Heimsmynd - 01.12.1993, Side 48

Heimsmynd - 01.12.1993, Side 48
Fall hans er dæmigert um það hversu lýðhyllin er fallvölt. Hann hafði verið vinsæll borgarstjóri í Reykjavík í 12 ár og í síðustu borgarstjórnarkosningunum, sem hann leiddi Sjálfstæðisflokkinn sem borgarstjóri, vann hann slíkan yfir- burðasigur að slíkt hafði aldrei gerst áður og átti ekki eftir að gerast aftur fyrr en með sigri Davíðs í borgarstjórnar- kosningum árið 1990. Þetta var árið 1958 og þá fengu Sjálfstæðismenn kjörna tíu borgarfulltrúa af fimmtán. í forseta- kosningunum tíu ámm siðar fékk Gunnar aðeins fylgi rúmlega þriðjungs Reyk- vtkinga. Þetta var ekki vegna þess að Gunnar hefði breyst í millitíðinni heldur vegna þess að hann var orðinn tákn gamla tímans og óvinsællar ríkisstjórnar. Síðan átti hann eftir að þjóta upp á tind lýðhyllinnar um skeið er hann gerðist uppreisnarmaður innan Sjálfstæðis- flokksins og myndaði ríkisstjóm öllum að óvörum árið 1980. Óvæntir leikir og djarfar ákvarðanir, sem heppnast, em vel fallnar til lýðhylli. Það sannaðist einnig á Hannibal Valdimarssyni er hann rauk úr ömggu framboði í Reykjavík árið 1971 og bauð sig fram á Vestfjörðum og sópaði þar til sín fylgi. Hann hafði lag á að koma yfir kjósendur eins og þmma úr heiðskím lofti. Steinn Steinarr eða Ólafur Thors? Það á þó fyrir flestum stjórnmála- mönnum að liggja, líkt og íþróttastjörnum og poppstjörnum, að gleymast hratt. Þeir em á hvers manns vömm um stund, það er litið upp til þeirra, þeir hafa mikil völd og áhrif, en áður en varir eru þeir gleymdir. Eftirmælin em kannski í besta falli neðanmálsgrein í Islandssögunni ef þeirra er þá yfirleitt að nokkru getið. Jafnvel æðstu menn ríkisins verða ekki ódauðlegir í sögunni. Menn eins og Björn J ó n s s o n , E i n a r Arnórsson, Sigurður Eggerz ogjón Magnússon eru óðum að hverfa inn í móðu og mistur. Voru þeir þó allir forsætis- ráðherrar. Meira að segja nöfn fyrstu forsetanna, Sveins Björnssonar og Ásgeir Ásgeirssonar, eru farin að hljóma ókunnuglega í eyrum yngstu kynslóðarinnar. Og hver man nú eftir Birni Kristjáns- syni, Magnúsi Kristjánssyni, Skúla Guðmundssyni, Jóhanni Þ. Jósefssyni eða Áka Jakobssyni. Ailir voru þeir áberandi og umtalaðir stjómmálamenn á sinni tíð og allir urðu þeir ráðherrar. Menn munu betur eftir drykkfelldum og fátækum listamönnum sem samtíðin mat lítils. Sennilega mun nafn Steins Steinarr lifa lengur en þeirra Hermanns Jónas- sonar og Ólafs Thors. Dægurlög eða klassík Lýðhyllin er völt og duttlungafull og það á ekki bara við um stjórnmálamenn heldur og um fjölmarga aðra hópa sem eitthvað eiga undir vinsældum almenn- ings, svo sem listamenn. Á sjötta áratugnum og fram eftir þeim sjöunda var Haukur Morthens vinsælasti og dáðasti dægurlaga-söngvari þjóðarinnar. Svo kom Bítlaæðið og í kjölfar þess hipparnir og byltingarsinnað ungt fólk. í augum þess var fátt jafn hallærislegt og Haukur Morthens. Um nokkurra ára skeið lapti hann dauðann úr skel sem afdankaður dægurlagasöngvari en gafst þó ekki upp. Hann hélt áfram að syngja í lítt þekktum og hálftómum danssölum fyrir fólk sem fylgdist ekki með og hafði dagað uppi í gömlu dönsunum. Sumir komu gagngert til að hlægja að honum. En hvað gerðist? Sama fólkið og fordæmdi Hauk Morthens tók hann skyndilega upp á arma sína á níunda áratugnum. Hann var meira að segja fenginn til að syngja sérstaklega á árlegu nostalgíuballi 68-kynslóðarinnar og hún hélt varla vatni íýrir hrifningu. Er Haukur lést í fyrra var hann dáður og dýrkaður sem aldrei fyrr og lög hans hljóma ár og síð á öldum ljósvakans. Sá íslenskur dægurlagasöngvari sem var hins vegar átrúnaðargoð Bítlakyn- slóðarinnar er Björgvin HaUdórs- son. Ungu stelp- urnar æptu og veinuðu, þegar hann söng, og leið jafnvel yfir þær. Sumar brutu fram- tennur sínar til að líkjast goðinu. Hann heldur áfram að syngja en er nú afdankaður eins og Haukur Morthens var um 1970. Hann og margir álíka eru kallaðir skalla- popparar í háð- ungarskyni. Á hann eftir að koma til baka eins og Haukur, verða klassískur eða falla i gleym-skunnar dá? Úr því getur tíminn og tískan ein skorið. Gleymist Halldór Laxness? Lögmál lýðhylli og orðstírs eru órannsakanleg. Það sem fellur vel í geð almennings einn daginn getur verið skammvinn bóla en hitt sem fáir taka eftir í samtímanum getur, er fram líða stundir orðið risavaxið í þjóðarvimndinni. Jónas Hallgrímsson skáld var hvorki dýrkaður né dáður á hérvistardögum sínum - nema þá kannski af þröngum vinahópi. Það var ekki fyrr en eftir dauða hans að hann var hafinn upp til skýjanna og nú em kvæði hans hluti af þjóðarvitundinni. Allt sæmilega vel upplýst fólk þekkir Jónas og kvæði hans. Á dögum Jónasar vom hins vegar rímnaskáldin á hvers manns vömm. Kveðskapur þeirra er nú fáum kunnur og nöfn þeirra að mestu gleymd. Ég spái því að sama eigi eftir ð gerast með tónskáldið Jón Leifs á þessari öld. Hann var af þorra al- mennings álitinn sérvitringur sem samdi óskiljanlega tónlist en nú, mörgum ámm eftir dauða hans, fer orðstír hans stórvaxandi, ekki bara hér á landi heldur einnig úti í heimi. En stjörnur annarra hafa fallið. Gunnar Gunnarsson skáld var á fyrri hluta aldarinnar orðinn einn af þekktustu og vinsælusm rithöfundum í Norður-Evrópu og orðaður við Nóbelszverðlaun. Bækur hans vom þýddar á fjölmörg tungumál og gefnar út í risaupplögum á Norður- löndum og í Þýskalandi. Nú er hann gjörsamlega gleymdur þar, týndur. a Sama á við um Kristmann Guð- mundsson. íslendingar kannast að vísu flestir við þessa tvo rithöfunda en eru mikið til hættir að lesa bækur þeirra. Kannski verða þeir endumppgötvaðir. Er Halldór Laxness á sömu leið? 4 8 D e s e m b e r Heimsmynd
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.