Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2019, Qupperneq 51
Sérblað27. desmber 2019 KYNNINGARBLAÐ
KLIFURHÚSIÐ:
Klifur er lífsstíll
Innanhússklifur er sívaxandi áhugamál á Íslandi og víða um heim. „Hér á landi eru um
tæplega 1.500 félagar sem stunda
klifur reglulega í Klifurhúsinu,“ segir
Benjamin Mokry, framkvæmdastjóri
Klifurhússins. Klifursambandið sótti
fyrir stuttu um aðild að ÍSÍ og hafa
sprottið upp Klifurhús um land allt.
„Þeir eru að byggja klifurhús á
Grundarfirði, einnig er verið að
stækka klifurhús á Akureyri og svo
er verið að setja upp klifurveggi
í Skaftafelli,“ segir Benjamin sem
stundar klifur bæði utanhúss og
innan af miklum krafti. „Klifur er
lífsstíll og þegar menn byrja þá
eiga þeir erfitt með að hætta,
þetta er svo gaman,“ segir
Benjamin.
Allir geta klifrað
Í Klifurhúsinu eru í boði ýmist opnir
tímar eða lokaðir og margs konar
námskeið fyrir alla aldurshópa.
„Við erum með barna- og
unglinganámskeið hér fyrir 5 til
18 ára en einnig kennslu fyrir alla
aldurshópa. Elstu þátttakendurnir
eru um sextugt,“ segir Benjamin.
Klifurveggirnir eru smíðaðir úr
timbri og á gólfinu fyrir neðan er
stór dýna sem þátttakendur hoppa
niður á í lok klifursins. „Í Klifurhúsinu
er stunduð svokölluð „grjótglíma“,
þar sem klifurveggurinn er mjög
brattur en klifurhæðin lítil, eða
um 4–6 metrar. Einnig eru lagðar
línuklifurleiðir fyrir þá sem eru að
æfa það,“ segir Benjamin.
Eflir styrk, liðleika og þol
Að sögn Benjamins reynir klifrið bæði
á styrk og liðleika. „Það er enginn
munur á getu stráka og stelpna.
Þótt strákarnir fari langt á kraftinum
þá eru stelpurnar oftast með betri
tækni. Hugtakið tækniklifur er þekkt
enda eru tækni og liðleiki mikilvægir
þættir í þessu sporti.“ Klifrið eflir
allt í senn, þol, liðleika og styrk, og
hentar fólki á öllum aldri. „Til dæmis
getur maður aldrei orðið of sterkur
í fingrunum en klifrið eflir mjög
fingrastyrk. Það er nokkuð sem fólk
er almennt ekki að þjálfa með sér.
Fyrsta skiptið er í raun alltaf erfiðast
þó svo að sé óneitanlega alltaf
skemmtilegt að prófa klifur. En þegar
maður byrjar að mæta reglulega
í klifur, kannski 2–3 skipti í viku, er
maður fljótur að sjá árangurinn og er
ótrúlegt hvað sumir hafa náð langt á
stuttum tíma,“ segir Benjamin.
Klifur fyrir byrjendur og lengra komna
Það þarf ekki að fara á námskeið til
að kynnast klifrinu né þarf að kaupa
sér aðgöngukort, hægt er að mæta
á staðinn og kaupa sér stakan tíma
og leigja klifurskó. Klifurleiðunum er
raðað upp í mismunandi erfiðleikastig
þannig að byrjendur geta valið leið
sem hentar þeim fullkomlega á
meðan meira krefjandi leiðir eru í boði
fyrir þá sem eru lengra komnir.
Hópar klifra
„Það er kjörið fyrir litla hópa að
koma hingað og eiga góða stund
saman. Klifurhús spretta víða upp
erlendis og eru að verða mjög
vinsælir samkomustaðir. Fólk hittist,
fær sér kaffi og spjallar, og klifrar
síðan saman í tvo tíma. Þetta kemur
algerlega í staðinn fyrir að hittast á
barnum. Það er alveg jafn sjálfsagt
að hittast í klifri eins og að hittast á
kaffihúsi eða krá. Og svo fær maður
mikla og góða hreyfingu í leiðinni,“
segir Benjamin, en bætir svo við
að það megi líka kíkja á barinn eftir
klifrið, hann hafi ekkert á móti því.
Gefðu klifur
Gjafabréf hjá Klifurhúsinu eru mjög
vinsæl í jólagjafir. „Fólk er ýmist að
kaupa mörg skipti fyrir þá sem hafa
komið áður, eða bara eitt skipti fyrir
þá sem hafa ekki prófað klifur. Þetta
er skemmtileg gjöf sem menn búast
ekki endilega við,“ segir Benjamin.
Nánari upplýsingar um Klifurhúsið er
að finna á vefsíðunni klifurhusid.is og
Facebook-síðunni Klifurhúsið.
Opið er mán.-fim. 11:30–22, fös.
11:30-21 og um helgar 12–18.
Netfang: klifurhusid@klifurhusid.is