Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2019, Síða 76

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2019, Síða 76
76 27. desember 2019 SAKAMÁL MÆÐGUR OG MORÐ n Krossviðarkofi var heimili mægnanna n Dóttirin vann, en móðirin eyddi Þ að er margt í mörgu og það sannað- ist í þorpinu Bristol, í Bucks-sýslu í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum, 17. október árið 2010. Þar í kofaskrifli úti í skógi bjuggu mæðgurnar Rebecca Anne Olenchock og Kimberly Venose. Líf þeirra var ekki dans á rósum og Rebeccu dreymdi um betri tilveru annars staðar, en Kimberly, móðir hennar, virtist sátt við að hírast í greninu, sem klastrað var saman úr krossviðarplötum, og vildi ekki flytja. Þrátt fyrir að Rebecca byggi ekki við munað eins og rafmagn og rennandi vatn var hún í fullu starfi sem gengilbeina og reyndi af fremsta megni að spara og koma sér upp sjóði. Draumurinn fjarlægðist Kornið á það til að fylla mælinn og það gerðist einmitt áðurnefndan dag, árið 2010. Þannig var mál með vexti að Kimberly glímdi við heilsubrest af ýmsum toga og hafði fengið fengið framfærslueyri um nokkurt skeið. Að lokum var svo komið að skilnaðurinn taldist frágenginn og frekari framfærslu var ekki að vænta úr þeirri átt. Kimberly varð háðari dóttur sinni, sem sá draum sinn um flutning úr skóginum og betra líf fjarlægjast með degi hverjum. Kornið fyllti mælinn. Peningar hurfu Þannig var mál með vexti að Rebecca var í vandræðum með að geyma það fé sem hún fékk fyrir vinnu sína. Engan hafði hún bankareikning og fátt um góða felustaði í hreysinu. Þó hafði Rebecca afrekað að safna fyrir gamalli Kia-bifreið og fyrir tilstilli Söndru Mullican, talsmanns heimilislausra á svæðinu, fékk hún að geyma eitthvert fé í öryggisskáp í kirkju. Það kom þó tíðum fyrir að Rebecca uppgötvaði að peningar sem hún faldi í kofa mæðgnanna „höfðu horfið“. Hafnaboltakylfa og lampaolía Sem sagt, Rebecca kom móður sinni fyrir kattarnef 17. október árið 2010 á „heimili“ þeirra mæðgna. Rebecca barði Kimberly með hafnaboltakylfu og hellti síðan lampaolíu yfir hana þar sem hún lá með- vitundarlaus inni í kofaskriflinu og bar að lokum eld að. Að þessu loknu skellti hún hengilás á hurðina og ók á brott. Kimberly komst til meðvitundar, föt hennar voru alelda sem og kofinn, en engu að síður tókst henni að brjótast út um einn vegginn, staulast að veginum og öskra á hjálp. Andartaki áður en hjarta hennar gaf sig tókst henni að segja einum sjúkraliða að dóttir hennar hefði reynt að drepa hana. Þriggja dag réttarhöld Nokkrum dögum síðar fann lögreglan Rebeccu í Johnson City í Tennessee þar sem hún var með karli sem hún hafði kynnst í gegnum internetið. Réttarhöldin tóku þrjá daga og úr- skurðaði dómarinn, Albert Cepparulo, Rebeccu seka. Hann vísaði til föðurhús- anna þeirri fullyrðingu verjanda Rebeccu að ömurlegar heimilisaðstæður hefðu hrakið hana til örþrifaráða. Vissulega hafði verjandi ýmislegt til síns máls, því alkunna var að nag- og skordýr voru ekki af skornum skammti og bættu ekki úr skák í því sem fyrir taldist ekki til mannsæmandi aðbúnaðar. Veik en sek Cepparulo sagði að Rebecca ætti við and- leg vandamál að stríða, en væri engu að síður sek. Þann 12. október, 2011, fékk Rebecca lífstíðardóm fyrir morðið á móð- ur sinni og 12 til 25 ára dóm fyrir íkveikju og dómana má hún afplána samtímis. Einnig úrskurðaði Cepparulo að Rebecca skyldi njóta meðferðar vegna andlegra veikinda og annars sem þeim tengdist meðan hún afplánaði dóminn. Ó já. n „Föt hennar voru al- elda sem og kofinn, en engu að síður tókst henni að brjótast út um einn vegginn Rebecca Olenchock Dreymdi um betra líf.Í járnum Að lokum fyllti kornið mælinn. Virkar á 1 mínútu Zonnic pepparmint munnholsúði inniheldur nicotin, 1 mg/úða, og er lyfið notað til meðferðar við tóbaksfíkn. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.