Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2019, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2019, Blaðsíða 52
52 FÓKUS 20. desember Brúnka: n 3/4 bolli olía n 1 tsk. vanilludropar n 1 1/4 bolli sykur n 3 egg n 3/4 bolli hveiti n 1/2 bolli kakó n 1/2 tsk. lyftiduft n smá sjávarsalt Vanillukrem: n 1 dós sæt mjólk (sweetened condensed milk) – tæplega 400 ml n 1 pakki Royal-vanillubúð- ingur n 1/2 bolli kalt vatn n 1 bolli rjómi n jarðarber (til að skreyta með) Aðferð: Hitið ofninn í 180°C. Nú getið þið annaðhvort tekið til form sem er 18 sentímetra stórt eða 22 sentímetra. Ef þið veljið 18 sentímetra formið þá verður botninn þykkari, og þá er tilval- ið að skera botninn í tvennt og búa til tvö lög með kremi á milli og ofan á. Ég valdi 22 sentímetra form og hafði kökuna einfalda. En munið að smyrja formið vel. Blandið olíu, vanilludrop- um, sykri og eggjum vel saman í lítilli skál og setjið til hliðar. Blandið öllum þurrefnunum vel saman í stórri skál og blandið síðan blautefnunum smátt og smátt saman við. Ekki hræra of mikið, þá verður brúnkan ekki dásamlega blaut og djúsí. Setjið deigið í form og bakið í sirka 20 mínútur (22 sentímetra form) eða 25–30 mínútur (18 sentí- metra form). Kakan má vera að- eins blaut þegar hún er tekin úr ofninum. Leyfið kökunni alveg að kólna áður en hún er skreytt. Þá er það vanillukremið. Blandið sætri dósamjólk og vatni vel saman í skál. Hrærið vanillubúðingnum saman við og hrærið þar til blandan byrjar að þykkna, í um eina mínútu. Setj- ið inn í ísskáp. Þeytið rjómann. Takið búðingsblönduna úr ís- skápnum og blandið rjóman- um varlega saman við. Skellið þessu aftur inn í ísskáp á meðan brúnkan kólnar. Skreytið brúnk- una með kreminu og fullt, fullt af jarðarberjum. Aðeins fyrir nautnaseggi Botn: n 3/4 bolli salthnetur n 1 bolli hveiti n 2 msk. púðursykur n 1/2 tsk. sjávarsalt n 115 g kalt smjör (skorið í teninga) n smá vatn (ef þarf) Epli: n 4 meðalstór epli (afhýdd og skorin í teninga) n 2 msk. smjör n 1/2 msk. ferskur sítrónusafi Hnetukaramella: n 1 bolli sykur n 6 msk. smjör n 1/2 bolli rjómi n 1 tsk. sjávarsalt n 1 bolli salthnetur Núggat: n 1 dós Marshmallow Fluff (Sykurpúðakrem) n 1 bolli flórsykur n 1/4 bolli hnetusmjör Súkkulaðitoppur: n 170 g mjólkursúkkulaði n 1 msk. hnetusmjör (kúffull) Aðferð: Botn – Hitið ofninn í 175°C og takið til hringlaga form, sirka 22 sentímetra stórt. Smyrjið það lauslega með smjöri eða bök- unarspreyi. Setjið salthnetur í matvinnsluvél og malið þar til þær líkjast mjöli. Blandið síð- an hveiti, púðursykri og salti vel saman við. Brytjið smjörið út í hveitiblönduna og vinnið smjörið í deigið með höndun- um. Þetta tekur smá tíma en útkoman ætti að vera fallegt og massíft deig. Ef það er of þurrt má bæta smá ísköldu vatni saman við, en bara einni mat- skeið í einu. Þrýstið deiginu í botninn og upp hliðarnar á forminu og setjið í frysti í um tíu mínútur. Nú, eða lengur ef ekki er von á gestum alveg strax. Setjið smjör- eða álpappír ofan á botninn og smellið einhverju þungu ofan á sem þolir hitann í ofninum. Margir eiga sérstök baksturslóð til þess, en ég nota bara nokkur, lítil kökuform, sem ég þyngi með til dæmis hrís- grjónum. Þetta er gert svo botn- inn blási ekki út. Bakið botninn svona í tuttugu mínútur. Takið síðan smjör- eða álpappírinn af, sem og lóðin, og bakið í 10 til 15 mínútur til viðbótar. Leyfið botninum alveg að kólna áður en einhverju er skellt á hann. Epli – Bræðið smjör á pönnu við meðalhita. Steik- ið síðan eplin í 5–7 mínútur, eða þar til þau eru mjúk. Takið pönnuna af hellunni og blandið sítrónusafanum saman við. Leyfið eplunum að kólna áður en þeim er dreift yfir botninn. Hnetukaramella – Bræðið sykur á pönnu yfir meðalhita og hrærið stanslaust í hon- um. Fyrst mun hann verða að kögglum og síðan bráðna í ljós- brúna blöndu. Þegar sykurinn er bráðnaður bætið þið smjör- inu út í og hrærið áfram stans- laust. Passið ykkur því blandan mun bubbla og láta illa þegar smjörið snertir sykurinn. Hrær- ið þar til allt smjörið er bráðnað og búið að blandast saman við sykurinn. Hér er gott að nota písk. Hellið síðan rjómanum varlega út í á meðan þið hrær- ið en blandan mun aftur láta illa. Leyfið þessu að sjóða í um eina mínútu en haldið áfram að hræra stanslaust. Takið pönnuna af hellunni og blandið salthnetum og salti saman við. Hellið sósunni í skál og leyfið henni að ná stofuhita. Hellið henni síðan yfir eplin og kælið herlegheitin í ísskáp í um hálf- tíma. Núggat – Blandið öllum hrá- efnunum vel saman í skál þar til blandan helst vel saman, en er örlítið klístruð. Dreif- ið núggatinu jafnt yfir kara- mellusósuna og setjið inn í ís- skáp á meðan súkkulaðibráðin er búin til. Súkkulaðitoppur – Setj- ið súkkulaði og hnetusmjör saman í skál sem þolir örbylgju- ofn. Hitið þetta í þrjátíu sek- úndur í einu og hrærið á milli þar til allt er bráðnað og bland- að saman. Hellið súkkulaði- toppnum yfir núggatið og skreytið jafnvel með söxuðum salthnetum og karamellukurli. Bingókúlusósa: n 150 g Bingókúlur (1 poki) n 1/2 bolli rjómi Kökubotnar: n 2 bollar hveiti n 1/2 bolli kakó n 1/2 bolli lakkrísduft n 1 tsk. lyftiduft n 1 1/2 tsk. matarsódi n 1 1/2 bolli sykur n 1/2 bolli púðursykur n 1 bolli grísk jógúrt n 3/4 bolli olía n 2 tsk. vanilludropar n 3 egg n 3/4–1 bolli sjóðandi heitt vatn Krem: n 200 g mjúkt smjör n 400 g flórsykur n 100 g hvítt súkkulaði (brætt) n 1 tsk. vanilludropar Aðferð Bingókúlusósa – Setjið Bingó- kúlur og rjóma í pott og bræðið yfir vægum hita. Fylgist með blöndunni og hrærið reglulega í henni. Takið pottinn af hellunni þegar allt er bráðnað saman og leyfið sósunni að kólna alveg. Kökubotnar – Byrjið á því að setja vatn í pott og ná upp suðu á meðan þið búið til deig- ið. Hitið ofninn í 180°C og takið til tvö, hringlaga 18 sentímetra form. Setjið smjörpappír í botn- inn og smyrjið hliðarnar með olíu eða smjöri. Blandið öllum þurrefnum vel saman. Bætið síðan jógúrt, olíu og vanillu- dropum saman við og því næst eggjunum, einu í einu. Hrær- ið vel. Blandið sjóðandi heitu vatninu varlega saman við og hrærið þar til allt er blandað saman. Deilið deiginu á milli kökuformanna og bakið í um það bil hálftíma. Leyfið kökun- um að kólna aðeins í formun- um áður en þið takið þær úr þeim. Leyfið botnunum síðan alveg að kólna áður en kremið er sett á. Krem – Þeytið smjörið í 3–5 mínútur og bætið síðan restinni af hráefnunum saman við og þeytið vel. Svona er kakan sett saman: Smyrjið nokkrum matskeið- um af bingókúlusósunni ofan á annan botninn. Setjið síðan krem á hann og hinn botninn ofan á. Hyljið kökuna með hvíta kreminu. Setjið síðan bingó- kúlusósuna í sprautu með mjóum stút og byrjið á því að sprauta sósunni á kantana og leyfa henni að leka niður hér og þar. Síðan hyljið þið topp- inn á kökunni með sósunni. Og skreytið að vild! Nú nálgast jólin óðfluga og ekki seinna vænna að leiða hugann að gómsætum eftirrétti. Hér fara á eftir þrjár tertur sem eru eingöngu fyrir nautnaseggi þessa lands. Lilja Katrín Gunnarsdóttir lilja@dv.is Súkkulaðikaka með guðdómlegu vanillukremi Rosaleg Bingókúlukaka Svaðaleg Snickers-kaka Svaðaleg Snickers-kaka Rugluð Ein sneið af þessari er nóg. Elskar þú bingókúlur? Þá er þessi málið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.