Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2019, Page 74

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2019, Page 74
74 PRESSAN 27. desember 2019 Lilja Katrín Gunnarsdóttir lilja@dv.is ÁRIÐ Í ÁHUGAVERÐUM MYNDUM n Margt gerst á erlendum vettvangi n Umbrotatímar, bæði í náttúrunni og stjórnmálum 14. janúar Donald Trump, Bandaríkjaforseti er hrifinn af skyndibita og bauð upp á hlaðborð af slíkum mat þegar hann fékk knattspyrnulið Clemson-háskóla í heimsókn í Hvíta húsið eftir að liðið varð meistari. Trump borgaði sjálfur fyrir matinn en starfsmenn hans gátu ekkert gert sökum lokana ríkisstofnana, sem Trump fyrirskipaði sjálfur. Lokanir stóðu yfir í 35 daga, þær lengstu í sögu Bandaríkjanna. 28. janúar Björgunarsveitarmenn skola af sér eftir þrek- virki þegar að stífla gaf sig í Brumadinho í Brasilíu. Fjöldi fólks lést en viðbragðsaðilar gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að bjarga þeim sem var hægt að bjarga. 5. febrúar Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Banda- ríkjaþings, klappar fyrir Donald Trump. 5. mars Tónlistarmaðurinn R. Kelly mætti í viðtal til Gayle King á CSB vegna fjölda kvenna sem sakaði hann um kynferðisofbeldi. Á einum tíma- punkti í viðtalinu stóð R. Kelly yfir Gayle með ógnandi hætti. 10. febrúar Vísindamenn náðu mynd af svartholi í fyrsta sinn í sögunni. Svartholið er í 55 milljóna ljósára fjar- lægð frá jörðinni og er 6,5 milljörðum sinnum massameira en sólin okkar. 15. apríl Eldur læsti klónum í Notre Dame-dómkirkjuna í París og eyðilagði hluta af henni. 24. maí Theresa May tárvot er hún til- kynnir afsögn sína sem forsætisráð- herra Bretlands. 30. maí Blóðugar Melania Geymonat og Chris eftir að ráðist var á þær í strætisvagni í London vegna þess að þær eru samkynhneigðar. Fjórir karlmenn voru kærðir vegna árásarinnar. 22. júní Aska gýs úr Raikoke-eldfjallinu í Kyrrahafi. 27. september Hér sést verkið Devolved Parliament eftir dularfulla listamanninn Banksy. Það seldist fyrir met- upphæð á uppboði, á rúma tólf milljarða Bandaríkja- dala. 20. nóvember Minnismiði Donalds Trump á blaða- mannafundi þar sem hann vísar ásökunum um leyni- makk með Úkraínumönnum á bug. 13. júlí Algjört rafmagnsleysi varð á stórum hluta af Upper West Side á Manhattan í New York. Talið er að 73 þúsund manns hafi verið án rafmagns um tíma. 24. júlí Elísabet drottning bauð Boris Johnson til Buck- ingham-hallar og bauð honum formlega að verða for- sætisráðherra Bretlands.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.