nefnir það dæmi þar sem það er nýlegt og snýr beint að hagsmunum starfsmanna, „eykur aðhald að fjármálageiranum og miðar að því að hjálpa til við fjármálastöðugleikann, það er því til alls að vinna í þessu tilviki“. „Okkar vinna hefur haft mikil áhrif á íslenska félagsmenn. Öll aðildarfélögin eiga t.a.m. það sameiginlegt að semja um kjarasamninga. Um þetta er tekist á innan Evrópusambandsins í dag, sérstaklega eftir efnahagskrísuna, málefni sem snúa að bónusgreiðslum og hvatagreiðslum sem leiddu til mikillar áhættutöku. Evrópusambandið vill mæta þessum vanda og setja lög á launa- og kjaragreiðslur sem gengur gegn samningsfrelsi aðildarfélaganna og myndi hefta það mjög mikið, og það gengur gegn einum helstu hlutverkum stéttarfélaganna“ segir hann. Aðspurður að því hvort regluverkin snúi að því að banna eða setja þak á bónusgreiðslur segir hann að „þetta er mjög svo tæknilegt atriði, við erum auðvitað sammála því að það getur verið skaðlegt að greiða mjög háar bónusgreiðslur eftir óljósum árangurstengingum sem leiðir til óskynsamlegrar áhættutöku því áhættan er oftast á endanum hjá hinum almennu starfsmönnum fjármálafyrirtækjanna sem þurfa að takast á við afleiðingarnar. Við erum engu að síður ekki sammála því að lausnin sé að setja þak á árangurstengd laun. Þess vegna þurfum við að finna lausnir sem draga úr áhættunni en leiðir ekki til skerðingar á samningafrelsinu“. eFling TengslaneTsins „Það er mikilvægt, að við í NFU höldum áfram að efla samstarf innan aðildarfélaganna með því að boða til ráðstefna og að þinga um ákveðin málefni. Þannig getum við verið samtaka í því að takast á við nýjar áskoranir og vinna sameiginlega að því að taka framfararskref. Að flestu leiti glíma aðildarfélögin við sömu áskoranirnar og við getum mætt þessum samnorrænu áskorunum með auknu samstarfi, aukinni fræðslu og þjálfun, aukinni upplýsingagjöf og öflugra tengslaneti“ segir Arvid. „ssF heFur mjög sTerka rödd“ „Samvinnan og samskiptin við SSF eru alltaf ánægjuleg og góð. SSF hefur mjög góðan alþjóðafulltrúa, Önnu Kareni, sem er mjög virk innan samtakanna. Hún hefur talað mjög skýrt um helstu forgangsmál íslensku samtakanna og við vinnum náið saman. SSF hefur mjög sterka rödd innan NFU og hefur verið mjög virkur þátttakandi í starfinu. SSF er mun virkari þátttakandi en sum fjölmennari aðildarfélögin“ segir Arvid. Hann segir að Ísland sé alltaf ofarlega í huga stjórnarmanna og ýmissa fulltrúa aðildarfélaganna. „Stjórnarmenn NFU eru sérstaklega hrifnir af ferðum okkar til Íslands, landið og gestrisnin er eitt og svo það að allt er gríðarlega vel undirbúið og skipulagt. Ísland er einstakt og gjörólíkt öðrum ríkjum aðildarfélaganna, sá karekter sem fólkið og landið býr yfir er einstakur, lýðræði er sterkt í landinu og reynsla landsmanna af fjármálakreppunni er okkur dýrmæt. Ég held að við höfum ekki gert nóg í því að læra af reynslu ykkar og hvernig þjóðin tókst á við vandann, þetta er dýrmæt þekking innan NFU en þó viljum við ekki dvelja of mikið í fortíðinni heldur horfa fram á við og marka stefnu til framtíðar, byggða á reynslu fortíðarinnar.“ sTrandaglópar vegna eyjaFjallajökuls Árið 2010 var haldin ráðstefna á vegum NFU á Íslandi. Þar kom fjöldi fulltrúa frá öllum aðildarfélögum NFU. Arvid segir þá ferð vera einna eftirminnislegasta af ferðum sínum á vegum NFU, „ég gæti rætt þá ferð í marga daga, algjörlega ógleymanlegt“. Hann segir þessa ferð vera ennþá heilmikið í umræðunni, „eins og þið vitið þá lá allt flug niðri eftir að eldgosið hófst (Eyjafjallajökull), um leið sá ég að hópurinn skiptist í þrjá hópa; hópur eitt var mjög reiður og taldi þetta fullkomlega óásættanlegt og vildi að ég gerði eitthvað í málinu, þau þurftu að komast heim og var sama hvað ég þyrfti að gera til þess, ég þyrfti bara að gera það. Það var auðvitað mjög kjánalegt því augljóslega var ekkert við þessu að gera en ég bauðst þó til að leigja kajak og bauð þeim að róa heim. Hópur tvö var áhugalausi hópurinn sem beið við tölvuskjáinn eftir því að verða kallað um borð í flugvélina, gerði ekkert annað, en hópur þrjú gerði gott úr þessu og naut dvalarinnar á meðan á þessu ástandi stóð. Á endanum leystist þetta þó allt vel og allir fóru ánægðir heim, við vissum auðvitað ekki ALÞJÓÐLEGT SAMSTARF – SSF OG NFU

x

SSFblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.