SSFblaðið - des. 2015, Blaðsíða 37
37
fjármálafyrirtækja fyrir hæfniþjálfun og starfsmenntun verið komið
skýrt á framfæri.
Í öllu þessu starfi hefur SSF lagt mikið til málanna með
ákvarðanatöku sinni í stjórn sambandsins, sem hefur gert þessa
vinnu mögulega, auk þess að standa að fjölda funda auk NFU-
ráðstefnu á undanförnum fimm árum, sem hafa haft sitt að segja í
að ná þessum árangri.
Fjármálakreppan reyndi þó
líka á Tengslin milli samTakanna
Þegar kreppan skall á á Íslandi árið 2008 hafði það gríðarleg áhrif
á SSF og meðlimi þess. Þegar doðinn eftir mesta áfallið var liðinn
hjá gaf NFU út stuðningsyfirlýsingu við SSF, 14. nóvember 2008,
og hvatti stjórnvöld og seðlabanka á Norðurlöndunum til að styðja
við Ísland í fjármálakreppunni.
Fréttaumfjöllun um Ísland í heimspressunni á þessum tíma var
gríðarleg og oft var birt skökk, skaðleg og neikvæð ímynd af Íslend-
ingum, og þá sér í lagi bankastarfsfólki. Tvö norræn fjármálatímarit,
tímarit sænskra og danskra, samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja
gerðu það sem hægt var til að leiðrétta þessa ósanngjörnu mynd.
Blaðamenn þeirra voru sendir á vettvang til Íslands þaðan sem þeir
birtu fréttir um raunveruleika bankastarfsmanna.
Í gegnum UNI Global Union, alþjóðleg samtök stéttarfélaga
starfsfólks í þjónustugreinum, var komið á fundi með Alþjóðagjaldey-
rissjóðnum þar sem Allan Bang, forseta NFU og UNI Finance, tókst
að koma á tengslum milli stéttarfélaga og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Allan Bang ræddi síðan um það lykilhlutverk sem SSF gegndi við gerð
samninga í kreppunni og réttindastöðu íslenskra bankastarfsmanna.
Þegar litið er til baka hefur Ísland náð að rétta úr kútnum eftir
kreppuna á eftirtektarverðan hátt, jafnvel þótt afleiðingarnar fyrir
starfsmenn fjármálafyrirtækja og þjóðina alla hafi verið alvarlegar.
NFU hélt ráðstefnu sína á Íslandi árið 2010, í kreppunni miðri,
og ávarpaði Philip Jennings, ritari UNI, ráðstefnugesti og meðlimi
stéttarfélaga frá öllum norrænu löndunum fimm sem saman voru
komnir til að ræða hvernig bregðast mætti við til að bæta hag
starfsmanna fjármálafyrirtækja og fjármálageirans á Norðurlöndu-
num. Stutt er síðan ráð NFU fundaði í Reykjavík, í október 2014,
og steig söguleg skref í átt að því að móta framtíðarstefnu NFU
í fjármálaheiminum. Á fundinum var unnin aðgerðaáætlun, ný
stefna mörkuð sem og ný sýn mótuð, svo líta má á þennan fund
sem upphafið að nýju verksviði hjá NFU – að taka frumkvæði í að
hafa áhrif og láta rödd starfsmanna norrænna fjármálafyrirtækja
heyrast á nýjan hátt og á nýjum vettvangi.
að lokum langar mig að minnasT á nokkrar
hugmyndir Fyrir FramTíðina
Nýlega valdi stjórn NFU sér þema sem haft verður að leiðarljósi
árin 2015 og 2016, en það er traust, og hvernig byggja má aftur
upp traust innan fjármálageirans og gagnvart honum. Einn liður í
þessu verður að vinna norræna rannsóknarskýrslu um söluvenjur
og árangursmælingar með gögnum og framlagi frá öllum aðildar-
samtökum NFU. Skýrslan verður notuð til grundvallar umræðu,
bæði við hagsmunaaðila innan fjármálageirans og við stjórnmála-
menn, um hvernig þróa má hvatakerfi og árangursmælingar til þess
að starfsmenn geti stuðlað betur að neytendavernd.
Annar liður verður þjálfun á Norðurlöndum fyrir fulltrúa stéttar-
félaga í samtökum stéttarfélaga í hverju landi og hjá fyrirtækjum
með rekstur í mörgum löndum. Í þjálfuninni verður lögð áhersla á
að styrkja samskiptahæfni í stjórnun og milli mismunandi menn-
ingarheima, með viðbótarþjálfun í starfi alþjóðlegra stéttarfélaga auk
fræðslu um staðreyndir varðandi fjármálageirann. Einnig er hægt
að óska eftir einstaklingsþjálfun frá sérfræðingum í samskiptafærni
þar sem helmingur þjálfunarkostnaðarins verður greiddur af NFU
og hinn helmingurinn af samtökunum sem taka þátt. Markmið
þjálfunarinnar, til viðbótar við að auka færni þátttakendanna, þekk-
ingu þeirra og hæfni, er að styrkja net stéttarfélaga starfsmanna hjá
fjármálafyrirtækjum.
Fyrir SSF er eitt helsta baráttumálið vitaskuld að halda áfram
vinnu við að ná góðum kjarasamningum, nú og síðar. Hvað þetta
varðar skal nefnt að í gildi er gagnkvæmur samningur innan NFU
um að veita aðildarsamtökum sem eru í verkfalli fjárstuðning. Að
fenginni beiðni frá aðildarsamtökum fá samtök sem eru í verk-
falli 100 milljónir sænskra króna samkvæmt samningi þessum.
Þessi stuðningur er annað dæmi um styrkleika sem rekja má til
norrænnar samvinnu innan NFU.
Sem framkvæmdastjóri NFU vona ég að 77 ára löng tengsl okkar
við SSF muni halda áfram að dafna og styrkjast enn frekar. Ég
hlakka til að taka þátt í nánum og uppbyggjandi skoðanaskiptum
varðandi þau vandamál sem SSF telur brýnast að leysa, og hvernig
norrænt samstarf getur nýst sem best í þeim tilgangi, sem og til að
vísa okkur sameiginlega í rétta átt til framtíðar.
Arvid Ahrin framkvæmdarstjóri NFU
Arvid Ahrin framkvæmdarstjóri NFU