Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2019, Síða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2019, Síða 49
Sérblað27. desmber 2019 KYNNINGARBLAÐ Framtíðin er mætt í eldhúsið! Future Kitchen er afar spennandi og viðamikið Evrópuverkefni sem Matís leiðir í samstarfi við European Food Information Council, University of Cambridge, IMDEA Alimentación, Natural Machines, FlatEv og Döhler. Þetta er raunveruleiki, ekki vísindaskáldskapur Markmið Future Kitchen er að efla áhuga almennings, einkum ungs fólks, á næringu, heilsu og sjálfbærni og auk þess að endurnýja upprunatenginu fólks við mat. Future Kitchen er sería myndskeiða sem eru stútfull af skemmtilegu fræðsluefni. Þar er kynnt ný matvælatækni sem í sumum tilfellum virkar eins og vísindaskáldskapur. Hér lærum við um þrívíddarmatarprentara, lóðrétta matjurtarækt í eldhúsinu og handhæga tortillu-vél sem bakar heitar tortillur eftir þörfum, í hæfilegu magni. Myndskeiðin eru svo sett fram í sýndarveruleika sem gerir upplifunina ennþá áhrifameiri. Það geta allir unnið að minnkaðri matarsóun heima hjá sér og Future Kitchen myndbandsserían kennir áhorfendum nýjar og spennandi leiðir til þess að gera markmiðið að raunveruleika. Akurinn heim í eldhús! https://www.foodunfolded.com/ videos/farm-in-your-kitchen-look- inside-360-video Ræktun krefst ekki alltaf risastórra landbúnaðarsvæða. Síður en svo. Það er vel hægt að rækta ýmislegt eins og stökkar spírur og nýtt grænmeti heima í eldhúsi. Plant Cube er fyrsta lóðrétta heimaræktunarkerfið. Með sjálfkrafa vökvun, led-lýsingu og stýrðu loftslagi getur þú ræktað þitt eigið grænmeti á auðveldan og skilvirkan hátt. Þú þarft ekki einu sinni að vera með græna fingur. Þrívíddarprentaður fiskur https://www.foodunfolded.com/ videos/3d-printed-seafood-look- inside-360-video Þrívíd darprentari sem framleiddur hefur verið af Natural Machines minnkar matarsóun í fiskiðnaðinum með því að nýta afganga og afskurð sem annars færi til spillis. Eingöngu 20% af öllum þeim fiski sem er veiddur í dag nýtist til manneldis. Afgangurinn nýtist m.a. í dýrafóður en stór hluti fer einfaldlega í ruslið. Hér er um gríðarlega matarsóun að ræða. Tómatar á Íslandi https://www.foodunfolded.com/ videos/iceland-tomato-farm-look- inside-360-video Það er vel hægt að rækta tómata og annað grænmeti allan ársins hring á Íslandi. Í frostkulda vetrarins má jafnvel rækta dýrindis tómata, þökk sé gróðurhúsunum, jarðhitanum sem heldur hita á húsunum og grænu orkunni sem notuð er til að knýja sterk rafmagnsljósin. Borðaðu brauðsnakk og minnkaðu matarsóun í leiðinni! https://www.foodunfolded.com/ videos/how-bread-chips-tortillas- are-reducing-food-waste-look- inside-360-video Í meðalheimilishaldi fer um þriðjungur matarins í ruslið. Brauð er stór hluti af þessari sóun, þar sem það hefur hvað stystan geymslutíma af mat heimilisins. Gríðarlegt magn af orku, vatni og auðlindum fer til spillis í framleiðslu á brauði sem er svo að miklu leyti hent. Ástæðan fyrir þessari gríðarlegu sóun er að stórum hluta sú að við viljum helst nýbakað brauð án rotvarnarefna. Eitt af myndböndum Future Kitchen myndbandsseríunnar segir okkur frá hentugri og endurvinnanlegri geymsluleið fyrir litla skammta af brauðdeigi sem má svo baka við tækifæri. Svissneska fyrirtækið ZüriChips nýtir enn fremur afgangsbrauð frá bestu bakaríum í Zurich til þess að framleiða gómsætt brauðsnakk. Verkefnið hefur hlotið styrk frá EIT FOOD, nýsköpunarsamfélagi um fæðu innan Evrópustofnunar nýsköpunar og tækni, undir Horizon 2020, sem er vettvangur Evrópusambandsins fyrir rannsóknir og nýsköpun. Myndböndin og nánari upplýsingar um verkefnið má nálgast á vefsíðunni foodunfolded.com.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.