Heimsmynd - 01.12.1993, Page 32

Heimsmynd - 01.12.1993, Page 32
karlmennskuhugmyndir sínar? Hvernig upplifa þeir það að vera karlar? Á sama hátt held ég að við þurfum að átta okkur betur á því hvernig konur verða konur.“- Það er ekki langt síðan að rannsóknir á kynferðislegu ofbeldi hófust. Nægja þær til að segja til um það hvort almenn efnahagskreppa hafi áhrif á tíðni slíkra glæpa? „Nei, það er of stutt síðan að farið var að leggja stund á þessar rannsóknir. Sem dæmi má nefna að í bandarískri kennslubók í geðlæknisfræði frá 1979 er staðhæft að sifjaspell séu mjög sjaldgæf. Tíðni þeirra er talin vera einn á móti milljón. Nú hafa rannsóknir sýnt að um 20 prósent barna verða fyrir sifjaspellum og fjórða hvert stúlkubarn verði fyrir kynferðislegri áreitni eða kynferðislegu ofbeldi áður en það verður sextán ára.“ - Getur verið að börn sem njóta góðs atlætis í æsku séu færari um að verjast afleiðingum kynferðis-legs ofbeldis en þau sem verr er búið að? „Jú, ég held að það ráðist mikið af uppeldisaðstæðum og bakgrunni hvers og eins hvernig viðkomandi tekst að vinna úr slíku. Ef allt er börnum andstætt ofan á þetta, þá er þau að sjálfsögðu verr í stakk búinn til að takast á við hlutina. Ef við tökum sem dæmi 4-5 ára barn sem elst upp við öryggi og ástúð og er misnotað af einhverju skyldmenni utan heimilisins til dæmis frænda, þá finnst mér líklegt að þetta barn geti fyrr losað sig frá þessurn ofbeldismanni en barn sem hefur búið við öryggisleysi. En ef þetta væri pabbinn í báðum tilvikum þá em möguleikar barnanna ámóta litlir til að reyna bjarga sér. Þarna eru tilfinningatengslin miklu sterkari. Þetta er jú pabbi og hann er inni á heimilinu. Barnið kemst ekki hjá því að umgangast hann daglega. En það getur samt verið að barn sem býr við góðar aðstæður eigi auðveldara með að verjast tilfinningaáfallinu." - Nú virðist langtímaatvinnuleysi vera að verða staðreynd á íslandi. Þá verður væntanlega til hópur barna sem býr alla tíð við erfiðar aðstæóur. Ef kynferðislegt ofbeldi bætist þar ofan á, eiga þessi börn sér þá nokkurrar viðreisnar von? „Ég vil ekki líta svo á að þau eigi sér ekki viðreisnar von. Ef maður hefur lært eitthvað í þessu starfi sem ég hef verið í, þá er það trn á manneskjuna. Trú á möguleika manneskjunnar til þess að ná tökum á lífinu jafnvel þó að það séu hinar erfiðustu aðstæður sem maður mætir.“ - Margir telja skipulagðar nauðganir stríðandi fylkinga á Balkanskaga eitthvað mesta áfall sem siðmenningin hefur orðið fyrir á síðustu áratugum. Maðurinn virðist ekki bara verða að villidýri heldur að einhverskonar skepnu sem flestir héldu að heföi verið sögulegt slys í nasismanum. Bendir þetta ekki til þess að siðmenningin sé bara skán? „Freud hefði líklega samsinnt þessu. Hann taldi að siðmenningin væri bara örþunnt lag og undir niðri væri maðurinn villidýr þar sem hvatirnar væru allsráðandi og kynhvötin sterkust og stjórnlausust. En varðandi stríðið í fyrrverandi lýðveldi Júgóslavíu þá sýna rannsóknir að nauðganir hafa frá því sögur hófust verið notaðar skipulega í styrjöldum til að brjóta niður sjálfs- virðingu og andspyrnu þeirra sem verið er að ráðast á. Svo það er ekki nýtt í sjálfu sér að sigurvegarinn noti þetta vopn til að brjóta niður mót-spyrnu og þrek andstæðingsins. Þetta sýnir okkur að því er ég tel að frumorsök þessa kynferðislega ofbeldi er ekki óstjórnleg kynhvöt heldur liggur meginorsökin í misbeitingu valds. Kynferðislegt ofbeldi veitir ofbeldismanninum tilfinningu fyrir að vera alls ráðandi.“ - Erum við þá ekki bara eins og apar sem taka hvern annan í rassinn til aó sýna vald sitt? „Það hafa nýlega verið gerðar mjög skemmtilegar rannsóknir á samfélögum apa. I þeim kom í ljós að þessi hugmynd okkar er ekki á rökum reist. Apar búa við mjög skipulagt samfélag þar sem í gildi eru mjög ákveðin „norm” og reglur. Og það hefur einmitt verið bent á það, að hjá öpum leyfast ekki svona hlutir eins og við erum að tala um. Það leyfist ekki að nota barnið sitt kynferðislega. Það eru mjög ákveðnar reglur um kynferðisleg samskipti í apahópum svo ekki hafa menn þetta „eðli“ þaðan.“ - Staóa karla hefur óneitanlega veikst á liðnum árum og áratugum. H e i Hæfar konur streyma út á vinnumarkaðinn og ógna stöðu þeirra í hvívetna. Er kynferóislegt ofbeldi og áreitni ekki einfaldlega leið til að brjóta niður keppi- nautinn? „Það eru margir sem halda því fram að með auknu sjálfstæði og virkni kvenna þá verði kynferðislegt ofbeldi nærtækara fyrir karla til að halda því sem þeir höfðu. Þetta er tilgáta. En ég er bjartsýnismanneskja og trúi því eiginlega ekki að karlmenn séu svo illa staddir að þeir sjái ekki að það er líka þeirra hagur að hlutskipti kvenna verði betri.“ - Að lokum langar mig til að spyrja þig um dóm sem féll nýlega í héraði. Sextán ára stúlka var dæmd í fimm ára fangelsi fyrir að ganga í skrokk á jafnöldru sinni með mjög alvarlegum afleiðingum. Þetta er óneitanlega þungur dómur, sérstaklega í ljósi þess hvað stúlkan er ung og einnig í samanburði við þá dóma þar sem fullorðnir karlmenn hafa verið að fá mun vægari dóma fyrir alls kyns ofbeldi gagnvart konum. Eru þetta innbyggðir fordómar gagnvart konum í þjóðfélaginu sem við byggjum? „Mín skoðun er sú að það séu ákveðin viðhorf í gangi í réttarkerfinu sem eru andstæð hagsmunum kvenna og barna. Orð þeirra og frásagnir eru almennt ekki teknar alvarlega, þess vegna lenda mörg kærumál ofan í skúffu án þess að þeim sé lokið. Það er greinilegt að dómarar álíta mikla áverka nauðsynlega sem sönnun fyrir ofbeldi. Þess vegna er þessi mikli munur á dómum fyrir kynferðislegt ofbeldi og líkamlegt ofbeldi. Dómar fyrir kynferðislegt ofbeldi eru þar af leiðandi mjög vægir. Ef það hefði verið strákur en ekki stelpa sem framdi verknaðinn býst ég við dómurinn hefði orðið svipaður. Þetta vakti hins vegar meiri athygli af því að það var stúlka sem beitti ofbeldinu en það er ekki algengt að konur grípi til slíkra aðgerða. Mat mitt er að dómurinn sé mjög þungur sérstaklega í samanburði við það sem kynferðisofbeldis-mennirnir fá. Nú það er heldur ekki sama hvar líkamlegu ofbeldi er beitt. Það hefur eftir því sem ég best veit aðeins fallið einn dómur þar sem sambýlismaður var dæmdur fyrir að beita sambýliskonu sína líkamlegu ofbeldi.“ ■ m s m y n d 3 2 Desember
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.