Heimsmynd - 01.12.1993, Blaðsíða 36

Heimsmynd - 01.12.1993, Blaðsíða 36
Grimmdin og dómgreindarleysið algjört Það sannaðist aldrei á Guðmund Helga og Snorra að þeir hefðu farið á staðinn gagngert til að fremja manndráp. Hins vegar er ljóst að atburðarásln fór gjörsamlega úr böndunum hjá þeirn þegar þeim varð ljóst að stöðvarstjórinn missti ekki meðvitund við fyrsta höggið sem þeir veittu honum með melspíru, (járnverkfæri), þegar ákveðið var að láta til skarar skríða. Eftir þetta létu ódæðis- mennirnir höggin og stungurnar dynja á manninum í brjálæðislegu hugarástandi þeirra sem einkenndist að miklu leyti af fráhvarfseinkennum af völdum fíkniefna og þörf fyrir rneira eitur. Stöðvarstjórann skildu mennirnir eftir í blóði sínu eftir að hafa tekið þá fjármuni sem voru til staðar í kjallara bensínstöðvarinnar. Til að komast í burtu notuðu þeir bíl mannsins sem þeir skildu eftir á bílastæði nálægt veitingahúsinu Naustinu. Þetta sýnir enn betur hvað mönnunum var í raun sama - bara ef þeir fengju peninga fyrir efnum. Stóragerðisbensínstöðin átti alltaf að vera „stóra ránið” þegar Guðmundur og Snorri lögðu á ráðin, þannig var það alltaf skipulagt. Afraksturinn átti hins vegar að verða meiri. Þegar mennirnir komu heim til sín að Smiðjustíg að loknu ráninu hófust þeir handa við að skipta fengnum. í hlut hvors um sig komu áttatíu þúsund krónur í reiðufé og einhver skiptimynt. Þetta var allt og sumt. Þetta lýsir því vafalaust best hve grimmdin getur verið algjör þegar þörf er fyrir fíkniefni til skammtíma neyslu. Dómgreindarleysið verður allsráðandi miðað við það sem eðlilegt getur talist þó að hægt hafi verið að heimfæra skipulag ránsins við þá reifarakenndu atburðarás sem raun bar vitni þegar upp var staðið. Það er bæði kaldhæðnislegt og dapurlegt, að mönnunum sást ekki fyrir í grimmdinni og þeirn ófor- skammaða skepnuskap sem þeir sýndu af sér. Roguðust með lífshættuleg efni niður Laugaveginn Áður en Stóragerðismorðið var framið stóðu Guðmundur og Snorri í stór- hættulegum aðgerðum sem gerðu marga kerfiskarla í raun logandi hrædda um nokkurra daga skeið. Allt var þetta í þágu fíkniefnaneyslu og til frekari fjármögnunar á slíku - vafalaust sölu. Ætlunin var að brjótast inn í apótek Iðunnar við Laugaveg til að 3 6 verða sér úti um lyf og „hráelni " í fíkniefni. Þarna komust mennirnir yfir margs konar stórhættuleg efni sem geymd voru í geymslum í porti við apótekið. Nokkrum dögum fyrir ferðina í Stóragerði héldu mennirnir sem leið lá að hurð við Laugaveginn við hliðina á apótekinu. Þegar hún var opnuð var þar inngangur að geymslunum, en þarna fyrir innan gátu Snorri og Guðmundur tekið í ró og næði til við að brjóta upp geymsluhurð og kanna hvað þar væri að finna. Þegar upp var staðið höfðu fíklarnir náð sér í ýmis efni sem hægt var að nota við að búa til sterk fíkniefni eins og amfetamín. Þeir settu dunka og krukkur í kassa sem þeir síðan roguðust með niður Laugaveginn. Útilokað er annað en að fjöldi fólks hafi séð þá. í þessum umbúðum voru efni sem mennirnir höfðu í raun ekki hugmynd um hvernig átti að meðhöndla. En þeim hlyti að takast það. Það sem kerfiskarlarnir,og þar á meðal lögregla óttaðist mest, voru þau efni sem mennirnir höfðu náð. Apótekarinn kærði innbrotið og reyndi að gefa lögreglu upp hvað um væri að ræða. Fjölmiðlar greindu frá því að nítróglyserín, arsenik og blásýra hefði verið á meðal þess sem Snorri og Guömundur höfðu á brott með sér úr apótekinu. Félagarnir lögðu á ráðin um hvað þeir ættu að gera við efnin. Fram kom á síðari stigum málsins að þeir höfðu gert einhvers konar blöndu úr efnunum sem þeir neyttu. Guðmundur Helgi hafði tekið eitthvað af þessari ólyfjan inn í von um að komast í vímu en hann „varð fárveikur af því eins og hann komst síðar að orði.“ Hann var einmitt fárveikur af þessum efnurn þegar manndrápið á bensínstöðinni var framið. Lögreglan komst yfir efnin með mjög sérstökum hætti þegar til kom. Lögmaður Snorra var fenginn til að fara með ónefndum manni sem þekkti til efnanna. Þau voru grafin niður talsvert langt fyrir utan höfuðborgarsvæðiö. Snorri leysti frá skjóðunni og greindi frá staðnum eftir að hann var úrskurðaður í gæsluvaröhald og síðan var samið við fyrrgreindan mann um að sýna lögmanninum hvar efnin lægju grafin. Þeir náðu síðan í efnin sem komust að lokum til skila að miklu leyti. Þetta var alls ekki í fyrsta skipti sem fíkniefnaframleiðsla komst í hámæli á íslandi. Mergurinn málsins er einmitt sá að svona lagað er talsvert algengt,það að fíklar eða fíkniefnasölumenn reyni að búa til eða drýgja eiturlyf með ýmsum hætti. Afbrot tengjast þessari iðju ekki H e i aðeins með þeim hætti að það er ólöglegt að búa til eða selja eiturlyf heldúr einnig að náð er í hráefnin með innbrotum og þjófnuðum. Veikindi, jafnt skammvinn sem varanlegt, hljótast af þessu eins og venjulegri fíkniefnaneyslu. Mikið amfetamín í blóði mann- drápsmanns Annað manndrápsmál, og það nýlegt, tengist fíkniefnaneyslu með beinum hætti. Þegar Þórður Eyþórsson, 36 ára Reykvíkingur, ruddist inn í kjallaraíbúð baka til við Snorrabraut í Reykjavík aðfaranótt 22. ágúst síðastliðins, örfáum mínútum áður en hann lagði þar banvænni stungu til húsráðanda, var mikið vatn búið að renna til sjávar hjá honum og þeim sem voru innandyra hvað varðar fíkniefnaneyslu. Þeir sem þarna voru til staðar höfðu allir tengst fíkniefnum með einum eða öðrum hætti um lengri eða skemmri tíma þó ekki sé hægt að segja að allir hafi verið beinir málsaðilar hvað snertir orsakir eða tilefni þess voðaatburðar sem þarna átti eftir að eiga sér stað. Þórður var búinn að drekka mikið af áfengi og neyta verulegs magns af amfetamíni hið örlagaríka kvöld. Þetta sýndi blóðrannsókn sem gerð var vegna málsins. Þórður hafði meira og rninna verið að í óreglu á undangengnum sólarhringum. Það er sannað að amfetamín hefur gjarnan þau áhrif á menn að þeir verða árásargjarnir og ofbeldishneigðir þegar þeir taka efnið inn. Af þessu má alveg ljóst vera að neysla Þórðar átti sinn hlut í að gera þær tilfinningahræringar sem í honum bærðust mun verri ella en ef hann hefði ekki neytt efnisins þó að sýnt hafi verið að ástæða hnífaatlögu Þórðar að Ragnari heitnum Olafssyni húsráðanda hafi verið afbrýðissemi og skapgerðarbrestir árásarmannsins. Unnusta Þórðar var nýlega búin að binda endi á nokkurra mánaða langt samband þeirra þegar manndrápið var framið. Þórður bar miklar tilfinningar í brjósti til unnustunnar, en upp kom sú staða að afbrýðisemi blossaði upp þegar unnustan átti í samskiptum við Ragnar heitinn. Unnustan hélt í raun framhjá Þórði í júlí og þá með Ragnari, en áfram hélt þó samband þeirra. í lok ágúst var síðan ákveðið að slíta sambandinu. Þórður hafði, að eigin sögn, reynt að stuðla að því að halda unnustunni frá fíkniefnaneyslu og var í því sambandi búinn að hlutast til um að hún færi í msmynd Desember
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.