Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2019, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2019, Page 18
18 27. desember 2019ANNÁLL - MARS Fall WOW air og handa- lögmál í Alþingishúsinu n Skúli Mogensen bæði skúrkur og hetja n Sonur Þorsteins Más með derring n Matareitrunardrama Smiðjuvegur 4C - 202 Kópavogur - S 587 2202 Ryðga ekki Brotna ekki HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt, silvurgrátt og dökkgrátt Ein stærsta frétt ársins leit dags- ins ljós í lok mars þegar tilkynnt var um gjaldþrot WOW air. Almenningur kom af fjöllum enda stóðu flestir í þeirri trú að endurskipulagning félagsins gengi vel, þrátt fyrir að þröngt hafi verið í búi félagsins um margra mánaða skeið. Það sem felldi WOW air var 300 milljóna króna skuld við Air Lease Cor- poration (ALC), stærsta leigu- sala WOW air sem greiðast átti fyrir miðnætti daginn áður en tilkynnt var um þrotið. Því voru sjö vélar WOW kyrrsettar, með augljósum afleiðingum. Skúli Mogensen, stofnandi og fyrr- verandi forstjóri WOW air, var augljóslega miður sín í bréfi sem hann sendi starfsmönnum. „Þetta er líklega það erfið- asta sem ég hef þurft að gera en raunveruleikinn er sá að tíminn er á þrotum og okkur hefur mis- tekist að tryggja starfseminni fjármagn.“ Skiptar skoðanir voru á Skúla og endalokum WOW air en strax var ljóst að starfsmenn félagsins myndu gera hvað sem væri til að bjarga vinnu- stað sínum, til dæmis gefa eft- ir laun. Strax í kjölfar þrotsins ruku flugfargjöld upp í verði hjá Icelandair, sem hefur að einhverju leyti gengið til baka. Í kjölfarið fóru af stað sögu- sagnir um að nýtt flugfélag væri í bígerð, en það má segja að tvö hugsanleg fyrirtæki hefðu orðið til úr þroti WOW air; Play og Wow Air 2. Hvorugt hefur komist á flug. Við þrotið misstu hundruð vinnuna og hafði fall flugfélagsins mikil áhrif á ís- lenskt samfélag og ferðamanna- strauminn til landsins. Þó að fall WOW air sé tví- mælalaust ein af stærstu frétt- um ársins þá vöktu dægur- málafréttir tengdar fallinu mesta lukku meðal lesenda DV. Umfjöllun um konurnar í lífi Skúla Mogensen er ein mest lesna frétt ársins, sem og frétt- ir um fasteign Skúla að Hrólfs- skálavör, sem seinna á árinu fór í einkasölu, og heimili Skúla og kærustu hans, innanhúss- hönnuðarins Grímu Bjargar Thorarensen, en þau tilkynntu á dögunum að þau ættu von á barni. Hiti færðist í leikana á göng- um Alþingishússins þegar Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, og Þorsteinn Már Baldvinsson, þá forstjóri Samherja, mættust. Baldvin Þorsteinsson, sonur Þorsteins, veittist að Má eftir fund stjórn- skipunar- og eftirlitsnefndar, en þar var farið yfir framgöngu Seðlabankans gagnvart Sam- herja. Gjaldeyriseftirlit Seðla- bankans framkvæmdi húsleit í húsnæði Samherja vegna gruns um brot á gjaldeyris- lögum en fyrirtækið var aldrei ákært og Seðlabankinn hefur verið sakaður um að hafa far- ið offari í málinu. „Sýndu smá sómakennd og drullaðu þér burtu,“ sagði Baldvin er Már ætlaði að gefa sig á tal við Þor- stein. Önnur tíðindi af Alþingi í mars voru þau að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa- dóttir tók við dómsmála- ráðuneytinu eftir að Sigríður Andersen sagði af sér vegna landsréttarmálsins. Þórdís sinnti embættinu þar til fyrir stuttu þegar Áslaug Arna Sig- urbjörnsdóttir tók við því. Úr hörðum veitingastaða- bransanum komu þær óvæntu fréttir að Skelfiskmarkaðnum hefði verið lokað í skugga matareitrunar sem kom upp á staðnum í nóvember 2018. „Þetta er mjög erfið ákvörðun en blákaldur veruleikinn er sá að þetta ömurlega atvik sem kom upp í nóvember hafði það mikil áhrif að þetta er bara því miður staðan. Salan minnkaði um meira en helm- ing eftir þetta og það setur strik í reikninginn,“ sagði Hrefna Rósa Sætran, einn af eigend- um veitinga- staðarins, í tilkynningu um lokun staðar- ins. Þórarinn Ævarsson, þá fram- kvæmdastjóri IKEA, snerti marga illa er hann hélt er- indi á morgunverðarfundi ASÍ um verðlag á Íslandi um miðjan mars. Þórarinn skaut þar föstum skotum á íslenska veitingastaði sem hann tel- ur að séu á miklum villigöt- um. Hvatti hann veitinga- menn til dæmis til að lækka verð og bera virðingu fyrir landsmönnum. „Ég held að menn séu fastir í víta- hring þar sem allir eru að tapa, bæði viðskiptavinir og veitingamenn og ef menn ætla að ná vopnum sínum aftur, og þeir hafa sannan- lega tapað þeim, þá verða þeir að endurhugsa mál- in,“ sagði Þórarinn til dæm- is. Almenningur fagnaði er- indi Þórarins á meðan aðrir í veitingabransanum litu það hornauga. Tíminn var á þrotum Flúðu hjálpartækjaverslun Gerður Arinbjarnardóttir komst í pressuna í byrj- un mars þegar Stund- in sagði af því fréttir að fjöldi starfsmanna hefði sagt upp störfum í kyn- lífstækjabúð hennar, Blush, vegna kjaradeilna. Var Gerður einnig sök- uð um að áreita starfs- fólk. Gerður vísaði öllum ásökunum á bug. „Drullaðu þér burtu“ Þórarinn með sprengju Þrot í skugga niðurgangs Tímabundinn ráðherra

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.