Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2019, Síða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2019, Síða 35
FÓKUS 3520. desember „Jólin voru svolítið öðruvísi hjá mér held­ ur en hjá þeim. Ég er fæddur og upp­ alinn í Reykjavík. Við vorum með greni­ jólatré sem við keyptum, lítil jólatré, með logandi kertum. Kertin voru logandi og klemmd á, svona var þetta þegar mað­ ur var ungur, sko. Seinna meir var ég lítið heima á jólunum. Ég var í 27 ár til sjós. Ég byrjaði 16 ára og sigldi um mestallan heiminn á fraktskipi. Ég eyddi jólunum stundum á sjó­ num. Það vildu nefnilega alltaf allir fá frí á jólunum en það voru þeir sem réðu mestu sem fengu að endingu fríin. Þetta var bara svona og maður vandist þessu. Við hins vegar höfðum engum mjöltum að sinna í borginni, svo við borðuðum jólamatinn klukkan sex og við vor­ um alltaf með jólagjafir, litlar en samt jólagjafir. Ég man ekki eftir neinum sér­ staklega eftirminnilegum gjöfum nema jú, kannski, ég fékk skauta og skó. Það þótti voðalega flott. Þá var stutt að fara á skauta. Einu sinni var nefnilega, ég veit ekki hvort þið vitið það, afgirtur Austur­ völlurinn með járnstautum, og á veturna var þetta sprautað og var skautasvell. Þangað barst svo músík frá Landssíma­ húsinu og var mikið um gleði.“ „Ég er úr lítilli fjölskyldu. Við vorum bara tvö systkinin í níu ár og pabbi var sjó­ maður, mikið á togurum. Hann sigldi öll stríðsárin. Þeir urðu alltaf að fara út fyrir jólin að veiða og það kom fyrir að maður horfði á ljósin úti á firðinum. Þeir máttu ekki vera heima, þeir urðu að vera farnir fyrir klukkan sex. Þó að veðrið væri þannig að þeir lægu úti í firðinum urðu þeir að fara fyrir klukkan sex, því þá var komin hátíð. Það mátti ekki vera í landi á jólunum. Svo eignaðist ég bróður þegar ég var 10 ára. En ég man alltaf eftir fyrsta jóla­ trénu. Þá vorum við bara tvö systkinin. Ég man hvernig jólatréð var, það var bara úr greinum og það voru búnar til körfur. Klipptar út körfur og límdar saman. Þær voru svona riðaðar að neðan. Svo voru til eins og dúkkulísur, bréf sem voru körfur alveg ekta með haldi. Svo voru klemm­ ur á jólatrénu með gati á fyrir kerti og þangað settum við kertin. Svo man ég að seinna keypti pabbi frá útlöndum gervi­ tré. Lítið var það, en það var notað að mig minnir alla mína búskapartíð. Ég á einhvers staðar líka frekar stóran jóla­ svein, með hreindýr og poka á bakinu. Þetta var úr hertum pappa og var alltaf á sama stað heima, ár eftir ár.“ Ingibjörg Guðmundsdóttir Hansen Bragi Sigurðsson Ingibjörg og jól á Patreksfirði Bragi og jólin í Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.