SSFblaðið - des. 2015, Blaðsíða 17
17
FriðberT TrausTason, Formaður ssF segir að enn sé á braTTann að
sækja í heimi sameiningar og hagræðingar og að ýmis kunnugleg
sjónarmið skjóTisT nÚ upp á yFirborðið þegar sölu bankanna og
aukna sameiningu beri á góma. Undanfarin sjö ár hafa Samtök
starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) barist gegn frekari fækkun
félagsmanna. Friðbert óttast að þeirri baráttu sé hvergi lokið. Hann
hefur verið formaður SSF undanfarin tuttugu ár og við fórum yfir
þá sögu með honum.
Frumbyggi Grafarvogs að vestan
Friðbert er fæddur og uppalinn á Flateyri við Önundarfjörð en þar
átti hann lögheimili til 22 ára aldurs. Hann var þó nánast fluttur
að heiman um fermingu en þá fór hann fyrst á sjó. Hann stundaði
sjómennskuna á sumrin og nam í héraðsskóla, menntaskóla og háskóla
að vetri til. Foreldrar Friðberts voru Ragnheiður Sigurðardóttir frá
Reykjavík og Trausti Friðbertsson frá Suðureyri við Súgandafjörð.
Friðbert er giftur Sigrúnu Ósk Skúladóttur frá Ísafirði og áttu þau
41 árs brúðkaupsafmæli á þessu ári. Foreldrar Sigrúnar eru María
Jóakimsdóttir frá Siglufirði og Skúli Þ. Skúlason frá Ísafirði.
Þau eiga tvö börn, Sunnu Ósk Friðbertsdóttur og Trausta
Friðbertsson. Sunna Ósk og maðurinn hennar Kjartan Örn Óskarsson
eiga tvö börn, Ragnheiði Ósk 6 ára og Elmar Hrafn 3 mánaða.
Friðbert hefur verið búsettur í Reykjavík frá því hann hóf nám í
Háskóla Íslands 1974 og hefur búið í Breiðholti, Vogahverfi og við
Kleppsveg en nú búa þau hjónin í Grafarvogi en þangað fluttu þau
1984 og eru því ein af frumbyggjum hverfisins. Alla sína tíð hefur
hann verið virkur í ýmsum félagsstörfum og þá var hann einnig mjög
virkur innan blakíþróttarinnar en Friðbert keppti í efstu deild í blaki
og öldungablaki í áratugi, ásamt því að þjálfa fjögur blaklið á ferlinum.
ÁRIN 1990 – 1995
Þjóðarsáttatímabilið í kjarasamningsgerð
Friðbert hóf fyrst afskipti af starfi Sambandi íslenskra bankamanna
(SÍB) árið 1983 en þá var hann starfandi hjá Reiknistofu bankanna.
Á þingi SÍB árið 1989 tók Yngvi Örn Kristinsson við sem formaður
SÍB og Friðbert var kosinn 1. varaformaður. „Okkar beið afar stórt
verkefni eftir stofnun Íslandsbanka, en hann var afrakstur sameiningar
Útvegsbankans, Iðnaðarbankans, Verslunarbankans og Alþýðubankans
árið 1990. Í kjarasamningum á þessum tíma voru ákvæði um að
starfsmenn einkabanka og fyrirtækja með 8 starfsmenn eða fleiri ættu
að njóta sambærilegs lífeyrisréttar og starfsmenn ríkisbankanna áttu
rétt á. Stjórnendur Íslandsbanka töldu að 10% iðgjald til lífeyrissjóðs
ætti að tryggja þessi sambærulegu réttindi, sem var að sjálfsögðu
algjört vanmat á réttindum starfsmanna ríkisbankanna“. Ekki náðust
samningar og því endaði málið fyrir Félagsdómi, sem fór á fullan skrið
eftir mitt ár 1991. Á þingi SÍB árið 1991 var Anna G. Ívarsdóttir
kosin formaður og Friðbert hélt áfram sem varaformaður. Deilan
við Íslandsbanka hafði tekin mikinn tíma og kostaði félagið verulegt
fjármagn, enda voru 3 lögmenn og tryggingafræðingur um nokkurn
tíma í vinnu fyrir SÍB á þessum tíma. „Það var mikilvægur áfangi í
kjarabaráttu SÍB og vörn um réttindi og kjör félagsmanna að vinna
málið í Félagsdómi árið 1993. Með samningi við Íslandsbanka í
kjölfar niðurstöðu Félagsdóms tókst að tryggja 7% framlag bankans
í séreign hvers og eins til viðbótar við 10% iðgjaldið í hefðbundinn
samtryggingarlífeyrissjóð.“
Friðbert segir margt annað hafa verið á dagskrá á þessum árum,
m.a. yfirtaka Landsbankans á Samvinnubankanum og erfiðleikar í
rekstri Landsbankans, sem leiddi á endanum til þess að ríkið lagði
bankanum til um 4 milljarða til að styrkja eigið fé bankans. Því
framlagi til bankans fylgdi krafa frá ríkisvaldinu um hagræðingu í
rekstri og verulegar uppsagnir. Ríkisstjórnin setti fram kröfu um að
allt að 10% starfsmanna yrði sagt upp, rúmlega 100 starfsmönnum.
„Eftir marga samningafundi milli SÍB og stjórnenda bankans endaði
sú tala í 65. Það var mikið högg á þessum tíma því almennt voru
bankastörf talin örugg störf, ekki margar uppsagnir frekar en hjá
ríkisstarfsmönnum.“
Allt þetta tímabil voru kjarasamningar undir formerkjum
„þjóðarsáttar“, en hún gilti um alla kjarasamningagerð frá 1990 til
1995. „Launahækkanir voru af skornum skammti og öll orka lögð í
að ná niður verðbólgu og endalausum gengisfellingum, sem höfðu
rænt okkur öllum launahækkunum megnið af níunda áratugnum“
segir Friðbert.
Anna var formaður SÍB frá 1991 til 1995 en hafði ekki áhuga á
að halda áfram, vildi heldur helga sig stjórnunarstarfi í sínu fagi í
Búnaðarbankanum. „Forvígismenn aðildarfélaga SÍB, stjórn SÍB og
fjölmargir félagsmenn aðrir lögðu strax hart að mér að bjóða mig
fram til formanns á þingi SÍB 1995, sem ég og gerði, og var einróma
kosinn formaður samtakanna á þingi SÍB það ár sem haldið var á
Kirkjubæjarklaustri.“
„BARÁTTUNNI
ER HVERGI
LOKIГ
SEGIR VESTFIRSKI FORMAÐURINN,
FRIÐBERT TRAUSTASON