Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2019, Síða 48
Sérblað 27. desember 2019KYNNINGARBLAÐ
GÆLUDÝR.IS -
Dýrin um áramót
Dýrin um áramót. Nokkur atriði er gott að hafa í huga þegar kemur að gæludýrunum
okkar um áramót. Fæstum dýrum
er sérlega vel við flugelda og því
er gott að vera búin að sjá hvað
við getum gert til þess að létta
þeim lífið. Best er að tryggja öryggi
allra dýra eins og hægt er dagana
í kringum áramótin, algengt er að
sprengt sé á öllum tímum dags og
því mikilvægt að vera viðbúin.
Ef hægt er að halda köttum inni
þessa daga er það heppilegast.
Viðraðu hundinn í taumi til
þess að minnka líkurnar á því að
hann stökkvi frá þér í hræðslu við
flugelda, ef þú vilt veita hundinum
aðeins meira frelsi leggjum við til
að hann sé hafður í löngum taumi
eða t.d. sporalínu.
Þegar nálgast gamlárskvöld
þurfum við sem eigendur að hugsa
út í öryggi dýranna, þau þurfa að
vera í öruggu rými þar sem ekki er
hætta á að þau sleppi út þegar
umgangur er um heimilið. Best er
ef dýrið getur verið í herbergi þar
sem heyrist lítið inn (og jafnvel án
glugga þannig að blossarnir sjáist
ekki heldur) og ef hægt er að við
séum með dýrinu. Munum að fara
snemma út með hundana að pissa
fyrir nóttina, en frábær tími til þess
er þegar skaupið er í gangi, þá eru
afar fáir að skjóta upp.
Hvað get ég gert til að leiða
athyglina frá látunum?
• Bjóddu uppáhaldsnagdótið
• Bjóddu hundinum eða kettinum
Kong-leikfang sem er fyllt
með gómsætri fyllingu. Kong
má setja í frystinn til þess að
það taki lengri tíma að veiða
fyllinguna upp úr
• Gefðu gott nagbein (ekki eldað bein)
Hvað ef þetta dugir ekki til?
Sum dýr eru einfaldlega of hrædd
við flugelda til þess að það dugi að
reyna beina athygli þeirra annað.
Fyrir þau dýr eru til vörur sem hafa
slakandi eiginleika án þess að virka
sljóvgandi.
Við höfum góða reynslu af Sanal
Relax-töflum, en þær eru með
jurtum sem hafa þekkta slakandi
virkni fyrir hunda, ketti og nagdýr.
Best er að byrja gefa þær 2–3
dögum fyrir gamlárskvöld til þess að
hámarka virknina.
Eins er hægt að fá Canosept-
og Felisept-lyktarefni sem
hefur slakandi áhrif, það kemur
þá í spreyformi, í hálsól eða í
lyktardreifara í innstungu. Eins og
með töflurnar næst besta virknin
þegar notkun hefst fyrir mesta
stressið.
Ef hundurinn eða kötturinn hefur
sýnt viðbrögð sem einkennast af
ofsahræðslu fyrir áramót geta
dýralæknar einnig ávísað róandi
lyfjum, en best er að vera tímanlega
í sambandi við dýralækni enda
opnunartími dýralæknastofa
takmarkaður um jól og áramót.
Eitthvað er um hunda sem ekki
kippa sér upp við lætin og ljósin,
en við minnum eigendur þeirra
líka á að betra er að setja öryggið
á oddinn og að hafa þá líka inni,
enda geta flugeldar flogið aðra leið
en ætlað er.
Nánari upplýsingar á vefsíðu
Gæludýr.is
• Hafðu dregið fyrir hjá dýrinu
• Vertu með útvarp eða
sjónvarp í gangi
• Vertu með dýrinu ef hægt er
• Reyndu að draga athygli
gæludýrsins að öðru en
flugeldum
Sanal Relax-töflur. Canosept- og Felisept-lyktarefni.
Gagnlegar upplýsingar