Heimsmynd - 01.12.1993, Page 101

Heimsmynd - 01.12.1993, Page 101
Það sem þótti gefa vísbendingu um að kona væri lesbísk 1890: Að reykja sígarettur á opinberum stöðum 1895: Að klæðast karlmannsfötum 1990: Að sækja bari - Tala hátt og sletta 1910: Þykjast hafa vit á öllum málefnum og vera laus við feimni 1912: Að ganga ekki í lífstykki 1921: Að vera mjög stuttklippt Meintar ástæður fyrir samkynhneigð kvenna. I Sjálfsfróun (1600-1900) 2. Framgangur kvenréttinda hreyfingarinnar (1890) 3. Aðskilnaður kynjanna á styrjaldartíma og að þær skyldu hafa gengið í störf karla (1920) 4. Of mikil kirtlastarfsemi (1930) 5. Ójafnvægi í kirtlastarfsemi (1950) 6. Slæmt uppeldi (1960) konur sem elskuðust Eleanor Butler & Sara Ponsonby Hin viljasterka og orðhvassa Eleanor Butler var 29 ára þegar hún gerðist kennari hinnar þrettán ára viðkvæmu og hlédrægu Söru Ponsonby. Þetta ,var á írlandi árið 1773. Fimm árum eftir að kynni tókust með þeim ákváðu þær að strjúka til Englands. Ættingjar þeirra náðu þeim á flótta. Kvöld eitt strauk Eleanor aftur frá heimili sínu og þjónustustúlka hleypti henni inn á heimili ættingja Söru þar sem hún faldi sig inni í skáp. Um morguninn tilkynntu konurnar ættingjum sínum að þær ætluðu sér að fara saman. Heimilisfaðirinn kraup fyrir framan Söru og grátbað hana að fara ekki. Hún svaraði, að þó að allur heimurinn krypi að fótum sér, þá myndi hún ekki breyta áformum sínum sem væru þau að „lifa og deyja með ungfrú Butler.“ Hún sagði að ef hún yrði hindruð,myndi hún grípa til örþrifaráðs sem myndi valda vinum sínum meiri vandræðum en allt sem hún hefði áður gert.“ Konurnar fluttu burt, settust að í Wales, þar sem þær bjuggu í rúm fimmtíu ár, allt til æviloka. Saga þeirra vakti mikla athygli, í hugum manna var þetta hin andlega, heilaga ást. Wordsworth, Walter Scott og fleiri stórmenni voru gestir á heimili þeirra Sara hélt lengstum dagbók og þar nefnir hún Eleanor „mína heittelskuðu" en eftir áratuga sambúð var ávarpið orðið „betri helmingurinn" Virginia Woolf & Vita-Sackville West Enski rithöfundurinn Virginia Woolf svaf einungis einu sinni hjá eiginmanni sínum, Leonard Woolf. Sú reynsla varð henni svo mikið áfall að hún fékk taugaáfall og meira varð ekki um samfarir milli þeirra hjóna. Virginiu þótti þó innilega vænt um mann sinn og bar mikla virðingu fyrir honum. Hún sagði ástkonu sinni Vitu Sackville West að hún hefði gifst honum af því hún hefði heldur viljað lifa með honum en vera án hans.Vita Sackville- West var lesbía og eiginmaður hennar var hommi. Áður en Vita kynntist Virginiu hafði hún nokkrum sinnum hlaupist á brott með vinkonu sinni Violet Trefusis, en samband þeirra stóð þó aðeins rúmt ár.Vita var mjög ástfangin af Virginiu en þótti Virginia ekki jafn áköf og sagði við hana: Þú lítur á samband okkar eins og það væri handrit, þannig líturðu alla hluti, einnig mannleg samskipti. .Ástarsamband þeirra stóð í örfá ár en lognaðist svo út af. Sagt er að fyrir utan mann sinn og systur hafi Virginiu Woolf ekki þótt jafn vænt um neina manneskju og Vitu. Virginia Woolf skrifaði skáldsöguna Orlando til ástkonu sinnar. Sagan lýsir breytingum á lífi kvenna frá tíma Shakespeares fram á tuttugustu öld. Aðalpersónan breytir um kyn, lifir fyrst Gertrude Stein & Alice B. Toklassem karlmaður, síðan sem kona og á í ástarævintýri með persónum af báðum kynjum. Gertrude Stein og Alice B. Toklas Ánð 1907 var hin bandaríska Alice Toklas að heimsækja Stein fjölskylduna í París þegar dóttirin Gertrude gekk inn. Gertrude sagði mörgum árum síðar að Alice hefði samstundis heyrt bjölluhljóm en Alice sagði að Gertrude hefði strax orðið ástfangin af sér. Þær hófu sambúð og Stein bað Toklas um að giftast sér. Heimili þeirra í París var aðsetur listamanna eins og Hemingway, Scott Fitzgerald og Picasso. Það var Stein sem sá um að skemmta karlmönnunum með gáfulegu tali sínu meðan Toklas fór með eiginkonurnar inn í eldhús þar sem skipst var á uppskriftum. Ef einhver karlanna í stofunni sagði sérlega áhugaverða slúðursögu var það venja Stein að hrópa á ástkonu sína: ,Alice, Alice, komdu, þú verður að heyra þessa." Stein lést árið 1946 og Alice bjó í einhver ár í íbúð þeirra í París en varð svo að flytja í nýtískulegri íbúð. „En Gertrude er ekki hér.“ sagði hún hnuggin. Gertrude og Alice bjuggu saman í 39 ár og hvíla í sama grafreit. Vinkona Alice B. Toklas sagði eitt sinn við hana: „Ég skil þig ekki. Hvað er það sem gerir þig svo sátta? Hvað er það sem heldur þér gangandi." Alice Toklas sagði: „Ég geri ráð fýrir að það séu tilfinningar minar til Gertrude." Anais Nin & June Miller Franski rithöfundurinn Anais Nin hitti eiginkonu Henry Millers árið 1931 og fannst hún fallegasta kona sem hún hafði séð. Anais Nin var gift en bráð yfir sig ástfangin af June. Þær tóku upp ástarsamband og Anais skrifaði um samband þeirra af ástríðu í dagbók sína: „Við þörfnumst hvor annarrar. Stundum vitum við ekki hvor okkar er barnið, móðirin, systirin, hvor er hin eldri og hyggnari." Við Henry Miller, eiginmann June sagði hún: „Ástin milli konu og manns byggir á togstreitu og flækjum. Tvær konur dæma ekki hvor aðra. Þær mynda bandalag... Ég elska June af því af því hún er konan sem ég vildi vera. Ég veit ekki af hverju hún elskar mig.“ Eftir stutta dvöl á heimili Anais hélt June til Parísar en þar átti hún aðra ástkonu. Eftir að hafa kvatt hana á brautartstöðinni féll Anais Nin í yfirlið. Henry Miller dvaldi á heimili hennar og eiginmannsins og þau Anais urðu fljótlega ástfangin en hún hugsaði þó stöðugt til eiginkonu hans: „Ég vil hann. Ég vil June. Það er June sem á eftir að tortíma mér, taka Henry frá mér og hata mig. Ég vil vera í örmum Henrys. Ég vil að June komi að mér þar. Það verður í eina skiptið sem hún mun þjást. Eftir það er það Henry sem mun þjást af hennar völdum. Mig langar til að skrifa henni og biðja hana að koma aftur, vegna þess að ég elska hana, vegna þess að ég vil færa henni Henry, hann er stærsta gjöfin sem ég get fært henni.“ June kom aftur en þá var Anais orðin háð Henry Miller sem varð vinur hennar til æviloka. June skildi við Miller og bjó um skeið með franskri ástkonu sinni. Hún drakk og tók eiturlyf og var um tíma vistuð á geðveikrahæli. Hún kenndi Anais Nin um skilnað sinn við Miller og neitaði öllum samskiptum við hana. Þegar Anais Nin var á sjötugsaldri kynntist hún ungri konu sálfræðingi sem hún heillaðist af og minnti hana á June. Hún skrifaði í dagbók sína: „Núna þegar ást mín er algjörlega bundin við karlmenn get ég dáðst að konum, unnað þeim, notið vináttu þeirra og tengst þeim náið án þess að finna fýrir kynferðislegu aðdráttarafli. Þetta er blessunaríkt ástand því ég er fær um að elska þær eðlilega, djúpt og Heimsmynd Desember 1 0 1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.