Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2019, Qupperneq 28
Hringbraut fullyrti að Þorbergur Aðalsteinsson, fyrr
verandi landsliðsþjálfari og landsliðsmaður Íslendinga
í handbolta, hefði verið handtekinn á flugvelli í Noregi
um miðbik ágúst. Var Þorbergur sakaður um dólgslæti
og fyrir að hafa reynt að ráðast inn í flugstjórnarklefa
meðan á flugi stóð. Þorbergur mætti í viðtal á Bylgj
unni fyrir stuttu og sagði málið á misskilningi byggt,
að norska lögreglan væri búin að biðja hann afsökun
ar. Kristjón Kormákur Guðjónsson, fyrrverandi ritstjóri
Hringbrautar, mætti í kjölfarið í viðtal á Bylgjunni og
sagði Þorberg fara með rangfærslur, sagði hann hafa
verið í annarlegu ástandi í flugvélinni og sýnt ógnandi
tilburði. Orð gegn orði.
DV birti einkaviðtal við Ingólf Steinar Ingólfsson sem
var handtekinn og settur í varðhald í Kambódíu þar
sem vegabréfsáritun hans til Kambódíu rann út. Það
hafði þær afleiðingar að hann gat ekki tékkað sig út af
hóteli sem hann gisti á né greitt reikninginn þegar að
því kom, að hans sögn. „Ég lenti í þessu veseni af því
vegabréfið mitt hvarf,“ sagði Ingólfur meðal annars og
taldi sig sæta miklu óréttlæti.
28 27. desember 2019ANNÁLL - ÁGÚST
Flugdólgur og Freðinn
√ Bókhald og fjármál
√ Húsfélagafundir
√ MÍNAR SÍÐUR
√ Þjónustusaga húss
√ Önnur þjónusta
Húsfélagaþjónusta
Leiðandi í hagkvæmni og
rekstri húsfélaga
√ Bókhald og fjármál
√ Húsfélagafundir
√ MÍNAR SÍÐUR
√ Þjónustusaga húss
√ Önnur þjónusta
Húsfélagaþjónusta
Leiðandi í hagkvæmni og
rekstri húsfélaga
√ Bókhald og fjármál
√ Húsfélagafundir
√ MÍNAR SÍÐUR
√ Þjónustusaga húss
√ Önnur þjón t
Húsfélagaþjónusta
Leiðandi í hagkvæmni og
rekstri húsfélaga
√ Bókhald og fjármál
√ Húsfélagafundir
√ MÍNAR SÍÐUR
√ Þjónustusaga húss
√ Önnur þjónusta
Húsfélagaþjónusta
Leiðandi í hagkvæmni og
rekstri húsfélaga
www.eignaumsjon.is
Suðurlandsbraut 30 • Sími 585 4800
n Uppsagnir hjá Sýn n Hótanir í utanríkisráðuneytinu n Dorrit í svörtu bók Epstein
Fjölmiðlar hafa lagt það í vana sinn að birta tekjur
landsþekktra einstaklinga í svokölluðum tekjublöð
um, en vegna breytinga hjá Ríkisskattstjóra dróst sú
birting á langinn í ár. Loks í ágúst kom tekjublað DV
út og kenndi þar ýmissa grasa. Við komumst til dæm
is að því að Hafþór Júlíus væri tekjuhæsti íþróttamað
urinn með milljónir á mánuði og að Sólrún Diego,
áhugakona um þrif, væri á lágmarkslaunum.
Uppsagnir á fjölmiðlum
Þrettán manns var sagt upp hjá fjölmiðla
fyrirtækinu Sýn, sem er hluti af Vodafone, um
miðjan ágúst. Meðal þeirra sem sagt var upp
voru íþróttafréttamaðurinn kunni Hjörvar
Hafliðason, Kristín Ýr Gunnarsdóttir og Sig
hvatur Jónsson, fréttamenn á Stöð 2. Upp
sögnin kom Hjörvari í opna skjöldu en hann
stóð keikur í viðtali við DV sama dag og hon
um var sagt upp. „Það er eins
og það er. Nú bæti ég í sókn
ina á Dr. Football hlaðvarpinu
en það er miðill sem ég hef
trú á.“ Rekstur einkarekinna
fjölmiðla dróst enn saman
á árinu og var fjölmiðla
mönnum á öðrum miðl
um einnig sagt upp á
öðrum tímum, til dæmis
á Morgunblaðinu.
Guðlaugi hótað
Gripið var til öryggisráðstafana í utanríkisráðu
neytinu í kjölfar líflátshótana sem Guð
laugur Þór Þórðarson utanríkisráð
herra fékk í tengslum við þriðja
orkupakkann. Maðurinn sem hót
aði Guðlaugi var þekktur fyrir að
dreifa pólitískum áróðri á Face
book, á sinni eigin síðu og í ýms
um hópum. „Hins vegar er okk
ur ráðlagt að líflátshótanir beri að
taka alvarlega. Þær hótanir sem mér
hafa borist á samfélagsmiðl
um vegna þessarar
fréttar hafa þegar
verið settar í farveg
hjá Ríkislögreglu
stjóra,“ sagði
Guðlaugur.
Vistaður í varðhaldi
Súrrealískt níðingssamfélag?
Grínistinn Björn Bragi
Arnarsson tilkynnti nýja
uppistandssýningu og
internetið fór á hliðina. Sýn
ingin hét Björn Bragi Djöf
ulsson og sá Anna Svava um
að hita upp. Mislíkaði netverjum svo mjög
að Björn Bragi væri snúinn aftur í uppi
stand eftir að myndband af honum að káfa
á unglingsstúlku fór í dreifingu í október í
fyrra. Átti atvikið sér stað eftir skemmtun
hjá KPMG á Akureyri, en Björn var veislu
stjóri þar. „Er bara allt í góðu að fullorðinn
maður sem nuddaði klofið á barni og náðist
á myndband sé aftur accepted sem ehv ögr
andi insult comic og virt listafólk sé að peppa
hann? hvaða súrrealíska níðingssamfélagi er
ég frá?“ skrifaði einn netverji til að mynda.
„Síðan nauðgaði hann mér“
Sigurður Gói
Ólafsson varð
fyrir fólskulegri
líkamsárás og
var nauðgað í
frönsku borginni
Marseille í júlí
og opnaði sig
um árásina í DV
í ágúst. „Skyndilega réðst hann
á mig, algjörlega upp úr þurru.
Hann kýldi mig í síðuna og hrinti
mér á magann. Því næst reif hann
niður um mig buxurnar. Síðan
nauðgaði hann mér,“ sagði Sigurð
ur og bætti við: „Ég stirðnaði upp
af hræðslu. Ég var viss um að hann
myndi drepa mig. Ég hélt hrein
lega að ég væri að fara að deyja.“
Vinkona Epstein
Nafn Dorrit Moussaieff, fyrrver
andi forsetafrúar, var að finna í
hinni alræmdu svörtu bók níð
ingsins Jeffreys Epstein. „Jeffrey
Epstein bjó í sömu götu og ég í
London einhverntímann á milli
1978 og 1983. Við áttum marga
sameiginlega kunningja,“ sagði
Doritt við DV. Epstein átti 45
ára fangelsi yfir höfði sér vegna
mansals og barnaníðs sem
hann var sakaður um eftir
aldamót. Hann svipti sig lífi í
fangelsi.
Er þetta í lagi?
Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunn
ar, gagnrýndi tónlistarmanninn Auð á Facebooksíðu sinni
eftir að hafa séð hann syngja lagið Freðinn á Arnarhóli. Bjarn
heiður gagnrýndi að lagið hefði verið spilað snemma kvölds
á fjölskylduskemmtun sem var að auki sjónvarpað beint á
RÚV. „Hvernig á að útskýra fyrir börnum að boðskapurinn
sem þessi marglofaði og vinsæli listamaður flytur sé vondur?
Hvernig samræmist þetta forvarnarstarfi? Eða finnst fólki þetta almennt bara allt í
lagi?“ spurði Bjarnheiður.
Tekjublaðið
Flugdólgurinn