Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2019, Qupperneq 62

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2019, Qupperneq 62
Dagur víkur Völvan vill sem minnst tala um borgarmálin enda „Dagur B. Eggertsson varla þess virði að eyða bleki í hann.“ Hún leyfir okkur samt að- eins að skyggnast inn í framtíðina í ráðhúsinu. „Í borgarmálunum ber hæst umræður um borgarlínu. Það verður lítið annað en umræð- urnar, hugmyndir koma upp um að breyta al- menningssamgöngum og hafa þær ókeypis, en ekki verður af þeirri framkvæmd. Slæm staða borgarinnar í fjármálum og almenn óráðsía er líka talsvert í umræðunni. Fólk er alls ekki ánægt með borgarstjórann okkar. Furðu vekur hve lítið heyrist í minnihluta borgarstjórnar. Segja má að Vigdís Hauks- dóttir sé sú eina úr minnihlutanum sem eitt- hvað heyrist í að ráði. Píratar hafa sig ekkert í frammi, eins og þeir séu að draga sig í hlé. Einhverjir borgarfulltrúar eru flæktir í fjár- málahneyksli sem skekur þjóðfélagið, mér sýnist þeir koma úr minnihlutanum. Þetta hneyksli á sér nánast enga hliðstæðu og „Einhverjir borgarfull- trúar eru flæktir í fjármálahneyksli sem skekur þjóð- félagið með nýjar og spennandi tillög- ur sem hún fylgir úr hlaði á sannfærandi hátt. Virðist aukaatriði hvort þær kom- ast í framkvæmd. Hún er á hraðri vinsældauppleið en þarf að fara að gæta sín á þeim sem vilja bregða fyrir hana fæti. Svandís Svavarsdóttir hefur lagt sig alla fram í sínu ráðuneyti en virðist alls staðar rekast á veggi. Hún þarf að fara að sinna sjálfri sér meira og huga að heils- unni. Ég sé einhvers konar heilsubrest hjá henni á nýja árinu og þarf hún að reiða sig á heilbrigðiskerfi sem er gallað í meira lagi. Það opnar augu hennar sem aldrei fyrr. Heilbrigðiskerfinu er að blæða út, virðist sú þróun halda áfram fram eftir ári en þá gerist atvik sem kippir í taumana og sé ég þónokkurn viðsnúning í lok árs. Kristján Þór Júlíusson verður neyddur til að segja af sér þegar kafað verður dýpra í Samherj- amálið og fleiri mál sem þola illa umfjöllun. Aðrir ráðherrar verða umsvifalitlir, samstarf- ið í ríkisstjórninni hangir á bláþræði, mér sýnist það standa mjög tæpt á vorþinginu en við skulum vona að það haldi, ég er ekki viss um það. Frumvarp um breytingar á skattkerfinu verður lagt fram, en fær ekki hljómgrunn. Það fer mikill tími í umræð- ur um þetta frumvarp og má segja að hann sé ekki alveg til einskis því dropinn holar steininn í þessu sem öðru,“ segir völvan. Varðandi minnihlutann segir hún engar breytingar verða þar á. „Minnihlutinn heldur áfram að vera bitlaus. Viðreisn og Miðflokkurinn halda áfram að standa sig vel í skoðanakönnun- um. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er á góðum stað núna og nær að hnýta í Sjálf- stæðisflokkinn hvenær sem tækifæri gefst. Hún er ekki öll þar sem hún er séð og ein- hverjar beinagrindur enn í hennar skáp. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson verður hennar helsti makker á þingi. Þar myndast órjúfanleg vinátta sem getur ógnað stöð- ugleika í landinu svo um munar. Í fyrstu verður þetta makk leynilegt en þegar það kemst upp verður allt vitlaust.“ Völvan sér engan bjóða sig fram á móti Guðna Th. Jóhannessyni í forsetakosning- um á næsta ári. „Guðni Th. Jóhannesson og kona hans, Eliza, eru áfram góðar fyrirmyndir og trúverðugir fulltrúar þjóðarinnar. Þau vekja sérstaka athygli hvar sem þau koma fyrir að koma fram sem sann- ar manneskjur. Guðni mun bjóða sig fram næsta kjörtímabil og verð- ur sjálfkjörinn. Þau hjón fara víða á árinu en mest innanlands.“ Völvan hefur mikla trú á Andrési Inga Jónssyni. „Andrés Ingi Jónsson fyrr- verandi VG-liði, mun stofna nýjan flokk fyrir næstu al- þingiskosningar, en hefst handa strax nú á nýju ári, hann hefur mikla vel- gengni í farteskinu og ég sé hann verða far- sælan á nýjum vett- vangi.“ „Samstarfið í ríkisstjórn- inni hangir á bláþræði 62 27. desember 2019Völvuspá 2020 MYND: DV/HANNA ANDRÉSDÓTTIR Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra Andrés Ingi Jónsson Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Lilja Alfreðsdóttir, mentamálaráðherra Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.