Heimsmynd - 01.12.1993, Blaðsíða 40

Heimsmynd - 01.12.1993, Blaðsíða 40
rinn i „Ég hef þá reglu að ég spyr fanga nánast aldrei að því fyrir hverjar sakir hann sitji inni. Hann segir mér það kannski einhvern tíma, kannski aldrei, kannski spyr ég ef tilefni er til þess. Annars skiptir það ekki máli. Það sem skiptir máli er þessi manneskja í þessum tilteknu aðstæðum. Hún er þarna vegna þess að hún hefur gerst brotleg við lög samfélagins á einhvern hátt. Yfirleitt kannast hún við brot sitt og iðrast þess. Sá sem hefur tekið líf annars manns hefur að sönnu drýgt synd og einnig sá er þröngvar sér inn á líf annars með nauðgun. Hvort tveggja er alvörumál og fyrir þau er refsað. Allir menn hafa aðgang að Guði fyrir Jesú Krist hvort heldur þeir eru menn hversdagsins eða morðingjar, nauðgarar og ranglætismenn. Þeir geta snúið sér til Guðs, beðið um fyrirgefningu og miskunn. Samfélagið fyrirgefur þeim yfirleitt ekki, það refsar þeim. Trúin býður miskunn og fyrirgefningu - og hún er Guðs en ekki manna. Og það verða afbrota- mennirnir sjálfir að upplifa. Á þetta bendi ég þegar ég tel vera komið að því í kynnum mínum af þeim.“ i usinu éra Hreinn Hákonarson er fangaprestur þjóö- kirkjunnar og þekkir því öörum mönnum betur þá þjáningu sem oft leynist á bak við rimlana í tukthúsinu.. Hvað tekur mest á fangaprestinn í starfi hans? „Ætli það sé ekki einna helst að sjá ungt fólk vistað tii langs tíma. Ungt fólk sem kannski áttar sig ekki ætíð á gjörðum sínum, sem rekið hafa það bak við lás og slá. Það verður stundum viðskila við sjálft sig. Þá er brýnt að aðstoða það; hjálpa því við að nýta tímann sem best, því þá líður hann hraðar. Byggja það upp andlega og líkamlega svo vistin verði því til sem minstrar þjáningar. Þess vegna þarf oft að leiða það, benda því á námsmöguleika - og reyndar þarf að stórauka þá; hafa vinnu innann fangelsis og utan fyrir þá sem traustsins eru verðir. Fangelsi þarf því eins og hægt er að líkjast góðu heimili þar sem hver heimilismaður er undirbúinn sem best undir það að ganga aftur út í lífið.“ Hefur fjölskyldan þá brugðist? „Það er ekki hægt að skella skuldinni alfarið á fjölskylduna. Það eru margir samverkandi þættir sem koma mönnum í fangelsi. Sumir koma þangað oft. Aðrir aðeins einu sinni. En fjölskyldan er afar mikilvæg og að henni ber að hlúa. Hver einasti einstaklingur hefur göngu sína í einhvers konar fjölskyldu- mynstri en þau geta verið margvísleg. Það er öllum Ijóst að tímamótaskeið eins og unglingsár geta skipt sköpum um framtíð einstaklingsins og velferð. Hjá mörgum fanganum hefur eitthvað farið úrskeiðis í uppeldi, eitthvað í fjölskyldu hans, sem veldur því að haldið er út á braut sem endar í afbrotum. Þetta getur verið braut vímuefna eða áfengis.“ Ljósmynd/Stefán Karlsson Hvernig huggarþú morðingja eða nauðgara? „Fjölskyldan er einn þýðingarmesti hlekkurinn í uppelcfismótun hvers einasta manns og þegar brestur er kortlinn í hann þá er mikilvægt að grípa inn í. Ef þessi brestúr er sýnilegur, þá er hægt að grípa strax inn í, en fyrr eða síðar kemur hann í Ijós. Enginn vill að barnið sitt verðijafbrotamaður en sumum uppalendum er kannski kki Ijóst að ákveðnar aðstæður geta hrundið upp luktum dyrum í hugskoti hvers manns og vakið hinn verri mann. Sumar fjölskyldur ráða bara alls ð aðstæður sínar og þurfa þess vegna hjálp áður en í óefni er komið. Kirkjan vill koma til hjálpar vegna þess að það er köllun hennar; köllun hennar að sinna mannvernd ef svo má að orðí komast, mannvernd og fjölskylduvernd, eru tvær greinar af sama meiði, lífinu sem manninum hefur verið gefið. Innst inni vill enginn maður sóa lífi sínu eða leggja í úst, hversu djúpt sem hann kann annars að vera sokkiþn. Hann er bara ekki með sjálfum sér - hann þarf hjálp til að komast til sjálfs sín. Hvað með þá sem eru í einangrun? H „Éinangrun reynir á sálarþrek manna og ofgerir því : stundum og ætti að beita sem minnst. Hún er ómanneskjuleg en getur reynst nauðsynleg í sumum málum. Ég held að enginn geti ímyndað sér hvernig hún er - menn verða að reyna hana á sjálfum sér ef þeir ætla að lýsa henni af einhverju viti. Því miður leyfa ekki aðstæður í Síðumúlafangelsinu að menn í einangrun geti unnið þó svo ráð sé fyrir því gert í reglugerð um gæsluvarðhaldsvist. 4 o D e e m b e r Heimsmynd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.