SSFblaðið - des. 2015, Blaðsíða 20

SSFblaðið - des. 2015, Blaðsíða 20
20 við seTTumsT niður með lovísu síðasTa sumar og ræddum við hana um byggðasToFnun, sTarFslokin og líFið og Tilveruna. lovísa er hress og skemmTileg og mæTir líFinu og nýjum verkeFnum með eFTirvænTingu. „aðFluTTur króksari“ Þrátt fyrir að hafa búið fyrir norðan frá því árið 1976 segist hún ekki enn kalla sig Skagfirðing og hefur ennþá „stimpilinn“ aðfluttur Króksari. „Mér hefur nú verið sagt það að maður verði ekki Skagfirðingur fyrr en maður eigi tvær ömmur í kirkjugarðinum“ segir Lovísa og hlær. „Einu sinni var það nú í umræðunni að fjölga Skagfirðingum og kom þá einn innan Byggðastofnunar með þá bráðskemmtilegu hugmynd að flytja þá látnu í kirkjugarðinn á Sauðárkróki til að fjölga Skagfirðingunum“ segir Lovísa sem kann afskaplega vel sig á Sauðárkróki og nýtur lífsins í Skagafirðinum. Eftir að hafa unnið í apótekinu á Sauðárkróki í 13 ár varð hún ritari í stjórnsýsluhúsinu sem þá var nýtt en það var sett á fót árið 1993 til að sameina stjórnsýslustofnanir í Skagafirði á einn stað, t.a.m. Byggðastofnun, sveitarstjórnarskrifstofuna, félagsþjónustuna, Héraðsdóm, Vinnueftirlitið, Ungmennasambandið og verkalýðsfélagið. „Það var alveg nýtt starf og byrjuðum við alveg frá grunni sem mér þykir ákaflega gaman að gera, við unnum fyrir allar þessar stofnanir og félög sem voru í húsinu. Með því að sinna þeim öllum fengum við mjög víðtæka þekkingu og góða reynslu. Í þessu húsi var Byggðastofnun með útibú og þar kynnist ég Byggðastofnun“ segir Lovísa. byggðasToFnun FlyTur norður Þróunarsvið Byggðastofnunar flytur svo á Sauðárkrók 1998 og í Stjórnsýsluhúsið svokallaða. Enginn starfsmaður fylgdi þróunarsviðinu norður að sunnan. Guðmundur Guðmundsson, sem þá var starfandi á Akureyri starfaði áfram og kom yfir á Sauðárkrók. Byggðastofnun flytur svo í heild sinni norður á Sauðárkrók árið 2001. Fram að þeim tíma hafði Byggðastofnun verið með útibú á Sauðárkróki, Akureyri, Egilsstöðum og Ísafirði og höfuðstöðvarnar voru svo í Reykjavík. Einungis tveir starfsmenn Byggðastofnunar fylgdu henni norður og því þurfti að auglýsa allar aðrar stöður að nýju og hefja nánast starfið á nýjum stað frá grunni. Það var eðlilega mikill hiti vegna þessara breytinga. Sérstaklega hjá því starfsfólki sem varð eftir fyrir sunnan og var ekki tilbúið að fara í búferlaflutninga. „Mig minnir nú að því fólki hafi verið boðin önnur störf og flestir ef ekki allir hafi þegið slíkt. En auðvitað voru ekki allir sáttir, mikill kurr og óánægja“ segir Lovísa. Hún segir að unnið hafi verið að þessu í nokkur ár áður en hún flutti alfarið og flutningurinn hafi verið í umræðunni í talsverðan tíma og því kom hann engum í opna skjöldu. Rökin fyrir flutningnum voru þau að eðli málsins samkvæmt ætti Byggðastofnun að vera úti á landi. „Þetta var pólitísk ákvörðun sem snéri að eðli starfseminnar“ segir Lovísa. Á þessum tíma vann Lovísa sem starfsmaður Stjórnsýsluhússins og vann þ.a.l. sem starfsmaður þróunarsviðsins sem og annarra stofnana og félaga sem í húsinu voru. Lovísu þótti þessi umbreytingatími í starfsemi Byggðastofnunar spennandi og sótti um starf sem ritari og fékk það. Byggðastofnun flutti þá í nýtt skrifstofuhúsnæði á „ÆTLAR KERLINGIN EKKERT AÐ FARA AÐ KOMA SÉR HÉÐAN ÚT“ lovísa símonardóTTir, er Fædd á suðurnesjum, ólsT þar upp í sveiT og gekk þar í barnaskóla. hÚn gekk svo í gagnFræðiskólann í keFlavík og kláraði þar gagnFræðipróF og landspróF. lovísa vann í reykjavík lengi vel við almenn skriFsToFusTörF og á hreppskriFsToFu vaTnsleysusTrandahrepps sem þá héT, áður en hÚn FluTTi svo norður á sauðárkrók með manninum sínum, ormari jónssyni, árið 1976. þar sTarFaði hÚn FyrsT hjá kaupFélagi skagaFjarðar í Tvö ár og eFTir það í apóTekinu þar sem hÚn vann næsTu 13 árin. síðan þá heFur hÚn unnið Fyrir byggðasToFnun, FyrsT að hluTa Til sem sTarFsmaður sTjórnsýsluhÚssins á sauðárkróki en síðan árið 2001 heFur hÚn verið þar í Fullu sTarFi þar Til um síðusTu áramóT en þá hæTTi hÚn sökum aldurs.

x

SSFblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.