SSFblaðið - des. 2015, Blaðsíða 15

SSFblaðið - des. 2015, Blaðsíða 15
15 þegar leið að lokum kvennaáraTugar sameinuðu þjóðanna í árslok 1985 FannsT ýmsum að hluTur kvenna í íslenska bankakerFinu heFði ekki breysT mjög Til baTnaðar þráTT Fyrir öTulT sTarF á vegum síb í þeim eFnum. Árið 1977 hófst kerfisbundin söfnun upplýsinga á vegum SÍB um röðun fólks í launaflokka eftir kynjum. Þá voru konur 64% af starfsmönnum bankanna en voru orðnar 70% í árslok 1985. Og því miður kom á daginn að þá reyndust meðallaun kvenna vera 21.4% lægri en karlanna. Þótt flestum þætti hægt ganga til jafnstöðu karla og kvenna innan bankakerfisins fór konum smám saman að fjölga í stöðum yfirmanna, m.a. útibússtjórastöðum. Kristín Steinsen í Útvegsbankanum varð fyrsta konan til að setjast í stöðu aðstoðarbankastjóra árið 1988. Beinlínan veldur byltingu Í september 1985 voru fyrstu beinlínutækin tengd í stóru ríkisbönkunum en áður hafði svipuð tækni verið tekin upp í Iðnaðarbanka 1979 og Verslunarbanka skömmu síðar. Þar með leysti rafeindatæknin endanlega af hólmi tól og tæki eins og gjaldkeravélar, innfærsluvélar og gagnaskráningsvélar, svo dæmi séu nefnd. Þar með sköpuðust möguleikar á bættri þjónustu við viðskiptamenn bankanna. Beinlínan hafði allveruleg áhrif á störf bankamanna, einkum gjaldkeranna og í kjölfarið fluttust margir þeirra á milli starfa. Bankamannaskólinn efndi til fjölmargra námskeiða um hina nýju tækni. Óværa á þjóðinni Talsverð umræða hafði átt sér stað allan áttunda áratuginn um útþenslu bankakerfisins og nauðsyn þess að koma þar á meiri hagræðingu. Ekkert varð úr áformum um sameiningu Útvegsbanka og Búnaðarbanka árið 1974. Hins vegar urðu mikil útlánatöp fyrrnefnda bankans og fjölmiðlafár í kjölfarið í tengslum við Hafskipamál til þess að innviðir hans voru stokkaðir upp vorið 1987, skipt um alla yfirstjórn og Útvegsbankanum breytt í hlutafélag. Starfsmenn bankans stóðu saman sem einn maður í þessum þrengingum en vissu vart hvað framtíðin bæri í skauti sér, því jafnhliða stofnun hlutafélagsins var jafnan rætt um að það ætti síðar að renna saman við einhverjar aðrar bankastofnanir. „Við eigum samleið“ Um mitt ár 1989 var kunngert að Iðnaðarbanki, Alþýðubanki og Verslunarbanki hefðu keypt hlut ríkisins í Útvegsbanka Íslands hf. og að á grunni þessara fjögurra banka yrði stofnað til Íslandsbanka hf. frá og með áramótum 1990. Jafnframt varð að ráði að Landsbanki Íslands keypti hlut Sambands íslenskra samvinnufélaga í Samvinnubankanum. Á skömmum tíma hafði það gerst er mönnum hafði orðið títtrætt um í allmörg ár: Íslenska bankakerfið var stokkað upp og markmið sett um enn frekari einföldun þess. Starfsmenn voru að vonum uggandi um störf sín en SÍB lagði mikla áherslu á að haft yrði fullt samráð um allar skipulagsbreytingar er varðaði starfsmenn. Og þrátt fyrir þá staðreynd að fækkun banka úr sjö í þrjá hlaut að hafa í för með sér verulega fækkun starfa í greininni, tóku starfsmenn bankanna fjögurra þátt í hófi undir heitinu „Við eigum samleið.“ Aðeins tvær konur... Þrátt fyrir mikla fjölgun kvenna í stétt bankanna á síðustu áratugum, hafa karlar nær alfarið verið í forystu fyrir samtökum þeirra. Engin kona átti sæti í stjórn SÍB þar til Kristín M. Kristinsdóttir var kjörin formaður árið 1946. Hún var kjörin meðstjórnandi árin 1947 og 1949. Aðrar konur sátu ekki í stjórn SÍB fyrr en Helga Kristinsdóttir var valin árið 1963. Anna G. Ívarsdóttir, formaður SÍB, 1991 – 1995. BYLTING Í BANKAKERFINU – 1985-1995 – Gengið frá samkomulagi um kaup á hlut ríkisins í Útvegsbanka Íslands hf.

x

SSFblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.