Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2019, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2019, Síða 20
20 27. desember 2019ANNÁLL - APRÍL Morð í Mehamn og leitin að Litlakisa n Áhrifavaldar afhjúpaðir n Ósáttur flugmaður n Heimsfrægð Leoncie n Ófremdarástand í Gistiskýlinu Það má segja að aprílmánuð- ur hafi verið slæmur fyrir áhrifavalda þessa lands þar sem tveir af þeim vinsælustu urðu fréttaefni vegna svika við neytendur. Sólrún Diego var sá fyrri en DV afhjúpaði að Sólrún hefði auglýst vefversl- un eiginmanns síns, Frans Veigars Garðarssonar, grimmt á Instagram, án þess að geta þess að verslunin væri í eigu hans. Við eftirgrennslan kom í ljós að Sólrún sjálf sat í stjórn fyrirtækisins og var prókúruhafi. Um var að ræða afar dulda auglýs- ingu og mislíkaði Sólrúnu fréttin svo mjög að lög- fræðingar hennar sendu bréf á DV þar sem hótað var aðgerðum ef DV hætti ekki að fjalla um hana. Síðar í mánuðinum var komið að Tönju Ýri Ást- þórsdóttur sem seldi skartgripi og glingur á átt- földu verði samanborið við nákvæmlega sömu vöru á Aliexpress. Gerði hún þetta undir merkjum Boss Babe, en tók aldrei fram á Instagram að hún sjálf ætti verslunina. Tanja var ekki sátt við afhjúpun DV. „Ég hef ekki haft neinn áhuga að ræða við fréttamiðla í langan tíma því ég styð ekki fréttamennsku sem snýst um að tala niður til fólks, gera lítið úr eða fara með rangt mál án þess að kynna sér málin til enda,“ skrifaði hún á Instagram, en þess ber að geta að hún skellti á blaðamann DV þegar hann vildi grennslast fyrir um fyrrnefnt fyrirtæki við vinnslu greinarinnar. Það var sem reiðarslag fyr- ir þjóðina í lok apríl þegar Íslendingurinn Gísli Þór Þórarinsson fannst lát- inn í bænum Mehamn í Noregi. Gunnar Jóhann Gunnarsson hefur ját- að að hafa orðið Gísla að bana, en þeir voru hálfbræður. Samkvæmt nýj- ustu fregnum af gangi mála í Noregi þá var réttarhöld- um frestað, en það stóð til að aðalmeðferð hæfist þann 2. des- ember næstkomandi. Nú er talið líkleg- ast að réttað verði í málinu í febrúar. Gunnar Jóhann neitar að hafa komið að heimili Gísla Þórs með þann ásetning í huga að verða honum að bana. Hann á að baki langan sakaferil á Íslandi og hefur meðal annars verið dæmdur fyrir nauðgun og ofbeldisbrot. Pistill Ögmundar Gíslasonar, fyrrverandi flugmanns WOW air, vakti gríðarlega athygli. Í pistlinum viðr- aði hann þá óánægju sína með að íslenska ríkið hefði ekki rétt flugfélaginu hjálparhönd áður en það varð gjaldþrota. „Eftir að hafa hugsað þetta þá hef ég tekið þessa ákvörðun: Ég mun ALDREI borga framar skatta á Íslandi. ALDREI! Og það fólk sem þekkir mig veit ég stend við svona fáránlegar yfirlýsingar. Ég mun þiggja þær greiðslur sem ég á rétt á úr ábyrgðarsjóði launa og ég ætla að þiggja atvinnuleysisbætur eins lengi og ég má, en ég mun aldrei aftur vera launamaður á Ís- landi og greiða staðgreiðslu. Þetta sker getur átt sig. Þetta pakk sem er í ríkisstjórninni getur átt sig,“ skrif- aði hann meðal annars. Hann starfar nú á erlendum vettvangi. Að morgni 9. apríl lést ung kona á Landspítalanum. Konan hafði verið í teiti þar sem mikið var um eiturlyf. Þegar lögregla var kölluð til og hafði afskipti af henni fór unga konan í hjartastopp og báru endurlífgunartil- raunir ekki árangur. Foreldrar konunnar voru ósátt- ir við aðferðir lögreglu, sögðu dóttur sína hafa verið handjárnaða og bundna á fótum en bættu við að hún hefði verið í geðrofi. Héraðssaksóknari tók málið til rannsóknar en ákveðið var að engin ákæra yrði gefin út vegna málsins. Frétt DV um starfshætti Innheimtustofnunar sveitar- félaga vakti mikla reiði í samfélaginu. Var forstöðu- maður útibús stofnunarinnar á Ísafirði til að mynda sakaður um ógnarstjórnun, einelti, furðuleg afskipti af einkalífi og sérkennilega framgöngu varðandi starfslok. Þá sagði fyrrverandi starfsmaður stofnunar- innar í Reykjavík frá því hvernig starfsmenn gerðu grín að meðlagsgreiðendum í Facebook-hópi. Indverska prinsessan Leoncie öðlaðist langþráða heimsfræg þegar spjallþáttaprinsinn Jimmy Fallon spilaði lag tón- listarkonunnar í þætti sín- um um miðjan apríl. Jimmy skemmti sér konunglega og hermdi eftir söngstíl Leoncie og sagði: „Ég hef aldrei heyrt neinn syngja svona áður.“ Leoncie sagði síðar að hún hefði verið boðin í þáttinn en neitað, því þeir vildu ekki borga henni nóg. DV fjallaði ítarlega um Gistiskýlið að Lindargötu í Reykjavík og að þar væri rekið neyslurými fyrir sprautufíkla. Myndir sem DV birti sýndu fram á óboðlega umgengni, sóðaskap og illan aðbúnað í skýlinu. „Það hefur verið reynt að hafa einhverjar reglur um þetta, til dæmis að menn séu skráðir inn í hús. En þetta fer meira og minna úr böndunum, því það er miklu meiri aðsókn í þetta en húsið leyfir. Núna er það ekki bara þessi stóri hópur fólks sem er á götunni, heldur bætast við sprautufíklar, og meðal þeirra eru menn sem aldrei áður hafa nýtt sér gisti- skýlið sem slíkt, en nýta sér aðstöðuna til að geta sprautað sig,“ sagði Tómas Jakob Sigurðsson, starfs- maður skýlisins, við DV. Hann var rekinn í kjölfarið. Svo var það fréttin sem snerti fólk – hvarf Litlakisa, högna Svanhildar Hólm, aðstoðarkonu Bjarna Bene- diktssonar, og Loga Bergmanns fjölmiðlamanns. Hjón- in leituðu kisans í 35 daga og teygði leitin sig til Selfoss. Að lokum var bænum þeirra hjóna svarað. „Hann er horaður og soltið óöruggur en greinilega mjög glaður að vera kominn heim,“ sögðu þau á samfélagsmiðlum, að springa úr hamingju og þakklæti. Áhrifavaldar í klemmu Heimsfrægð prinsessunnar Hæddust að meðlagsgreiðendum Horaður högni Harmleikur í Mehamn Ung kona lést „Þetta sker getur átt sig“Farið úr böndunum Ögmundur Gíslason. Mynd-Hringbraut Engin ákæra var gefin út í málinu. Mynd: Eyþór Árnason Meðal mynda sem DV birti. Meðal mynda sem DV birti. M Y N D : S K JÁ SK O T IN S TA G R A M @ TA N JA Y R
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.