Heimsmynd - 01.12.1993, Side 99

Heimsmynd - 01.12.1993, Side 99
En þetta er flókið mál vegna þess að konur nítjándu aldar skil- greindu hvorki sig né stöðu sína, þær lifðu venjulegu tilbreytingas- nauðu lífi, voru fjárhagslega háðar karlmönnum, voru flestar giftar og áttu börn og kynferðisleg ást til konu var „tabú“, sem fæstar hafa líklega þorað að brjóta. Margar þeirra kvenna sem heilluðust af kynsystrum sínum hafa hugsanlega ekki áttað sig á því til full- nustu hvað var raunverulega að gerast í tilfinningalífinu. Tuttugustu aldar mælikvarðinn gildir ekki fullkomlega þarna. En með sálkönnun og Freud í byrjun tuttugustu aldar varð stef- nan önnur. Samkynhneigð kvenna varð viðurkennd ýmsum til hrellingar. Skáldsagan The Well of Loneliness eftir Radclyffe Hall kom svo út árið 1928. Höfundurinn var lesbía sem trúði því að hún væri karlmaður í kvenlíkama og kallaði sig John. Sagan vakti mikið umrót jafnvel þótt kvenhetjan tæki að lokum karlmann fram yfir unnustu sína. Dómstólar dæmdu bókina ósiðlega og hættulega. En skrefið hafði verið stigið og það varð ekki aftur snúið. Baráttan fyrir viðurkenningu á samkynhneigð kvenna var hafin en raun- verulegum árangri náði hún þó vart fyrr en á seinni áratugum þessarar aldar, um það leyti sem kvennabaráttan stóð sem hæst. Lesbískur femínismi „Áður en kvennahreyfingin kom til sögunnar, hafði ég gert mér grein fyrir því að femínisminn og samkynhneigð kvenna eru fyrir- bæri sem verða ekki aðskilin. Lesbíska konan er femínisti í eðli sínu því hún er laus frá öllum tilfinningasamböndum við karlmenn,“ sagði Charlotte Woolf, þýskur læknir. Það heyrðust jafnvel þær raddir að hinir einu sönnu femínistar væru lesbíur. Monique Wittig rithöfundur, femínisti og lesbía sagði seint á áttunda áratugnum: „Við stefnum ekki að því að samkynhneigð kvenna verði úr sögunni, því það er hið eina lífs- form sem við getum sætt okkur við, heldur ætlum við að útrýma gagnkynhneigð - hinu pólitíska ástandi sem byggir á kúgun kvenna." Og í formála að úrvali úr verkum lesbískra rithöfunda sögðu Angela Stewart Park og jules Cassidy: „Við höfum valið. Við höfum valið að tengjast konum kynferðislega og tilfinningalega. Við höfum kosið að tengjast ekki karlmönnum á þennan hátt. Við teljum að þetta val hafi gert okkur sterkari.“ Sömu skilaboð komu frá „Leeds hópnum“ svonefnda, póli- tískum hópi lesbla sem sendi frá sér eins konar stefnuskrá árið 1979. Þar var þess krafist að feministar sem tækju málstaðinn alvarlega létu af kynferðissamböndum við karlmenn. Hin kynferðislega athöfn byggðist á því að karlmaðurinn réðist inn í líkama konunnar, karlmaðurinn væri gerandinn, konan þolandinn, hann sá sterki, hún sú varnarlausa. Hópurinn sagði kynmök gagnkynhneigðra undirstrika ríkjandi vald karla. Þegar karl- maðurinn þrengir sér inn í líkama konunar er hann að refsa henni og sanna vald sitt. Og orðrétt: „Gagnkynhneigðar konur eru bandamenn óvinarins (Karl- mannsins). Sú kona sem býr með karlmanni og hefur við hann kyn- mök viðheldur kúgun kynsystra sinna og hindrar frelsisbaráttu þeirra." Hér er boðaður fullkominn aðskilnaður kynjanna. Það er enginn málamiðlun. Þetta er vitanlega ekki æskileg þróun en hún er ekki órökrétt miðað við þá aldalöngu þvingun sem sam- kynhneigðar konur hafa mátt sætta sig við. Óttinn við samkynhneigð Hinn almenni borgari kýs að vita af því að allt sé í besta lagi, hann vill vita af því þegar hann vaknar, að heimur hans sé hinn sami og hann var í gær; það sé ekki búið að breyta reglunum. Opinber samkynhneigð annarra borgara ógnar þessum heimi hins hvers- dagslega samræmis, hún brýtur aldagamlar hefðir. Þessi hræðsla virðist nokkuð almenn meðal gagnkynhneigðra. Þeir fást vissulega til að segja: „Ja, þetta er nú fólk eins og við“, en þegar rætt er um giftingar gagnkynhneigðra, barneignir eða ættleiðingar þá er umburðarlyndið rokið út í veður og vind. Fjöldi íslenskra lesbía eru mæður. Þær hafa reynt sambönd við karlmenn en þau hafa ekki lánast því tilfinningar þeirra beinast til kvenna og þangað rata þær að lokum. Þegar tvær lesbíur sem eiga ung börn eru spurðar hvenær þær ætli að segja börnum sínum frá samkynhneigð sinni eru svörin ólík. Ein segir: „Ég ætla ekkert að útskýra það sérstaklega.“ Önnur segist ætla að útskýra þetta smám saman fýrir barni sínu eins og þroski þess leyfi. Hún segist stundum óttast að barn sitt verði fýrir aðkasti, „ég vona þó að tímarnir séu að breytast," segir hún, „ég vil trúa því að barnið mitt geti fengið að una í friði." Þær segja ólíkar sögur af samskiptum við barnsfeður. „Ég var full og varð ólétt eftir strák,“ segir önnur þeirra, gullfalleg kona sem karlmenn laðast að, „sambýliskona mín tók þetta nærri sér, leit á þetta sem framhjáhald, en nú elskar hún barnið jafn mikið og ég. Ég hef ekkert samband við föðurinn, hann er erlendis sem betur fer.“ Hin segir að faðirinn hafi vitað af því að hún væri les- bísk. „Ég var hætt með kærustunni minni og kynntist þessum strák, hann var góður við mig og mér þótti vænt um hann, en kynlífið var vitaskuld bömmer og þetta gat ekki gengið til lengdar. Hann er mikið með barninu, það eru engin vandamál þar.“ En hver eru vandamálin? Konurnar eru báðar á þrítugsaldri en segja ólíka sögu. „Þetta hljómar kannski ótrúlega en það eru engin vandamál," segir önnur þeirra. „Ég á íbúð, er í góðri vinnu, vinum mínum finnst ekki skip- ta neinu máli hvort ég sef hjá konu eða manni. Vanda-málin voru í byrjun þegar ég var að átta mig á eðli mínu. Þegar það var búið þá var vandinn eiginlega leystur. Foreldrar mínir tóku þessu þokkale- ga þannig að það er allt í sóma. En ég skal segja þér hvað er leiðinlegast. Það er þessi stóri hópur karlmanna sem ætlar að frel- sa mann frá þessu hlutskipti með því að sofa hjá manni og veita manni fullnægingu. Það eru ótrúlegar hugmyndir í gangi hjá þessum karlmönnum.“ Hin segir: „Marilyn Monroe sagði einu sinni að það væri litið á sig eins og fyrirbæri og hún þyldi ekki að vera fyrirbæri. Ég veit hvað hún átti við. Það er ákaflega erfitt að lifa við það að sífellt sé starað á mann vegna þess eins að maður er kona sem kýs að lifa með konu. Það kemur engum við hverjum manni þykir vænt um eða af hverju. Þetta er samband sem er á milli mín og sam- býliskonu minnar. Ég vil fá að vera í friði með henni og barninu mínu en fæ það líklega aldrei. Ég verð ekki fyrir beinu aðkasti en það er starað og pískrað." Þegar ég bendi henni á að lesbískar konur á Kúbu eigi á hættu tuttugu ára fangelsi verði uppvíst um samkynhneigð þeirra og í íran og Saudi Arabíu bíði þeirra líflát segir hún: „Já, það eru svona viðhorf sem gera það að verkum að einstaka sinnum lít ég í spegil og hugsa: „Af hverju er litið á mig og konur eins og mig sem óæskileg fýrir- bæri. Við erum manneskjur, og trúðu meir, langflestar okkar eru góðar manneskjur. Og það er það eina sem á að skipta máli.“ Heimsmynd Desember 9 9
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.