SSFblaðið - des. 2015, Blaðsíða 27
27
hefur og þróast í flókna ráðgjöf og fjármálaþjónustu á alþjóðavísu.
Tæknibyltingin sem varð á áttunda áratugnum er ógleymanleg en
þá hóf tölvuvæðingin innreið sína í bankakerfið og nú er svo komið
að stór hluti banka- og fjármálaþjónustu fer fram á netinu í gegnum
tölvu eða síma. Samhliða þessu hefur sérstökum afgreiðsluvélum
(innskot: hraðbönkum) verið komið fyrir í anddyrum útibúa og
þjónustukjörnum þar sem viðskiptavinir eiga kost á öllum almennum
bankaviðskiptum“ segir Jóhann og bætir því við að allar þessar
breytingar hafi verið mjög umfangsmiklar og boðað gjörbreytingu
á því þjónustufyrirkomulagi sem var þegar hann hóf fyrst störf.
viðhorFið breyTTisT á einni nóTTu
Jóhann segir að viðhorf almennings til bankamanna hafi breyst á
mjög skömmum tíma í kjölfar efnahagshrunsins. „Mín upplifun
er sú að framan af var viðhorf til bankamanna og fjármálastofnana
mjög gott, viðskiptavinir báru mikið traust til þessara stofnana
en því er ekki að leyna að við hrunið og fjármálakreppuna sem
fylgdi í kjölfarið hvarf það eins og dögg fyrir sólu og þetta tímabil
var það allra erfiðasta sem ég hef upplifað sem viðskiptastjóri
einstaklinga. Það kom eðlilega iðulega í minn hlut að taka á móti
mjög ósáttum viðskiptavinum sem urðu fyrir fjárhagslegu tjóni
sem var óumflýjanlegur fylgifiskur hrunsins þó svo að leiðréttingar
útlána í formi endurútreiknings bankanna og aðgerðir ríkistjórnar
hafi átt sér stað, eru ekki allir sáttir“ segir Jóhann. Þetta tímabil var
því mjög erfitt fyrir hann eins og aðra bankastarfsmenn sem margir
hverjir voru jafnframt að glíma við skert starfsöryggi.
Þjónustu- og viðhorfskannanir sem gerðar hafa verið sl. tvö ár
sýna að traust og trúnaður á fjármálastofnanir er að koma til baka
að einhverju leyti en það er klárlega töluvert langt í land ennþá að
mati Jóhanns. Hann er þess þó fullviss að fjármálastofnanir muni
ná sínum fyrri styrk á ný hvað traust almennings varðar.
aldrei haFT það eins annasamT
Er líf eftir bankann? „Já, svo sannarlega“ segir Jóhann. Hann
viðurkennir að hann hafi oft sérstaklega síðustu mánuðina áður en
að hann hætti hjá bankanum hugsað um það hvernig það yrði að
hætta eftir 47 ára starf. „Sérstaklega hvað varðar félagslega þáttinn,
það að yfirgefa 30 samstarfsmenn útibúsins og tugi annara tengiliða í
höfuðstöðvunum og öðrum útibúum að ógleymdum þeim stóra hópi
viðskiptavina sem maður hefur kynnst á löngum ferli“ segir Jóhann.
Nú fjórum mánuðum eftir starfslok segist Jóhann aftur á móti
aldrei hafa haft meira að gera eftir, „það hrúgast að mér verkefni
sem hafa verið á bið árum saman auk þess sem mikið hefur verið
að gera í fasteignamálum innan fjölskyldunnar. Ég tel það mjög
nauðsynlegt að halda rútínu, vakna á morgnana, vera í góðum
tengslum við börnin og barnabörnin, rækta vinskapinn við félagana,
rækta sjálfan mig og til þess nýt ég þess að vera virkur í að sinna
áhugamálunum sem eru fjölmörg“ segir Jóhann en hann stundar
reglulega sund, golf, hjólreiðar, skotveiðar og skíði að vetrarlagi og
því óhætt að segja að það væsi ekki um hann.