Heimsmynd - 01.12.1993, Síða 82

Heimsmynd - 01.12.1993, Síða 82
DES E scbc manuður MBER renninga sem voru festir horn í horn og í miðjunni hékk jólabjalla úr sama efni. Jóhanna, elsta systirin, var best okkar við mömmu og hjálpaði henni alltaf með jólabaksturinn. Sömu kökurnar voru bakaðar jól eftir jól. Það var auðvitað bökuð jólakaka, og svo brúnkaka og terta sem var gerð úr mörgum ljósum botnum með sultu á milli. Ekki má gleyma smákökunum sem voru al- gengastar þá, eins og til dæmis hálfmánarnir og kring- lóttu smákökurnar með muldum sykri og möndlum ofan á. Það var mjög ákveðin hefð við jólabaksturinn, það voru ákveðnar tegundir sem tilheyrðu þessum tíma. Fyrir jól var svo pantaður frá Ölgerð Egils Skallagrímssonar einn kassi af Maltöli og einn af Appelsíni, og frá Sanítas einn kassi af Sítrón. í þá daga fengu börn yfirleitt aldrei gos- drykki nema á jólunum. Stemmningin í bænum dagana fyrir jólin var magnþrungin. Alls konar vörur sem fólk fékk ekki allt árið voru frambornar þá. Hjá Silla og Valda, Halla Þórarins og fleiri verslunum voru dyrnar látnar standa upp á gátt, og ilminn af eplum og appelsínum, sem voru ný- komin til landsins, lagði út á götu og allir komust í hátíð- arskap. Okkur krökkunum fannst þessi yndislega ávaxta- lykt boða komu jólanna en það var sko ekki hægt að fá ávexti á hverjum degi á þessum árum. Pabbi var þá togaraskipstjóri og Þórarinn Olgeirsson út- gerðamaður vinur hans bjó í Grimsby. Við vorum svo heppin að hann sendi okkur risastóran kalkún fyrir jólin, sem var síðan hafður í matinn á jóladag. Setti það mikla stemmningu í borðhaldið. Matargerðin var mun ein- faldari en hún er nú. Ég man að rauðkál, brúnaðar kartöfl- ur, soðnar gulrætur og grænar baunir voru fastir liðir á jólunum en sjaldan annars. Ýmsar grænmetistegundir sem fást núna út í búð þekktust ekki þá. Flestir höfðu hangikjöt á borðum á að- fangadagskvöld. Þetta var almennur siður, neysluþjóðfélagið var ekki komið og allt einfaldara i sniðum. Með matnum var drukkið svokallað jólaöl, en það er Malt og Appelsín til helminga. í eftirrétt var hrís- grjónagrautur með rúsínum og var hann stundum bragðbættur með þeyttum rjóma. í grautinn var sett ein mandla og sá sem var svo heppinn að fá hana fékk lítinn konfektkassa eða súkkulaðistykki í verð- laun. Vinningshafinn mátti alls ekki segja til sín fyrr en allir höfðu lokið af sínum diski og setti það vissa spennu og skemmtun i borðhaldið. Og jólatréð. Jólatréð var svo fallegt í ein- faldleika sínum; snúin, lifandi kerti (þá voru ekki til rafmagnsseríur) voru fest á greinar þess með klemmum, sælgætis- pokarnir glóðu á greninu og glitrandi kúlur og englahár voru þar líka. Við þurftum öll að hafa vakandi auga með kertunum og gæta þess að þau brynnu ekki niður, stundum þurfti að hafa snör handtök svo það færi ekki illa. Einu sinni henti það Önnu, yngstu systur mína, á aðfanga- dagskvöld að hún gætti ekki að sér og fór of nálægt trénu. Logarnir frá kertunum náðu í viða, bleika tjullkjólinn hennar og skyndilega stóð hann i björtu báli. Sem betur fer var pabbi fljótur til, fór úr jakkanum og vafði honum utan um hana og kæfði eldinn. Til mikillar lukku brenndist hún ekkert, en mikið urðum við hrædd. Þegar maður hugsar til jólagjafanna á þessum árum man maður eftir því að þær voru fábrotnar, ólíkt því sem tíðkast í dag. Loðfóðraðar lúffur komu að góðum notum í vetrarkuld- unum. Og stelpur, sem gengu aldrei í síðbuxum, fengu gjarnan sokka eða undirföt sem komu sér alltaf vel. Eitt var þá eins og nú. Það eru blessaðar jólabækurnar. Þegar búið var að dansa í kringum jólatréð og syngja jólasöngvana var sest niður og kíkt í bókina (yfirleitt fékk hver og einn bara eina bók að gjöf) sem viðkomandi fékk í jólagjöf. Undir miðnætti var síðan búið til kaffi og ekta heitt súkkulaði úr Síríus eða Lillu suðusúkkulaði og bornar fram smákökur með. Það var líka fastur liður hjá mömmu að færa okkur heitt súkkulaði í rúmið á jóladagsmorgun. Ég man sérstaklega vel eftir því að á aðfangadag hafði mamma kveikt á útvarpinu og maður heyrði þegar jólin voru hringd inn og á eftir byrjaði útvarpsmessa. Þegar mamma og pabbi komu niður stigann, hann klæddur í kjól og hvítt og hún í síðum kjól, var í fasi þeirra djúp virðing fyrir þessari hátíð fæðingu frelsarans. Húsið var allt uppljómað, ljós t hverju herbergi og kertaljós út um allt, já bjart átti það að vera. Lotningarfull framkoma foreldra minna á þessari hátíð allra hátíða hefur greypst í huga mér og er ef til vill ein dýrmætasta æskuminning mín. Pabbi var á sjónum þá og það voru mörg aðfangadagskvöldin sem hann gat ekki verið heima. Mamma lagði samt alltaf á borð fyrir hann við enda borðsins. Já, andi jólanna er draumurinn um kærleika og frið milli manna. Við megum ekki gleyma fögnuðinum yfir því að hafa á þeim eignast vininn mikla sem við leitum til í erfiðleikum og gleði þessa lífs. -Herdís Tryggvadóttir 8 2 D e e m b e r Heimsmynd
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.