SSFblaðið - des. 2015, Blaðsíða 47

SSFblaðið - des. 2015, Blaðsíða 47
47 LEIÐANDI STÉTTARFÉLAG SSF er í forystu við gerð kjarasamninga sem tryggja góð réttindi og kjör félagsmanna. Stéttarfélag sem tryggir gott samstarf við atvinnurekendur, aðildarfélög og trúnaðarmenn með hag félagsmanna að leiðarljósi. Þess vegna ættir þú að vera í SSF: Launa- og viðhorfskannanir Launakannanir gefa raunhæfa mynd af launakjörum meirihluta félagsmanna. Skýrar upplýsingar og samanburður við laun annarra á aðgengilegri reiknivél á www.ssf.is Hærri laun í fæðingarorlofi og fjölskylduvænn vinnutími Tryggir fastráðnum starfsmönnum í fæðingarorlofi full laun upp að hámarks launaviðmiði fæðingarorlofssjóðs og almennt fjölskylduvænan vinnutíma hjá flestum félagsmönnum. Ráðgjöf við félagsmenn Upplýsingar um réttindi og skyldur og aðstoð við túlkun kjarasamninga. Stuðningur og lögfræðiaðstoð við þá sem þurfa aðstoð við starfslok eða vilja leita réttar síns vegna kjara- og réttindamála. Lífeyrisréttindi Hefðbundinn samtryggingarsjóður (6+4%) og 4+2% í séreignarsjóð. Að auki greiða atvinnurekendur strax 2% í séreignarsjóð sem hækkar í 7% eftir þriggja ára starf. Veikindaréttur Fjórir og hálfur til tólf mánuðir, eftir starfsaldri, fyrir fastráðna starfsmenn. Einn mánuður á fullum launum og annar á 50% launum fyrir lausráðna. Lág félagsgjöld Einungis 0,7% af grunnlaunum. Líf- og slysatryggingar Fastráðnir starfsmenn eru tryggðir allan sólarhringinn hvar sem er í heiminum. Styrktarsjóður Greiðir sjúkradagpeninga að loknum veikindarétti auk styrkja vegna forvarna og endurhæfingar. Menntunarsjóður Niðurgreiðir kostnað vegna náms allt að helming námsgjalda við einingametið nám. þessi stuðningur ómetanlegur. Hann hjálpar okkur að vekja áhuga nemenda á forritun og þar með víkka sjóndeildarhring þeirra þegar kemur að tækni og þeim möguleikum sem forritun hefur upp á að bjóða.“ ForriTun er nám Til FramTíðar Anna María Þorkelsdóttir, kennari og UT /náms- og kennsluráðgjafi í Hólabrekkuskóla sem fékk styrk úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar sl. október segir að Hólabrekkuskóli hafi „reynt að innleiða nýja tækni og nýjar kennsluaðferðir miðað við þann búnað og þá þekkingu sem til staðar er. Á tækniöld er ljóst að skólar þurfa aðgang að tækjabúnaði sem hentar miðað við nýjar áherslur og þar sem að í ljós hefur komið að takmarkaður aðgangur að þeim tölvum sem fyrir eru í skólanum hefur hamlandi áhrif á þróunina, fögnum við því að fá þennan góða styrk. Við höfum fulla trú á að forritun sé nám til framtíðar og hlökkum til að geta gert alla kennara að færum forritunarkennurum og nemendum tækifæri til að verða að forriturum framtíðarinnar.“ leiðir Til nýsköpunar og hagnýTrar þekkingar Ásta Ásgeirsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Reyðarfjarðar, sem einnig fékk styrk á þessu ári, segir þetta vera „ sannkallað gleðiefni fyrir okkur í Grunnskóla Reyðarfjarðar. Við hlökkum mikið til að takast á við þetta verkefni og nýta okkur þá tækni sem forritun býður upp á með fjölbreyttum hætti í kennslu ólíkra námsgreina. Teljum við að verkefnið leiði til nýsköpunar og hagnýtrar þekkingar og veiti nemendum tækifæri til að þróa búnað og forritun við hin ýmsu verkefni sem unnin eru í daglegu skólastarfi.“ hollvinir sjóðsins Að sjóðnum koma fyrirtæki og stofnanir af öllum stærðum og gerðum. Þau leggja honum lið með fjármagni og tæknibúnaði. Hollvinir sjóðsins eru Nýherji, Íslandsbanki, Landsbankinn, RB (Reiknistofa bankanna), CCP, Cyan veflausnir, Össur, Icelandair, Síminn, Advania, Samtök iðnaðarins og Mennta- og menningarmálaráðuneytið. Stofnaðilar sjóðsins eru RB og Skema.

x

SSFblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.