SSFblaðið - des. 2015, Blaðsíða 35
35
þÚ erT á leið inná bílasölu. þar sTanda bílarnir í röðum,
sTíFbónaðir og glansandi. Þú finnur titring í vasanum. Skilaboð
frá Moven appinu: „Ertu að hugsa um að kaupa bíl?“
Þú svarar já og færð ráðleggingar frá appinu um hvaða bíl væri
sniðugast fyrir þig að kaupa. Appið sendir þér einnig yfirlit yfir
mánaðarlegan kostnað við bílkaupin og hvaða áhrif þessi auknu
útgjöld munu hafa á fjárhag þinn. Hversu mörgum kvöldverðum á
veitingastöðum þarftu að fórna? Hvað með að sleppa Spánarferðinni
og kíkja frekar til tengdamömmu á Patreksfirði og leggja fyrir
20.000 krónum minna á mánuði? Allt þetta til þess eins að njóta
nýju bílalyktarinnar í nokkrar vikur. Ef þú ákveður engu að síður að
kaupa bíl mun Moven finna besta bílalánið fyrir þig. Þetta er ekki
raunhæft dæmi enn sem komið er en þetta er markmiðið og það er
ekki svo langt undan. Margt af þessu býðst nú þegar.
öll aThyglin á viðskipTavininn
Viðskiptavinurinn ætlast til þess að vandamál hans séu leyst um
leið og hann stendur frammi fyrir þeim og það á líka við um
fjármálaþjónustu. Hefðbundin bankastarfsemi byggir á óvirkum
neytendum, fólk fer til bankans til að fá ráð. „Við (Moven)
erum virkir. Á hverjum degi hjálpum við viðskiptavininum að
öðlast heilbrigðari fjárhag. Við veitum þeim svör við eftirfarandi
spurningum; Hvernig á ég að spara meira? Hvað þarf ég að gera
til að geta keypt mér íbúð? Hef ég efni á því að fara út að borða?
Hvað á ég að kaupa o.s.frv.“ segir Mohammed Khalil, vöru- og
markaðsstjóri Moven.
Við hittum Khalil á SPENN! ráðstefnunni, þar sem
bankastarfsmenn víðsvegar að úr Noregi sátu þöglir og hlýddu á
hann. Þessi frekar auðmjúki gaur í gallabuxum og hettupeysu er
talsmaður nýrra tíma. Hann stendur
bæði fyrir ógn og tækifæri. Nýja vínið,
sem kannski er örlítið súrt. Allir vita
að fyrirtæki eins og Moven spretta upp
sem illgresi á vori. Með því að einblína
á þarfir viðskiptavinarins ætla þeir að
taka sér stöðu á markaðinum.
„Upplifun viðskiptavinarins er
lykillinn að því hvort þér tekst vel til
eða ekki. Hagur viðskiptavinarins er
okkar verkefni. Allt sem við gerum byggir á þörfum viðskiptavinarins,
ekki á okkar þörf til að græða á einni vöru eða annarri,“ segir Khalil.
sTöðugar Fjárhagsupplýsingar
Hvað er Moven? Við skulum byrja á því einfaldasta; Moven er ekki
banki. Moven skilgreinir sig sem lífstíls-app sem er ætlað að bæta
fjárhagslega heilsu viðskiptavinarins. Eins konar líkamsræktar-app
fyrir peninga. Þegar notandinn skráir sig veitir hann Moven aðgang
að öllum fjárhagsupplýsingum sínum og bankareikningum, sama í
hvaða banka þá er að finna. Notandinn fær eigið greiðslukort, ásamt
því að hægt er að greiða með appinu. Neysla, greiddir reikningar
og önnur eyðsla er skráð í appið. Við hverja færslu breytist mat á
fjárhagslegri heilsu þinni, en appið inniheldur eigin neyslumæli.
Þessi mælir sýnir fjárhagslega heilsu og ef eytt er um of breytist
staðan úr því að vera græn yfir í gula og þar á eftir yfir í rauða. Ef
þér tekst alltaf að halda þig á grænu, þýðir það að þú ert að leggja
fyrir 5% af tekjum þínum.
„Þú færð beinar upplýsingar um hversu heilbrigður fjárhagur þinn
er. Þú getur einnig séð hvaða áhrif mismunandi valmöguleikar hafa á
fjárhag þinn. Fyrir mörgum verður þetta að eins konar leik þar sem
þeir leitast við að halda sig á grænu og þannig verður fjárhagurinn
sífellt betri,“ segir Khalil.
Grunnurinn liggur í greiningu á neysluvenjum almennra neytenda
og þannig er hægt að spá fyrir um framtíðar neyslu. Jólainnkaup
og ferðalög eru tekin með í reikninginn og því er það ekki bara
núverandi staða á reikningnum sem ræður því hvort staðan er
græn, gul eða rauð.
„En það er notandinn sem ræður hvað telst gott. Það er til dæmis
allt í lagi að eyða miklum peningum í ferðalög einn mánuðinn ef
tekjur og útgjöld aðra mánuði ársins gera það að verkum að maður
er grænn þegar á heildina er litið.
Við tökum mið af sjónarhorni notandans og markmiðið er að
eiga alltaf fé á reiðum höndum. Við viljum skapa jákvæða upplifun
þannig að viðskiptavinurinn skynji að við erum á hans bandi“,“
segir Khalil.
Notendur Moven nýta sér appið oft, eða allt að fjórum til sex
sinnum á dag og það er auðvelt að taka í notkun. Skráningin tekur
um tvær mínútur.
Takmarkið er að minnka þennan tíma um helming. Fyrirtækið
eyðir engu í markaðssetningu en fjölgun viðskiptavina er fólgin í
því að notendur appsins mæla með því. Það, ásamt því að fyrirtækið
byggir eingöngu á upplýsingatækni, veldur því að kostnaður við
rekstur þess er mjög lítill. Það kostar fyrirtækið milli 10 og 20
dollara að bæta við viðskiptavini, eða einn tíunda af því sem það
kostar venjulega banka.
30 lönd á 3 árum
Fjármálageirinn stendur nú frammi fyrir því að fjöldi fyrirtækja vill
næla sér í sneið af kökunni. Maðurinn er vanadýr og vill helst halda
sig við fáa og staðlaða hluti. Moven þarf
að verða einn af þessum útvöldu hlutum
til að enda ekki sem neðanmálsgrein í
sögunni.
„Þeir, þrír eða fjórir stærstu munu
skara framúr og við ætlum okkur að
vera einn af þeim. Til þess þurfum við að
horfa út fyrir Bandaríkin. Við búum að
því að geta brugðist hratt við og vera vel
skipulögð auk þess að byggja á tækni sem
auðvelt er að aðlaga breyttum aðstæðum. Við byggjum á vefþjónustu
Amazon og gætum í raun tekið til starfa innan klukkustundar frá
því að við höfum gert samning við erlenda banka“, segir Khalil.
Moven er háð samningum við önnur fjármálafyrirtæki til að
þjónusta sína notendur. Fyrirtækið sýslar ekki með peninga sjálft
en virkar sem notendavænn milliliður.
„Við vinnum með bönkunum að því að bjóða viðskiptavinum
okkar bestu kjörin. Við erum í sambandi við okkar notendur
daglega og þekkjum þarfir þeirra“, segir Khalil, sem vill gjarnan
eiga í samstarfi við norræna banka.
„Endilega. Við erum að leita að samstarfsaðilum um alla Evrópu,
þar á meðal á Norðurlöndunum. Markmiðið er að hefja starfsemi
í 30 löndum á næstu þremur árum.“
Aðspurður að því hversu langan tíma það taki að hefja starfsemi
svarar hann því að það velti allt á samstarfsaðilum þeirra. „Við getum
gert hlutina mjög hratt. Það eru yfirleitt bankarnir sem þurfa lengri
tíma“ bætir hann við.
Það á eftir að koma í ljós hvort norrænir bankar taki þessu
boði Khalil, eða hvort þeir haldi áfram að betrumbæta sín eigin
heimabanka öpp.
grunnurinn liggur í
grEiningu á nEySluvEnjum
almEnnra nEytEnda og
Þannig Er Hægt að SPá fyrir
um framtíðar nEySlu