SSFblaðið - des. 2015, Blaðsíða 40

SSFblaðið - des. 2015, Blaðsíða 40
40 í ár Fögnum við 100 ára kosningaréTTi kvenna og á þessum hundrað árum heFur margT áunnisT í jaFnréTTisbaráTTunni. Hlutfall kvenna á vinnumarkaði er með hæsta móti hér á landi, samt sem áður er kynbundinn launamunur enn til staðar, konur eru einungis 20% framkvæmdastjóra í fyrirtækjum með færri en 49 starfsmenn, 15% fyrirtækja með starfsmannafjölda á bilinu 50 – 99 og um 10% framkvæmdastjórar í fyrirtækjum með fleiri en 100 starfsmenn. Hafa verður í huga að þetta eru opinberar tölur fyrir allt landið en miðað við samsetningu atvinnulífs í landsbyggðunum er viðbúið að tölurnar séu enn lægri fyrir þau svæði, en þær hefur ekki verið hægt að fá. Við sjáum það með aukinni menntun kvenna á Íslandi að konur eiga sífellt erfiðara með að fá vinnu í samræmi við sína menntun og reynslu í dreifðari byggðum landsins þar sem atvinnulíf landsbyggðanna hefur ekki alls staðar þróast með sama hætti og atvinnulíf á höfuðborgarsvæðinu. Hvert starf sem skapast er mörgum byggðum mjög mikilvægt. Því svíður sú þróun sem á sér stað í bankakerfinu að verið er að leggja niður útibú víða um land þar sem oftast er um að ræða kvennastörf í bankaútibúum í landsbyggðunum. Fækkun útibúa er skiljanleg að mörgu leyti m.a. vegna sameininga fjármálastofnana og tækninýjunga, en fyrir margar byggðir er fækkun um tvö til þrjú kvennastörf mikið högg. Konur í dreifbýli búa ekki við sömu atvinnumöguleika og konur í þéttbýli og því er víða um heim að finna dæmi um stuðningsaðgerðir í þágu kvenna sem ætlað er að stemma stigu við byggðaröskun enda eru búferlaflutningar kvenna úr landsbyggðunum sívaxandi vandamál víða um heim og mikið áhyggjuefni. Eins og sést á meðfylgjandi korti um hlutfall kvenna pr. 100 karla á aldrinum 20 – 39 ára er víða á landinu sem konur í þessum aldursflokki eru færri en karlar (rauðu svæðin). Hlutfallið er einna lægst á Austfjörðum og Vestfjörðum. Þar sem atvinnutækifæri fyrir konur eru oft af skornum skammti er sjálfstæður atvinnurekstur lausn fyrir að minnsta kosti sumar konur en hafa verður í huga að konur eru ekki einsleitur hópur. Því er ein leið til að snúa þessari þróun við að fjölga stuðningsaðgerðum sem miða að því að konur geti hafið eigin atvinnurekstur í landsbyggðunum. Víða í löndunum í kringum okkur höfum við séð undanfarin ár ýmsar stuðningsaðgerðir til að styðja við atvinnurekstur kvenna s.s. í Svíþjóð og Finnlandi. Enginn vafi er á því að mati Byggðastofnunar að jafnréttismál í víðu samhengi eru meðal allra brýnustu byggðamála og því er það eitt af markmiðum í stefnumótun Byggðastofnunar að fjölga konum sem eru í viðskiptum við stofnunina og er þetta markmið að auki í starfsáætlun um samþættingu kynjasjónarmiða hjá stofnuninni. Byggðastofnun hefur sett sér jafnréttisstefnu og eru mælingar framkvæmdar árlega ásamt því að stofnunin fékk jafnlaunavottun VR fyrir rúmu ári síðan. Umræðan um sérstakar stuðningsaðgerðir við atvinnurekstur kvenna hér á landi á sér töluverða sögu. Árið 1998 kom út skýrsla á vegum Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins um þetta mál og 2005 komu út tvær skýrslur á vegum Iðnaðarráðuneytisins og Byggðastofnunar þar sem fjallað er um konur og stoðkerfi atvinnulífsins. Það sem kemur m.a. fram í þessum skýrslum er að fjárfestar hafa síður áhuga á fyrirtækjum í verslunar- og þjónustugeiranum þar sem konur eru fjölmennar m.a. vegna þess að fyrirtæki í eigu kvenna eru oftast lítil og vaxa hægar og skila minni hagnaði en fyrirtæki í eigu karla, konur taka síður lán til atvinnurekstrar en leita heldur til fjölskyldu og vina og að konur taka síður fjárhagslega áhættu og biðja um lægri upphæðir. Niðurstöður úr þessum tveimur skýrslum eru sömu niðurstöður og úr rannsóknum víða í Evrópu hvað varðar þessi mál. Munur á milli kynjanna hvað varðar stofnun fyrirtækja er aðallega tengdur hindrunum sem konur standa frammi fyrir sem eru t.a.m.; umönnunarhlutverk kvenna og skortur á stuðningi; skortur á sjálfstrausti sem tengist staðalímyndum kynjanna og mun á menntunarvali kynjanna hvað varðar tæknilega og stjórnunarlega þætti; erfitt aðgengi að fjármagni; skorti á fyrirmyndum, viðskiptatengslum og kynningu; og lagalegu flækjustigi. Frá árinu 2008 hefur Byggðastofnun tekið saman kynjahlutfall umsókna um lán hjá stofnuninni. Eins og sést á myndinni sækjast konur lítið eftir lánum hjá Byggðastofnun og nefnt hefur verið í því sambandi að lánareglur stofnunarinnar séu þannig að þær henti illa litlum fyrirtækjum sem konur stofna. Oft er um að ræða lítil fyrirtæki sem bera illa háan fjármagnskostnað við kaup á atvinnuhúsnæði, en þannig fyrirtæki sækist heldur eftir leiguhúsnæði á meðan þau eru að vaxa og dafna. Oft á tíðum vantar konur sem eru að fara af stað með rekstur fjármagn til að kaupa þau tæki og þann búnað sem þarf til að koma fyrirtækinu af stað. er sTuðningurinn jaFnréTTismál, velFerðarmál eða eFnahagslegT mál? Töluverð hefur áunnist hvað varðar þessi mál bæði hér á landi undanfarin ár svo sem með stofnun sjóðsins Átak til atvinnusköpunar kvenna sem hefur oft verið nefndur Jóhönnusjóðurinn í höfuð á þáverandi félagsmálaráðherra Jóhönnu Sigurðardóttur. Lánatryggingasjóðurinn Svanni hefur verið starfandi með hléum í nokkur ár, námskeið hafa verið haldin víða um land fyrir konur sem hafa hug á stofnun fyrirtækja og stofnuð hafa verið samtök kvenna í atvinnurekstri (FKA). stuÐninGur ViÐ konur í atVinnurEkstri Hlutfall kvenna pr. 100 karla í aldursflokknum 20 - 39 ára eftir landshlutum m.v. 1. janúar 2015 Umsóknir um lán hjá Byggðastofnun árin 2008 - 2013 eftir kyni eiganda/stjórnanda fyrirtækis 5% 69% 26% Kona   Karl   Bæði  kyn  

x

SSFblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.