Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2019, Qupperneq 39

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2019, Qupperneq 39
27. desember 2019 FRÉTTIR 39 HELGI SELJAN ER MAÐUR ÁRSINS 2019 L esendur DV hafa valið mann ársins 2019. Að þessu sinni hlaut rannsóknarblaðamaðurinn Helgi Seljan titilinn, en hann hefur verið áberandi í umfjöllun um Samherjamálið svokallaða sem fréttaskýringaþátturinn Kveikur, í samstarfi við Wikileaks, Stundina og Al Jazeera, afhjúpaði í nóvember með aðstoð uppljóstrarans Jóhannesar Stefánssonar. Í umfjölluninni var upplýst um ólöglegar mútugreiðslur sem Samherji hafði greitt til embættismanna í Namibíu til að komast yfir fiskkvóta. Málið þykir skólabókardæmi um spillingu og um það hvernig fyrirtækjum og aðilum sem hafa aðgang að miklu fjármagni finnst þeir yfir lög og reglur hafna. Gróðinn skipti öllu en það sem er rétt og siðlegt látið mæta afgangi. Mjótt á munum á 2. og 3. sæti Helgi Seljan hlaut sannfærandi kosningu sem maður ársins, með rúmlega 27 prósent atkvæða og hafði betur gegn Jóhannesi Stefánssyni, uppljóstraranum í Samherjamálinu, sem hafnaði í öðru sæti í kosningu lesenda, og einnig gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, sem hafnaði í þriðja sæti. Afar mjótt var á munum með 2. og 3. sætið, en Jóhannes hlaut 13,88 prósent atkvæða á meðan Sigmundur fékk 13,71 prósent. Sigmundur varð áberandi á árinu í tengslum við umræður um Orkupakka þrjú og þótti mörgum það hugað af honum að fara gegn meirihluta þingsins og tefja atkvæðagreiðslu með málþófi. Jóhannes hins vegar á líka sinn hlut í sigri Helga Seljan, en án hans hefði Samherjamálið að líkindum aldrei verið opinberað. Jóhannes starfaði fyrir Samherja í Namibíu og hafði milligöngu um mútugreiðslur þar til hann hætti störfum árið 2016. Hann afhenti Wikileaks tölvupóst sinn og minnisskjöl sem hafa nú verið birt að mestu á netinu og kallast Samherjaskjölin. Þegar DV hafði samband við Helga til að tilkynna honum um sigurinn kom hann því strax á framfæri að hann hefði ekkert eyland verið í þessu verkefni og taki hann því við titlinum sem fulltrúi allra þeirra sem komu að uppljóstruninni. „Í það fyrsta er ég mjög þakklátur að vera valinn maður ársins en finnst samt svolítið eins og ég sé að skilja samstarfsfólk mitt útundan. Hvort sem það eru Aðalsteinn og Stefán eða auðvitað Kristinn Hrafn, samstarfsfólkið mitt í Kveik, Þóra Arnórs, Rakel. Ég tala nú ekki um uppljóstrarann Jóhannes og aðra uppljóstrara í málinu.“ Fríið varð að engu Þegar Samherjamálið kom inn á borð til Helga var hann á leið í ótímabundið leyfi frá störfum sínum fyrir Kveik. „Kristinn hringir í mig og biður mig að koma að hitta mann, sem reyndist vera Jóhannes. Þetta var í október á síðasta ári. Ég fór þannig ekkert í neitt ótímabundið leyfi, nema í bara smástund. Ég man ekki hvort málið hafi komið til mín daginn áður eða daginn eftir að ég fór í leyfi. Þannig að leyfið varð voðalega lítið leyfi.“ Helgi ætlaði í leyfi sökum streitu og kulnunar í starfi, en endaði með því að henda sér strax aftur ofan í djúpu laugina og tók að sér Samherjamálið, ásamt öðrum, og vann að því hörðum höndum næsta árið. „Hljómar kannski ekkert rosalega gáfulega, en maður lærir kannski aðeins um sjálfan sig. Ég vinn bara með svo öflugum hópi og það er kannski það sem maður hefur lært, að þó að maður sé kannski ekki auðveldasti maðurinn til að vinna með í hópi þá er það samt alltaf betra.“ Náttúrlega bara ógeðslegt Í kjölfar þess að Kveikur greindi landsmönnum frá Samherjamálinu hefur Samherji ítrekað reynt að bera hendur fyrir höfuð sér. Hafa þeir vænt Kveik, Wikileaks og fleiri um að hagræða sannleikanum til að mála fyrirtækið í slæmu ljósi. Eins hafa margir kennt Samherja um myndband sem var lekið á dögunum þar sem heyra mátti einkasamtal milli Jóhannesar og fyrrverandi maka hans. En hefur Helgi Seljan orðið fyrir miklu persónulegu áreiti vegna málsins? „Nei, ég myndi ekki segja það. Ekki þannig sko og ekkert viðlíka og það sem Jóhannes hefur lent í sem er náttúrlega bara ógeðslegt og ekki öll sagan verið sögð af því enn þá. En auðvitað eru menn ósáttir og þannig, en það hefur ekki orðið neitt vesen.“ Viðbrögð Samherja við uppljóstruninni komu Helga að hluta til á óvart. „Það er náttúrlega svolítið viðbúið, en kannski í þessu tilviki líka svolítið óviðbúið. Ég held að ég sé ekki einn um að velta því fyrir mér nákvæmlega á hvaða vegferð þeir eru í þessu. En auðvitað er kannski eðlilegt að menn standi frami fyrir sérkennilegum ákvörðunum í svona aðstæðum. Því þetta er svo stórt og alvarlegt mál og langt í frá bundið bara við Ísland.“ Stærsta málið Samherjamálið er stærsta málið sem Helgi vinnur á álíka alþjóðlegum grundvelli. „Já, ég held það. Allavega svona. Ég hef verið í samstarfi áður, Panamaskjölin til dæmis, og við aðstoðuðum einu sinni eða tókum þátt í að taka viðtöl út af þessu Ericsson-mútumáli á sínum tíma. Þá var rúmenskur uppljóstrari sem var staddur á Íslandi og við tókum viðtal við hann. En þetta er ekkert í líkingu við neitt sem maður hefur gert áður, það er eitt stærsta fyrirtæki á landinu sem tengist þessu.“ Hins vegar telur hann að tíminn muni leiða í ljós hvort málið sé það stærsta á ferli hans hingað til. „Það á kannski bara eftir að koma í ljós held ég. Varðandi vinnu og umfang þá hefur þetta klárlega verið það, en svo eigum við eftir að sjá hvernig mun spilast úr þessu. Það er enn þá spennandi að fylgjast með því hvað mun gerast. Það eru sjö menn í fangelsi núna í Namibíu. Það er rannsókn í gangi hér, í Namibíu og yfirvöld á fleiri stöðum að skoða málið.“ Í aðdraganda Kveiksþáttarins var vinnan og biðin farin að taka á. „Ég þakka strákunum [Stefáni og Aðalsteini] fyrir að hafa haldið geðheilsunni minni gangandi. Við vorum í einangrun í marga mánuði að vinna þetta, því það er ekki sjálfgefið að geta haldið svona máli hljóðu á þessu landi þar sem allt fréttist. Við gátum ekki mikið verið í samneyti við annað fólk því við vorum svo hræddir um að kjafta eitthvað af okkur. Þetta var erfitt.“ Nett sjokk að sjá þetta Helgi fékk áfall þegar hann varð vitni að stéttaskiptingunni og fátæktinni í Namibíu. „Það er ofboðslega tvískipt samfélag. Það var lengi vel mesti munur á ríkum og fátækum í Namibíu. Þar var allt bókstaflega svart hvítt þar sem hvítir menn áttu allt en svartir ekkert. Og það er enn gífurlegur munur og fátæktin, þar sem hún er, er ömurleg, sérstaklega þegar maður veit hversu mikið er til af peningum í landinu og hvað það er mikið til að af auðlindum í landinu. Þá er ömurlegt að horfa upp á þetta því maður veit að þetta þarf ekki að vera svona, þannig maður verður fyrir alveg nettu sjokki að sjá þetta. Líka í Angóla, þegar við fórum þangað. Það er land sem er stútfullt af olíu en samt þurftum við að keyra á milli bensínstöðva til að reyna að fá bensín, því það var ekkert bensín til á bensínstöðvunum þrátt fyrir að landið eigi líklega meiri olíu en Noregur. Það fer bara öll olían út úr landinu. Angóla er kannski skör spilltari en Namibía, sem er í rauninni að mörgu leyti mikið fyrirmyndarríki. Stjórnarskráin þeirra er til að mynda mun framsæknari en okkar og eins löggjöfin. Þau búa samt við þannig ástand að það er einn stjórnmálaflokkur sem ræður öllu og hefur fengið að móta samfélagið svolítið að sér.“ En hvað var það sem lokkaði Helga út í rannsóknarblaðamennsku? „Ég held að í eðli sínu þá hafi það heillað mig, þegar ég fór að vinna sem blaðamaður, að þá fannst mér ljóst að það þyrfti að gera eitthvað meira. Okkur, því miður, er skammtaður naumur tími og enn minni peningur í dag en þegar ég var að byrja. Það er alveg vandamál. Maður sér það á máli eins og þessu að ef maður getur gefið sér tíma, og ekki er þetta spurning um ógurlegan pening, ekki eins og við höfum fengið einhvern yfirtíma í þessu máli. Þetta er líka spurning um menningu á miðlunum. Ég tel til dæmis að við þurfum mun færri, en betri fréttir. Margt við þetta mjög heillandi. Þetta er spennandi. Þó svo auðvitað geti þetta verið óspennandi. Það er minna til dæmis talað um hvað við getum eytt miklum tíma, oftast frítíma okkar, í að eltast við eitthvað sem svo reynist ekki vera neitt. Þá þarf maður að vera tilbúinn að slaufa því sem slaufað verður. Það getur fylgt þessu starfi svolítil þráhyggja. Ef maður er búinn að bíta eitthvað í sig, sannfæra sig um að eitthvað mál sé einhvern veginn og einhvern veginn, þá þarf maður að ná að sannfæra sig um að bakka. Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir hversu oft þetta gerist, að við þurfum að bakka, en ekki að það sé vegna þess að okkur sé sagt að gera það, það er mikill misskilningur að það sé alltaf verið að stýra okkur eða banna okkur eitthvað, ég held að mér hafi aldrei, og ég hefði munað það, á ferlinum verið bannað að gera einhverja frétt. Við erum sjálf að vinna þessa vinnu, allt út frá okkar bestu samvisku og vitneskju, til að segja satt og rétt frá, sem er aðalmálið. Þá er ofboðslega erfitt, þegar maður hefur eytt tíma í eitthvað að segja bara „þetta er ekki fréttin sem við héldum“ og fara svo að gera eitthvað annað. Ég held að það sé mesta kúnstin í þessu, að geta bakkað.“ Hvað tekur núna við? „Ég er á smá tímamótum í lífi mínu. Það er mjög sérstakt að í sömu viku og ég er að standa í þessu, og þótt ég sé þakklátur fyrir að vera maður ársins, þá var afi minn og nafni að deyja og verður jarðaður á föstudaginn. Svo var ég að eignast barn meðan á öllu þessu stóð, svo ég er rétt að verða málkunnugur núna eftir að ég fór í smá fæðingarorlof. Núna á ég inni fæðingarorlof og ég ætla að eyða því með syni mínum og svo ætlum við að athuga hvort við komum allavega öðrum okkar inn á leikskóla en það verður alveg nóg að gera sýnist mér.“ Eitthvað að lokum? „Ég er þakklátur, en eins og ég segi, ég lít þannig á þetta að það sé verið að verðlauna allan hópinn. Mér þykir þægilegra að horfa á það þannig. Ég er mjög þakklátur og finnst gaman að fólk sé að fylgjast með því sem við erum að gera. Þetta var erfiður og langur tími, en nú tekur annað við.“ n Erla Dóra erladora@dv.is Myndir: Eyþór Árnason
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.